Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 2
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
BERIÐ SAMAN
VERÐ OG GÆÐI
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
VELDU
GRILL
SEM EN
DIST
OG ÞÚ
SPARA
R
49.900
Kraftmikið, meðfærilegt
og frábærlega hannað
gasgrill fyrir heimilið
eða í ferðalagið
Frábært á svalirnar
eða á veröndina
www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka dagaOpið kl. 11 - 16 laugardaga
Fjarskipti Hátt í 50 þúsund manns með já-appið í símanum sínum
Já rukkar milljónir
á mánuði fyrir smáforrit
Já-appið er eitt vinsælasta íslenska appið í snjallsíma. Með því getur fólk séð hver er að hringja í
það og flett upp í símaskrá. Ekkert kostar að hala appinu niður en þegar notendaskilmálarnir eru
lesnir kemur í ljós að mánaðargjald fyrir notkun þess er 169 krónur.
á stæðan fyrir því að við rukkum gjald fyrir appið er kostnaðurinn, að sjálfsögðu kostar að þróa svona snilldarlausnir,“ segir Sigríður Margrét
Oddsdóttir, forstjóri Já.
Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum að hala
niður smáforriti í snjallsíma, svokölluðu Já-appi, sér að
kostnaðarlausu. Í notendaskilmálum
appsins kemur hins vegar fram að
mánaðargjaldið sé 169 krónur.
„Gjaldfært er fyrir notkun nafna-
birtis í hverjum mánuði af hálfu
fjarskiptafélags notanda. Gjald er
innheimt við fyrstu uppflettingu í
hverjum mánuði,“ segir í notenda-
skilmálunum þegar forritinu er
halað niður og vísað í gjaldskrá á
vefsíðu fyrirtækisins. Þar segir:
„Þegar forritið er sótt og notað er
aðeins greitt samkvæmt gjaldskrá
símafyrirtækjanna, en enginn við-
bótarkostnaður leggst á frá hendi Já
til að notendur geti athugað virkni
forritsins. Fyrsti mánuður í notkun
er án endurgjalds. Ef þú velur að
hafa forritið virkt þá kostar þjón-
ustan 169 kr. á mánuði. Gjaldfært
er í hverjum mánuði sem þjónustan
er virk. Gjald er innheimt við fyrstu
uppflettingu í hverjum mánuði að
prufumánuði loknum.“
Talsverð umræða spannst í síðustu
viku um gjaldtöku Já eftir frétta-
flutning DV. Þar var greint frá því
að eitt símtal í 118 kosti minnst 160
krónur. Jafnframt kom þar í ljós að
arðgreiðslur til hluthafa Já síðustu
fjögur árin nema um 900 milljónum
króna.
Sigríður Margrét segir að Já-appið
sé eitt af vinsælustu íslensku snjall-
símaforritunum. „Þetta var eitt af
fyrstu öppunum sem íslenskt fyrir-
tæki gaf út. Við erum mjög stolt
af því að geta boðið upp á þessa
þjónustu. Það hafa hátt í 50 þúsund
manns sótt sér forritið í Android-
síma en því miður er það ekki í boði
fyrir þá sem eru með iPhone. Það er
eitt helsta umkvörtunarefnið sem við fáum,“ segir hún.
Sigríður tekur fram að fólk borgi bara mánaðargjald
fyrir appið ef það er í notkun. Það geti valið að slökkva á
þjónustunni kjósi það svo. Hún vill ekki gefa upp hversu
margir notendur greiða Já 169 krónur á mánuði að
jafnaði. Ekki er því hægt að finna nákvæmlega út hvað
fyrirtækið fær í kassann um hver mánaðarmót fyrir það.
Hins vegar er ljóst að sú upphæð hleypur á milljónum
króna.
Forstjórinn boðar hins vegar fleiri slík öpp í fram-
tíðinni: „Við viljum halda áfram á þessari braut og bjóða
upp á fjölmörg fleiri öpp. Þetta er þjónusta sem við vitum
að er eftirspurn eftir.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, segir eðlilegt að fyrirtækið
rukki 169 krónur á mánuði fyrir Já-appið enda hafa fyrirtækið lagt í
kostnað við gerð appsins. Tugþúsundir hafa náð sér í appið.
Við erum mjög stolt af því að
geta boðið upp á þessa þjónustu.
ungbörn erFitt að brúa bilið Frá lokum FæðingarorloFs þar til leikskólavist býðst
Daggæslu sárvantar í sumum hverfum borgarinnar
Það fer eftir hverfum hversu erfitt
er fyrir foreldra í Reykjavík að brúa
bilið á tímanum milli þess sem fæð-
ingarorlofi lýkur og þangað til að
vistun býðst hjá leikskólum Reykja-
víkur en samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Íslands eru 1.780 börn á 1.
aldursári í Reykjavík.
Ung móðir í Vesturbænum hóf leit
að dagforeldri í janúar 2013 en fékk
svör um að dagforeldrar væru að
fylla haustið 2014. Einnig virðist það
fara eftir hverfum hversu dýr gæslan
er. Dæmi er um að dagforeldri í Ár-
bænum kosti um 44 þúsund krónur
á meðan dæmi er um að dagforeldri
í Vesturbænum kosti í kringum 60
þúsund.
Katrín Ólafsdóttir býr í Vestur-
bænum en hefur verið að leita að
dagforeldri síðan í nóvember en
hefur ekki enn fundið neitt, þó að
hún hafi leitað í öðrum hverfum.
