Heimilisritið - 01.06.1947, Blaðsíða 39
tvær systur, Dorothy, sem er list-
málari, og Evelyn, sem enn er við
nám og er fjórtán mánuðum yngri
en June.
Alla sína stuttu ævi hefur June
verið að búa sig undir að verða
vinsæll skemmtikraftur, enda kom
hún oft fram til að skemmta öðr-
um, áður en hún fór að leika í
kvikmyndum. Móðir hennar, sem
var leikkona, lét sér snemma mjög
ant um þessa fallegu, gáfuðu og
duglegu dóttur sína, og fór að
kenna henni dans, söng, píanóleik
og leiklist sti-ax og June litla fór
að tala og ganga.
June brást heldur ekki vonum
móður sinnar. Þegar hún var sex
ára lék hún í fyrsta skipti á leik-
sviði í fæðingarborg sinni. Sjö ára
spilaði hún einleik á píanó með
Cincinnati symfóníuhljómsvéit-
inni. Átta ára var henni boðinn
samning'ur við kvikmvndafélag, en
móðir hennar hafnaði því með
þeim forsendum, að hún viidi ekki
spilla æskuárum hennar með óeðli-
legu uppeldi og of miklu dálæti.
En upp frá þessu lagði litla
telpan kapp á leiklistarnám og
naut tilsagnar ágætra kennara. Níu
ára gömul söng hún vikulega í út-
varp. Þegar hún var ellefu ára
samdi hún langan dagskrárlið fyr-
ir útvarp og kom honum á fram-
færi. Og ekki nóg með það, heldur
stjórnaði hún og sá um fyrirkomu-
lag á útsendingunni, auk þess sem
hún söng sjálf og spilaði á píanó.
Hún var þrettán ára, þegar hún
söng fyrst með stórri jazzhljóm-
sveit. Ári síðar réði Ted Fio Rito
hana til þess að syngja einsöng með
hinni kunnu hljómsveit sinni. Áður
hafði Betty Grable einmitt verið
einsöngvari hjá honum! Með
hljómsveit hans íót hún til Holiy-
wood og kom fram í tveimur auka-
myndum hjá Universal — annarri
með hljómsveit Ted Fio Ritos og
hinni með hljómsveit Tommy
Dorseys.
Nú ákvað móðir hennar enn að
taka í taumana og láta June
mennta sig meira, áður en lengra
yrði farið á frægðarbrautinni. Fjöl-
skyldan settist að í Hollywood og
June fór í hinn nafnkunna leik-
listarskóla Beverly Hills, þar sem
fjöldinn aliur af kvikmyndaleikur-
um hefur lært. Þar stóð hún sig
framúrskarandi vel. Hún vann
fleiri en ein verðlaun fyrir hæfi-
leika sína og ástundun — var í
stuttu máli sagt kjörin bezt gefni
nemandi skólans. Hún lék aðalhlut-
verkið í skólaleikritinu ,.Ever
Since Eve“, auk þess sem hún
skrifaði sjálf leikrit, er var sæmt
verðlaunum.
Þess var nú ekki langt að bíða,
að kvikmyndafrömuðir tækju eft-
ir henni, enda réðist hún til 20th
Century-Fox 15. júní 1942, með
því skilyrði, að hún mætti ljúka
skólanámi sínu. En þótt undarlegt
HEIMILISRITIÐ
33