Heimilisritið - 01.01.1954, Blaðsíða 9
sofna út frá þessum hugleiðing-
um.
— Hún er hjá mér. Eg finn
nálægð hennar gegnum svefninn.
Eg finn er hún kemur að rúm-
inu til mín. Eg legg höfuðið við
brjóst hennar, og finn djúpan
frið og hlýju. Hlýjan var ekki
af líkama hennar, því að hann
var kaldur, heldur var hlýjan í
sál minni, af því að hún var hjá
mér. Hún yfirgaf mig ekki, þótt
hún væri dáin, og þó mundi hún
aldrei framar brosa til mín eins
og hún var vön að gera. Ég legg
arminn utan um kaldan líkama
henUar og leita trausts hjá henni
í sorg minni, yfir missi hennar.
Svo hverfur sýnin og ekkert
verður eftir nema vetrarnóttin,
dimm, köld og hljóð.
Við Helgi smíðuðúm kistu úr
beztu eikinni, sem við fundum
á Bálkastöðum. Svo var Kol-
brún jarðsungin frá kirkjunni að
Söndum, nærri hálfum mánuði
eftir lát hennar.
Helgi og Dagný fluttu frá
Bálkastöðum um vorið. Dagný
sagði mér, að hún þyldi ekki að
horfa lengur á sjóinn, sem hafði
tekið Kolbrúnu frá okkur.
Eg fór frá Bálkastöðúm um
vorið, um leið og Helgi og Dag-
ný. Ég hef ekki komið þar síð-
an, hefur einhvern veginn ekkert
langað til þess, þótt ég hafi átt
------------------------------N
í matskála hersins
Eftrfarandi skrýtlu sendi pvt.
Sam Chester tímaritinu „Cornet“
og segir hann að hún sé sönn. —
En, nei, hún er ekki frá Kefla-
vík!
í matskála herstöðvar nokkurr-
ar var stórt spjald er á var letr-
að: „Maturinn mun vinna stríð-
ið“. Fyrir neðan var skrifað: „En
hvernig getum við fengið óvinina
til að borða hér?“
s----------------------------/
þess kost. Dagný og Helgi fluttu
til Reykjavíkur og hafa verið
búsett þar síðan.
Haustið eftir að ég var á
Bálkastöðum, fór ég í Mennta-
skólann í Reykjavík og var þar
um þriggja vetra skeið. Þá vet-
ur kom ég oft til Dagnýjar og
Heiga, og átti þar nokkurs kon-
ar annað heimili og athvarf. Þar
leið mér alltaf vel, og þau hjón-
in sýndu mér ætíð velvild.
Þá er ég kom til að' kveðja
þau, þegar ég ætlaði heim, síð-
asta vorið, sem ég var í Reykja-
vík, sagði Dagný við mig:
„Komdu alitaf til okkar þegar
þú kemur suður, mér finnst
stundum, að ég hafi Kolbrúnu
mína hjá mér, þegar þú ert
héma, — henni þótti líka svo
vænt um þig, elsku litlu stúlk-
imni minni“.
Þetta sagði Dagný. *
JANÚAB, 1954
7