Þegar hún hóf leitina í janúar 2013
fyrir haustið sama ár, voru þeir dag-
foreldrar sem hún ræddi við komnir
langleiðina með að fylla haustið 2014.
Fékk hún þau svör hjá dagforeldrum
að gengi maður með fyrsta barn ætti
leitin að byrja um leið og maður væri
komin af stað, sama gilti um ung-
barnaleikskólana.
Dagforeldrar ákvarða sína gjald-
skrá sjálfir og engar samræmdar
reglur virðast vera um það í hvaða
röð börn fá vistun, hvort það fari eft-
ir fæðingardegi eða hjúskaparstöðu
foreldra.
Sigrún Edda Lövdal, formaður
Barnsins, félags dagforeldra í Reykja-
vík, segir vandamálið með þessi
hverfi ekki nýtt heldur hafi skortur-
inn verið til staðar í áratugi. Sigrún
segir að Reykjavíkurborg hafi reynt
að fá fleiri til að starfa við daggæslu
í þessum hverfum en að það hafi
gengið erfiðlega. Einnig segir Sig-
rún að mikil óvissa ríki á hverju vori
um hversu mörg börn komast inn hjá
leikskólum Reykjavíkur sem trufli
verulega þær áætlanir sem dagfor-
eldrar hafa gert áður en þeir fara í
sumarfrí, megi þá óvissu að miklu
leyti rekja til þess að Reykjavíkur-
borg vilji ekki með nokkru móti til-
einka sér þau vinnubrögð sem stjórn
Barnsins hefur ítrekað óskað eftir.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Katrín
Ólafsdóttir
hefur leitað
að dagfor-
eldri síðan í
nóvember,
án árangurs.
Ljósmynd/Hari
Tollverðir lögðu hald á
20 kíló af skartgripum
Tollverðir lögðu hald á nær tuttugu kíló af
skartgripum, sem erlendur karlmaður er
kom með Norrænu hingað fyrr í þessum
mánuði, hugðist koma inn í landið. Um var
að ræða hálsmen, hringa og armbönd.
Maðurinn var á ferð ásamt þremur öðrum
og hafði fólkið falið varninginn í bifreiðum
sínum sem það flutti með Norrænu hing-
að. Tollafgreiðsla ferjunnar stóð yfir þegar
fjórmenningarnir, tveir karlmenn og tvær
konur á aldrinum frá þrítugu til rúmlega
fertugs mættu til afgreiðslu í græna hliðið.
Við leit í bifreiðum þeirra fundust skart-
gripirnir, á sjöunda hundrað stykki. Um var
að ræða skart sem virtist úr gulli eða gull-
húðað, en reyndist vera úr messing. Leikur
grunur á að fólkið hafi ætlað að koma því
í verð hér. En þar sem skartgripunum var
ekki framvísað, eins og skylt er samkvæmt
gildandi lögum og reglum, og verðmæti
þeirra umfram tollfrjálsar heimildir var
hald lagt á varningurinn. -eh
Stevía framleidd í
Hafnarfirði
Ísland mun verða framleiðslu- og dreif-
ingarmiðstöð fyrir stevíusætu til ESB-ríkja
og Bandaríkjanna nái áætlanir Via Health
í Hafnarfirði fram að ganga. Stevíuver
Via Health var opnað í Gjótuhrauni í
Hafnarfirði á fimmtudag en þar var vatns-
veita bæjarins áður til húsa.
Stevíusæta er 100 til 300 sinnum sætari
en sykur, en er kaloríulaus með öllu,
hefur ekki áhrif á blóðsykur og veldur
ekki tannskemmdum. Vaxandi spurn er
eftir Stevíu, bæði til almennrar neyslu og
í matvælaframleiðslu svo sem í drykki og
mjólkurvörur.
Þegar er hafin dreifing á innfluttum
stevíuvörum frá Kína en framleiðsla hefst í
Hafnarfirði í næsta mánuði. -hdm
Borgarstjóri hlaut
og veitti verðlaun
Jón Gnarr hlaut í gær, borgarstjóri Reykjavíkur,
alþjóðleg hvatningarverðlaun Friðarhlaupsins
samkvæmt því er kemur fram á vef Reykja-
víkurborgar. Á opnunarathöfn hlaupsins veitti
Salil Wilson, skipuleggjandi Friðarhlaupsins,
Jóni verðlaunin fyrir einlægan áhuga hans og
þrotlausa vinnu í þágu friðar. Desmond Tutu,
Vigdís Finnbogadóttir og Carl Lewis eru meðal
þeirra sem áður hafa hlotið verðlaunin. „Við
getum ekki breytt fortíðinni, en við getum haft
mjög mikil áhrif á framtíðina og það er einmitt
það sem þið eruð að gera núna,“ sagði Jón við
hlauparana. Sama dag veitti borgarstjórinn
Ólafi Ólafssyni, Reykvíkingi ársins 2013, viðurkenningu. Ólafur er einn af stofnfélögum
Aspar sem er íþróttafélag fatlaðs og þroskahamlaðs fólks og hefur sinnt formennsku
í félaginu óslitið í þrjátíu og eitt ár. Þeir Jón og Ólafur opnuðu Elliðaárnar saman í
gærmorgun í sumarblíðu og tók það Ólaf aðeins tvær mínútur að veiða vænan lax í
Fossinum og var það hans fyrsti lax. - dhe
2 fréttir Helgin 21.-23. júní 2013