Heimilisritið - 01.06.1947, Blaðsíða 32
„Hvers vegna þessi stúlka vera
þig kyssa?“ spurði Rósa, þegar bíll-
inn ók burt. „Mér ek'ki líka það“.
Smith hló.
„Afbrýðisöm? Engan kjánaskap,
Rósa. Ég er nógu gamall, til að
geta verið faðir hennar. Og reynd-
ar“ — hann brosti dauflega —
„heldur hún að ég sé það“.
Rósa starði á hann rugluð.
„Hvaða grín þú gera? Og hvað
gera til hver hennar faðir vera?“
„Það skiptir miklu, Rósa. Hún
fer heim til að giftast góðum, ung-
um manni. Og stundum munu þau
jafnvel tala um mig og segja börn-
unum sínum frá mér. Ég er viss
um, áð þau verða hreykin af mér“.
Hann skríkti ineðan hann tróð í
pípuna sína. „Ef hún hefði komist
að því, hver faðir hennar er í raun
og veru! Það hefði orðið þungt áfall
fyrir hverja einustu stúlku“.
„Þú þekkja hennar föður?“
spurði Rósa.
„Já“. Hann benti með pípu-
munnstykkinu.
Augu Rósu þöndust og munnur-
inn opnaðist. þegar hún starði
þangað, sem hann hafði bent.
Gamli maðurinn lá ennþá endi-
langur framan við kofann, Mkam-
inn hálfber, höndin kreppt um
tóma vínflösku.
£ N D I R
Lifi Napóleon
Þegar Napóleon flýði frá Elbu, þar sem hann var í varðhaldi. og tókst
að ná völdum í Frakklandi í annað sinn. voru fyrirsagnir eins dagblaðsins
frá því er hann tók land og þar til hann nálgaðist París sem hér segir:
„Korsíkanski stórglæpamaðurinn lendir í Juanflóa". ■
„Manndráparinn á leið til Grasse".
„Valdaránsmaðurinn kemur til Grenoble“.
„Bonaparte í Lyons!“
„Napóleon heldur innreið snia í Fontainebleau".
„Hin keisaralega tign er væntanleg í dag til sinnar . fagnandi Parísar-
borgar‘“.
Allir vitlausir
— Enskur prófessor hefur sagt, að, eftir 200 ár munu allir menn á jörð-
unni vera orðnir vitlausir.
— Það hljóta að vera 200 ár síðan sá prófessor var á lífi.
Óvenjuleg stúlka.
Frúín: „Meðmæli yðar virðast vera sérlega góð, en hvers vegna fóruð þér
þaðan sem þér voruð síðast?"
Þjónustustúlkan: „Af því ég komst að því að frúin gekk í kjólunum mínum
þegar ég var úti“.
26
HEIMILISRITIÐ