Verktækni - 01.02.2008, Síða 9

Verktækni - 01.02.2008, Síða 9
VERKTÆKNI /  framtíðarsýn í örtæknimálum á Íslandi. Í desember sama ár var haldin ráðstefna þar sem fjallað var um örtækni í tengslum við styrktaráætlun ESB á þessu sviði. Vísinda­ og tækniráð auglýsti eftir tillög­ um um markáætlun fyrir árin 2005­2009. Örtæknivettvangurinn skilaði inn tillögu um markáætlun í örtækni og varð nið­ urstaðan sú að örtæknin varð fyrir valinu ásamt erfðafræði í þágu heilbrigðis. Í fram­ haldinu var Tækjasjóður sérstaklega hvattur til að styðja á eigin forsendum við upp­ byggingu aðstöðu og tækjabúnaðar á þeim rannsóknarsviðum sem áætlunin náði til. Rannsóknaverkefni Eftir tveggja ára uppbyggingarfasa verð­ ur markáætlunin í svokölluðum verk­ efnafasa á árunum 2008­2010. Á síðasta ári var úthlutað styrkjum til níu verkefna á örtæknisviði fyrir þetta tímabil, þar af voru sjö styrkir veittir rannsóknahópum sem tengjast örtæknikjarna HÍ en hin tvö snúast um nanóagnir til staðbundinnar lyfjagjafar. Verkefnin sjö snúa að seg­ ulvíxlverkun í þunnum húðum, örsmáum strúktúrum úr hálfleiðandi efni sem m.a. er notað í bláar ljósdíóður, rafeiginleikum ofurþunnra húða, þróun nýrrar örflögu­ tækni til smásjárskoðunar lífrænna sýna, örtækniprentun með rafeindum, upptöku vetnis í þunnum málmhúðum og svoköll­ uðum spunarafeindakerfum sem er ný tegund rafrása. Verkefnin eru fjölbreytt og unnin af vísindamönnum og nemendum á sviði eðlisfræði, efnafræði, líffræði og verkfræði en eiga það þó sameiginlegt að nýta aðstöðu örtæknikjarnans til fram­ leiðslu á örsmáum hlutum. Til viðbótar við þau rannsóknaverkefni sem markáætlunin styrkir eru í gangi verkefni sem styrkt eru af Rannsóknasjóði, Rannsóknasjóði HÍ og verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki. Hvatningarverðlaunin 2007 Þess má geta hér að Kristján Leósson hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda­ og tækniráðs 2007. Hann lauk B.Sc.­prófi í eðlisverk­ fræði og jafnframt B.A.­prófi í heimspeki sem aukagrein frá Queen’s University í Kanada árið 1994. Þá snéri hann heim og lauk M.Sc.­prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Fjallaði meistaraverk­ efni hans um „Hreyfanleika íbótarefna í hálfleiðurum“. Kristján lauk síðan dokt­ orsprófi í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) árið 2001. Doktorsverkefni Kristjáns fjallaði um ljós­ eiginleika nanó­agna (skammtapunkta) sem m.a. nýtast í samskiptatækni og líf­ tækni. Fyrir verkefnið fékk hann verðlaun frá, „Direktør Peter Gorm­Petersens Mindelegat“ sem veitt eru einum dokt­ orsnema á ári við DTU fyrir framúrskar­ andi árangur í verkefni, sem tengir saman grundvallarrannsóknir og tækniþróun. Að námi loknu tók hann þátt í að stofna sprotafyrirtækið Micro Managed Photons A/S og starfaði þar og síðar hjá Lumiscence A/S sem verkefnisstjóri við hönnun og framleiðslu á ljósrásum til ársins 2005 þegar hann flutti aftur heim til Íslands. Helstu rannsóknaverkefni Kristjáns í dag snúast um nýjar tegundir örrása sem geta samtímis leitt rafstraum og ljósmerki og um ljósrásir sem nýta má í líftækni, m.a. til rannsókna á lifandi frumum. Kristján hefur verið mjög afkastamikill vísindamaður og m.a. birt hátt í 40 greinar í ritrýndum tíma­ ritum og bókum og er einnig meðhöfundur á fimm einkaleyfaumsóknum. Nota þarf sérstakan hlífðarfatnað í hreinherberginu. Anna­Karin Eriksson, doktorsnemi í eðlisfræði, framleiðir þunnhúðir sem nýtast sem vetnisgeymsla. Ljósmynd: Árni Sigurður Ingason. Glerflaga sem á hafa verið prentaðar rafrásir og vökvarásir. Flögur af þessu tagi má t.d. nota til greiningar á mjög litlum vökvasýnum. Ljósmynd: Jón Skírnir Ágústsson.

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.