Verktækni - 01.02.2008, Blaðsíða 10

Verktækni - 01.02.2008, Blaðsíða 10
10 / FRUMKVÖÐLAR Menntunarkröfur félaga tæknifræðinga og verkfræðinga Mikil gerjun er í menntun tæknimanna á háskólastigi bæði hér á landi og erlendis. Dæmi eru um nýjar og áhugaverðar tækni­ tengdar greinar við háskólana í nágranna­ löndum okkar sem ekki eru þekktar hér á landi. Margir Íslendingar sækja menntun sína til þessara landa og vonast til að námið verði viðurkennt af viðkomandi fag­ félagi þegar heim er komið. Starfsheitin tæknifræðingur og verkfræðingur eru lögvernduð starfsheiti samkvæmt lögum nr. 8 frá 11. mars 1996. Einstaklingar sem lokið hafa námi við viðurkennda háskóla sækja um til ráðuneytis umhverfismála um að fá að nota annað hvort starfsheitið. Ráðuneytið sendir umsóknirnar til félag­ anna og þar er fjallað um þær af annars vegar Menntunarefnd TFÍ og hins vegar Menntamálanefnd VFÍ. Á undanförnum misserum hafa fleiri umsóknir en áður borist frá einstaklingum sem í góðri trú sækja um starfsheiti en í ljós kemur að þeir uppfylla ekki skilyrði félaganna varðandi notkun á starfsheit­ unum. Menntanefndirnar miða úrskurði sína við þær reglur sem félögin hafa sett um fjölda eininga í undirstöðugreinum tæknifræðinnar eða verkfræðinnar. Þetta veldur umsækjendum nokk­ urri undran því á prófskírteinum eru þeir Einfalt og gott. NI CompactDAQ USB tölvutengd mælikerfi  Nýtt, nú yfir 30 mælieiningar  Nýr NI LabVIEW síritunar- hugbúnaður innifalinn  Háhraða USB tenging fyrir meir en 5 MS/s gagnastraum  Smágert, aðeins 25x9x9 cm að stærð  Tilvalið í kennslustofuna og í verklegar æfingar © 2007 National Instruments Corporation. All rights reserved. LabVIEW, National Instruments, NI, ni.com, and NI CompactDAQ are trademarks of National Instruments. Other product and company names listed are trademarks or trade names of their respective companies. 8584-999 >>Við höldum námskeið í mælitækni Fáið meiri upplýsingar hjá ni.com/compactdaq/new Verkfræðistofan Vista Höfðabakka 9c 110 R www.vista.is • vista@vista.is s. 587 88 89 Þjónustuaðili á Íslandi: 2007-8584-999-I.indd 1 3/22/2007 8:47:21 AM annað hvort sagðir hafa lokið prófi sem „diplomingeniør“ eða „civilingeniør“ (tæknifræðingur eða verkfræðingur). Skýringin á þessum mismun er væntanlega sú að í Danmörku eru þessi fagheiti ekki lögvernduð. Háskólarnir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um námseiningar til að geta útskrifað nemendur með starfstitilinn „diplomingeniør“ eða „civilingeniør“ og eru þær námseiningar aðrar en félögin á Íslandi styðjast við sem undirstöðugreinar. Nú er farin af stað umræða innan félaga tæknifræðinga og verkfræðinga þar sem leitast verður við að svara því fyrir hvað verkfræðingar og tæknifræðingar standa á vinnumarkaði. Hverjar eru væntingar vinnuveitenda gagnvart þeirri þekkingu og hæfni sem tæknifræðingar og verkfræðing­ ar hafa menntað sig til? Til hvers er ætlast af tæknifræðingum og verkfræðingum á vinnumarkaðinum? Áður en þessum spurningum verð­ ur svarað get ég ekki annað en hvatt ungmenni sem hyggjast hefja nám við tækniháskóla í Danmörku eða í öðrum löndum, að leita til félaganna og fá úr því skorið hvort námið sé viðurkennt af fag­ félögum tæknifræðinga og verkfræðinga. Bergþór Þormóðsson, formaður TFÍ. Vísinda- og starfsmenntunarsjóður hjá Ríki Umsóknir eru teknar fyrir á stjórnarfund­ um sem haldnir eru reglulega. Næsti fundur verður þriðjudaginn 11. mars n.k. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV (www.sv.is). Valin er stikan Vísindasjóður, vinstra megin. Undanfarin ár hefur álíka mikið verið greitt í sjóðinn og greitt hefur verið úr honum. Það er því rík ástæða að hvetja sjóðfélaga til að sækja um styrki. Hægt er að sækja um styrki sem nema allt að kr. 390.000. Meðal annars eru veittir styrkir til tölvukaupa. Skilyrt er að minnst fjögur ár líði á milli styrkveitinga til tölvukaupa sem eru að að hámarki kr.130.000. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum o.fl. Sjóðir SV Starfsmenntunarsjóður hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum Umsóknir eru afgreiddar á stjórnarfund­ um sem haldnir eru reglulega. Næsti fundur verður föstudaginn 7. mars nk. Upphæð hámarksstyrkja er kr. 390.000. Réttindi aukast um kr. 130.000 á ári ef ekki er greiddur styrkur en verða ekki meiri en kr. 780.000. Sjóðfélagar eru sérstaklega hvattir til að sækja um styrki til endurmenntunar enda er hún ein af mikilvægustu þáttunum í sókn til hærri launa. Vakin er athygli á því að þeir verkfræð­ ingar sem starfa hjá sveitarfélögum sem gefa Launanefnd sveitarfélaga umboð til samninga við SV eiga aðild að sjóðnum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/. Valin er stikan Starfsmenntunarsjóður vinstra megin. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum o.fl. Upphæð tölvustyrkja er að hámarki kr.130.000.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.