Verktækni - 01.02.2008, Qupperneq 3
LEIÐARINN
Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein.
Blaðnefnd: Sveinbjörg Sveinsdóttir (SV), formaður, Árni Þór Árnason (TFÍ) og Ólafur Pétur Pálsson (VFÍ), auk ritstjóra.
Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda.
Prentvinnsla: Gutenberg · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 55 88 100 · utgafa@utgafa.is
Engjateigi 9 · 105 Reykjavík
Sími: 568 8510 · Símbréf: 568 9703 ·
Tölvupóstur: sigrun@vfi.is · sigrun@tfi.is
V E R K T Æ K N I
Kröfur um
menntun
Í þessu tölublaði Verktækni er grein
eftir Bergþór Þormóðsson, formann
TFÍ þar sem hann fjallar um mennt
unarkröfur félaga tæknifræðinga og
verkfræðinga. Tilefni greinarinnar er
að TFÍ og VFÍ hafa á síðustu mánuðum
borist umsóknir frá nýútskrifuðum
nemendum frá Danmörku, sem telja sig
uppfylla skilyrði til að kalla sig tækni
fræðing eða verkfræðing en svo reyn
ist ekki vera. Á prófskírteinum segir
að viðkomandi hafi lokið prófi sem
„diplomingeniør“ eða „civilingeniør“.
Við nánari eftirgrennslan hefur komið í
ljós að námið uppfyllir ekki þau skilyrði
sem gilda hér á landi varðandi notkun
á starfsheitunum sem eru lögvernduð.
Ástæðan er sú að námið inniheldur
ekki nægilegan fjölda eininga í und
irstöðugreinum tæknifræðinnar og
verkfræðinnar, þ.e. eðlisfræði, stærð
fræði og efnafræði.
Ef til vill þarf að koma því á framfæri
við námsráðgjafa, þá sérstaklega í fram
haldsskólum, hvaða reglur gilda um
starfsheitin og að það er nokkur munur
á því námi sem í boði er, þó titillinn á
prófskírteinunum sé sá sami.
Það sem snýr að ímynd, mennt
un og faglegri þekkingu hefur
veruleg áhrif á kjaralega hagsmuni.
Tæknifræðingafélag Íslands og
Verkfræðingafélag Íslands hafa alla tíð
lagt metnað sinn í að standa vörð um
gæði náms í tæknifræði og verkfræði,
enda er það talinn liður í að gæta hags
muna félagsmanna á sem breiðustum
grundvelli. Í ljósi þeirrar stöðu sem
komin er upp telja félögin nauðsynlegt
að ræða málin heilstætt og stefna að
því að boða til ráðstefnu um mennt
unarmál verkfræðinga og tæknifræð
inga næsta haust.
Nýir vefir VFÍ og TFÍ eru nú loksins
að komast á koppinn eftir umtalsverðar
tafir á uppsetningu. Félagsmönnum
verður sent bréf með leiðbeiningum og
lykilorði og ég vil hvetja þá að skoða
vefina og koma með ábendingar um
það sem betur má fara. Nýr vefur SV er
í farvatninu og verður tekinn í notkun
innan tíðar.
Sigrún S. Hafstein, ritstjóri.
Aðalfundur VFÍ
Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. mars nk. í
Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Með vísan til 25. greinar félagslaga VFÍ er hér með aug
lýst eftir tillögum félagsmanna, en þær þurfa að hafa borist stjórninni fyrir 15. febrúar
nk. Úr stjórn eiga að ganga Ólafur Pétur Pálsson, Eysteinn Einarsson og Gísli Pálsson.
Gísli hefur setið eitt kjörtímabil og eru því kjörgengur.
Aðalfundur KTFÍ
Aðalfundur Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 27.
mars nk. í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Fundurinn hefst kl. 17:00. Tillögur sem á að
taka fyrir á fundinum þarf að senda út með fundarboði með viku fyrirvara.
Aðalfundur TFÍ
Aðalfundur Tæknifræðingafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 31. mars nk. í
Verkfræðingahúsi að Engjateigi 9. Með vísan til 13. greinar félagslaga TFÍ er félags
mönnum bent á að tillögur sem þurfa samþykki aðalfundar, skulu hafa borist félaginu
fyrir 15. febrúar nk.
Aðalfundur SV
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl nk. í Verk
fræðingahúsi, Engjateigi 9. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Til lögur sem á að taka fyrir á fundinum þarf að senda út með fundarboði með viku fyrir
vara.
Snjóflóðavarnir, umhverfi og samfélag
International Symposium on Mitigative
Measures against Snow Avalanches.
Verkfræðingafélag Íslands og
Tæknifræðingafélag Íslands munu
standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um
snjóflóðavarnir, umhverfi og samfélag á
Egilsstöðum dagana 11. – 14. mars 2008.
Auk félaganna standa að ráðstefnunni:
Umhverfisráðuneytið, Veðurstofa Íslands,
Vegagerðin, Landsnet og Skipulagsstofnun.
Vefur ráðstefnunnar: http://www.orion.
is/snow2008/
BNAM 2008
Dagana 17. 19. ágúst 2008 verð
ur haldin í Reykjavík hljóðráðstefnan
BNAM 2008 (BalticNordic Acoustics
Meeting). Þar munu hljóðsérfræðingar frá
Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum
bera saman bækur sínar. Ráðstefnan er
haldin á vegum norrænu fagfélaganna
annað hvert ár. Eystrasaltslöndin hafa
átt aðild að henni síðastliðinn áratug.
Ráðstefnan, sem haldin verður næsta
haust, er skipulögð af félagi um hljóð
hönnun sem starfar sem faghópur innan
vébanda VFÍ og TFÍ. Í undirbúnings
nefndinni eru verkfræðingarnir Steindór
Guðmundsson, Bergþóra Kristinsdóttir og
Sigurður Karlsson. Þess má geta að fag
hópurinn var stofnaður í september 2006
og er opinn öllum sem hafa áhuga á hljóð
hönnun og hljóðvist. Hægt er að skrá sig á
póstlista faghópsins hjá skrifstofu VFÍ. Vefur
ráðstefnunnar http://www.bnam2008.com.
Tölvupóstföng
Félagsmenn eru hvattir til að senda upp
lýsingar um tölvupóstföng sín til skrifstofu
félaganna vfi@vfi.is, tfi@tfi.is og sv@sv.is.
Þeir sem það vilja eru settir á póstlista og
minntir sérstaklega á viðburði á vegum
félaganna.