Verktækni - 01.02.2008, Qupperneq 9
VERKTÆKNI /
framtíðarsýn í örtæknimálum á Íslandi. Í
desember sama ár var haldin ráðstefna þar
sem fjallað var um örtækni í tengslum við
styrktaráætlun ESB á þessu sviði.
Vísinda og tækniráð auglýsti eftir tillög
um um markáætlun fyrir árin 20052009.
Örtæknivettvangurinn skilaði inn tillögu
um markáætlun í örtækni og varð nið
urstaðan sú að örtæknin varð fyrir valinu
ásamt erfðafræði í þágu heilbrigðis. Í fram
haldinu var Tækjasjóður sérstaklega hvattur
til að styðja á eigin forsendum við upp
byggingu aðstöðu og tækjabúnaðar á þeim
rannsóknarsviðum sem áætlunin náði til.
Rannsóknaverkefni
Eftir tveggja ára uppbyggingarfasa verð
ur markáætlunin í svokölluðum verk
efnafasa á árunum 20082010. Á síðasta
ári var úthlutað styrkjum til níu verkefna
á örtæknisviði fyrir þetta tímabil, þar af
voru sjö styrkir veittir rannsóknahópum
sem tengjast örtæknikjarna HÍ en hin tvö
snúast um nanóagnir til staðbundinnar
lyfjagjafar. Verkefnin sjö snúa að seg
ulvíxlverkun í þunnum húðum, örsmáum
strúktúrum úr hálfleiðandi efni sem m.a.
er notað í bláar ljósdíóður, rafeiginleikum
ofurþunnra húða, þróun nýrrar örflögu
tækni til smásjárskoðunar lífrænna sýna,
örtækniprentun með rafeindum, upptöku
vetnis í þunnum málmhúðum og svoköll
uðum spunarafeindakerfum sem er ný
tegund rafrása. Verkefnin eru fjölbreytt og
unnin af vísindamönnum og nemendum
á sviði eðlisfræði, efnafræði, líffræði og
verkfræði en eiga það þó sameiginlegt að
nýta aðstöðu örtæknikjarnans til fram
leiðslu á örsmáum hlutum. Til viðbótar við
þau rannsóknaverkefni sem markáætlunin
styrkir eru í gangi verkefni sem styrkt eru
af Rannsóknasjóði, Rannsóknasjóði HÍ og
verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki.
Hvatningarverðlaunin 2007
Þess má geta hér að Kristján Leósson hlaut
Hvatningarverðlaun Vísinda og tækniráðs
2007. Hann lauk B.Sc.prófi í eðlisverk
fræði og jafnframt B.A.prófi í heimspeki
sem aukagrein frá Queen’s University í
Kanada árið 1994. Þá snéri hann heim og
lauk M.Sc.prófi í eðlisfræði frá Háskóla
Íslands árið 1996. Fjallaði meistaraverk
efni hans um „Hreyfanleika íbótarefna í
hálfleiðurum“. Kristján lauk síðan dokt
orsprófi í rafmagnsverkfræði frá Danmarks
Tekniske Universitet (DTU) árið 2001.
Doktorsverkefni Kristjáns fjallaði um ljós
eiginleika nanóagna (skammtapunkta)
sem m.a. nýtast í samskiptatækni og líf
tækni. Fyrir verkefnið fékk hann verðlaun
frá, „Direktør Peter GormPetersens
Mindelegat“ sem veitt eru einum dokt
orsnema á ári við DTU fyrir framúrskar
andi árangur í verkefni, sem tengir saman
grundvallarrannsóknir og tækniþróun.
Að námi loknu tók hann þátt í að stofna
sprotafyrirtækið Micro Managed Photons
A/S og starfaði þar og síðar hjá Lumiscence
A/S sem verkefnisstjóri við hönnun og
framleiðslu á ljósrásum til ársins 2005
þegar hann flutti aftur heim til Íslands.
Helstu rannsóknaverkefni Kristjáns í dag
snúast um nýjar tegundir örrása sem geta
samtímis leitt rafstraum og ljósmerki og
um ljósrásir sem nýta má í líftækni, m.a. til
rannsókna á lifandi frumum. Kristján hefur
verið mjög afkastamikill vísindamaður og
m.a. birt hátt í 40 greinar í ritrýndum tíma
ritum og bókum og er einnig meðhöfundur
á fimm einkaleyfaumsóknum.
Nota þarf sérstakan hlífðarfatnað í hreinherberginu.
AnnaKarin Eriksson, doktorsnemi í eðlisfræði, framleiðir þunnhúðir sem nýtast sem vetnisgeymsla.
Ljósmynd: Árni Sigurður Ingason.
Glerflaga sem á hafa verið prentaðar rafrásir og
vökvarásir. Flögur af þessu tagi má t.d. nota til
greiningar á mjög litlum vökvasýnum. Ljósmynd:
Jón Skírnir Ágústsson.