Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 9

Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 9
Í öllum fyrirtækjum þar sem ég þekki til er mikið lagt upp úr því að ráða konur en þær eru bara svo fáar í þessu fagi,“ segir Torfi Markússon, ráðgjafi hjá ráðgjafa- og ráðningafyrirtækinu Intellecta. Torfi hefur um tuttugu ára reynslu að baki við ráðningar til fyrirtækja á sviði upplýsingatækni. Áður er Torfi hóf störf hjá Intellecta fyrir þremur árum var hann starfsmannastjóri TM Softw- are og dótturfyrirtækja í áratug og starfaði þar áður lengi sem ráðningastjóri hjá Ráð- garði. „Ef maður veit um konu með menntun í tölvunarfræði eða aðra háskólamenntun á sviði upplýsingatækni þá bjóðast henni nær undantekningarlaust áhugaverð störf. Það er mjög sérstakt hvað það eru fáar konur sem fara í háskólanám á sviði upplýsingatækni,“ segir hann. Yfir helmingur háskólanema í dag eru konur en í upplýsingatækni eru þær að- eins milli tíu og fimmtán prósent. „Mér finnst það merkilegt því á þessu sviði eru mörg atvinnutækifæri. Upplýsingatæknin er einnig fag sem alltaf er hægt að byggja ofan á og þannig nýtast sem grunnur fyrir önnur störf. Störf í upplýsingatækni eru yfirleitt verðmæt og bjóða upp á mikla möguleika,“ segir hann. Þriggja barna móðir Arnheiður Guðmundsdóttir er framkvæmda- stjóri UTmessunnar sem haldin er reglulega til að auka áhuga almennings á upplýsinga- tækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs en einnig til að sjá marktæka fjölgun nem- enda sem velja tæknigrein- ar í háskólum landsins. „Í gegn um árin hef ég aldrei fundið fyrir því að það sé öðruvísi að vera kona í þessum geira. Konur vinna sömu verkefni og karlar og fá sömu laun. Stundum hafa þær aðra sýn á verk- efnin en það er þannig á öllum sviðum,“ segir hún. Arnheiður er menntaður kerfisfræðingur frá Dan- mörku, með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hún vann á Landspítal- anum og Skýrr við hugbúnaðargerð í tæpan áratug og tók þá við sem yfirmaður hugbúað- arþróunar. Síðustu fjögur árin hefur hún verið framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélagsins. „Ég held að það sé ekkert í tölvugeiranum sem ætti að hamla því að konur séu þar til jafns við karla. Ég er sjálf búin að eignast og ala upp þrjú börn á meðan ég hef starfað á þessum vettvangi. Störfin bjóða upp á mikinn sveigjanleika og hægt að vinna heiman frá sér, allavega að hluta. Sérstaklega á það við um forritara sem fá þá skömmtuð verkefni. Auðvitað koma samt álagstímar eins og í öðrum störfum,“ segir Arnheiður. Hún nefnir sem dæmi að í fjölskyldu hennar sé hjúkr- unarfræðingur, í þeirri miklu kvennastétt, og sú kona eigi mun erfiðara með að bregðast við þegar barnið hennar veikist, til að mynda. Hluti af UTmessunni er að kynna tölvu- geirann fyrir ungu fólki. Arnheiður telur að sumar konur séu hreinlega hræddar við tölvur og því hræði nafn fagsins þær frá. „Mín tilfinning er að ef þetta héti upplýsingafræði eða hugbúnaðarfræði þá myndu konur frekar sækja um. Ég lærði sjálf kerfisfræði en ekki tölvufræði. Það var eitthvað við orðalagið sem mér fannst henta mér betur en í grunninn er þetta sams konar nám,“ segir hún. Óska sérstaklega eftir konum Torfi telur að ímynd fagsins eigi mögulega þátt í að fæla konur frá. „Sumar stelpur halda að tölvunarfræðingar séu bara einhverjir nördar. Ég hef talað við nokkrar stelpur í faginu og það var ein skýringin sem þeim datt í hug. Samkvæmt ímyndinni eru þetta eintómir sérvitringar sem skortir félagsfærni. Það er auðvitað alls ekki rétt,“ segir hann. Torfi leggur til að upplýsingafyrirtæki sem og tölvudeildir stærri fyrirtækja taki að sér starfskynningar fyrir ungt fólk, jafnvel í 10. bekk, þar sem það getur heimsótt vinnustaði og séð að þar er flott fólk að vinna. „Ég veit ekki um neitt fyrirtæki sem ekki vill auka hlut kvenna á þessu sviði. Þegar leitað er að nýju fólki er oft tekið fram að þeir vilji gjarnan fá konu en það þýðir ekkert að binda sig við það vegna þess hversu fáar konur eru í faginu. Flest fyrirtæki gera kröfu um há- skólamenntun þegar verið er að ráða sérfræðinga og þau eru því að keppa um nýútskrifaða tölvunarfræð- inga og aðra sem útskrif- ast með háskólamenntun á þessu sviði. Það er synd að fleiri stelpur skuli ekki velja sér nám á þessu sviði því möguleikarnir eru margir,“ segir Torfi. Arnheiður bendir á að þó það sé hlutfallslega skortur á konum í tölvugeiranum þá vanti einnig karlmenn. Samkvæmt tölum frá Evrópusam- bandinu stefnir í að árið 2015 muni skorta yfir 700 þúsund manns í tæknigeirann í Evrópu, miðað við að háskólar haldi áfram að útskrifa eins og þeir hafa verið að gera. „Tölvuheimur- inn er svo alþjóðlegur að tölvunarfræði opnar í raun atvinnumarkaði um allan heim. Fólk með þessa menntun er vel undirbúið fyrir al- þjóðastarf. Þá er líka mikilvægt að nefna að út af þessum skorti í heiminum er ljóst að þetta er öruggt starfsumhverfi og gott framtíðar- starf með góða tekjumöguleika,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Það er synd að fleiri stelpur skuli ekki velja sér nám á þessu sviði því möguleikarnir eru margir. Arnheiður Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri Skýrslu- tæknifélagsins og UTmessunnar. Torfi Markús- son, ráðgjafi hjá ráð- gjafa- og ráðningafyrir- tækinu Intellecta. 60 45 30 15 0 Háskólinn í Reykjavík BS í tölvunarfræði 2003 Karlar Konur 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 20122011 60 45 30 15 0 Háskóli Íslands BS í tölvunarfræði 2003 Karlar Konur 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 20122011 Segðu sögu með Galaxy S4 eða iPhone 5 Veldu Snjallpakka sem passar þér! Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagna­ magn og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi. Engin upphafsgjöld eru af inniföldum mínútum. Sumarglaðningur 3 GB og 3000 SMS á mán. fylgja öllum snjallpökkum til 31. ágúst. Vertu í sterkara sambandi á stærsta farsímaneti landsins Tímalaus klassík fer aldrei úr tísku Ég var að landa samningi við verslunareiganda, ótrúlegan spaða. Eftir fundinn gerði hann mér tilboð í gamla farsímahlunkinn minn sem var svo retró að menn höfðu ekki séð svoleiðis í langan tíma, enginn litaskjár, bara pláss fyrir tíu SMS og eini leikurinn var Snake. Kaupmannahöfn 2011, Steinunn Vala segir sögu af flottum síma 500 mín. | 500 SMS | 500 MB 4.990 kr./mán. 500 Bættu við Snjallpakka Samsung Galaxy S4 7.290kr. Á mánuði í 18 mánuði* 119.900 kr. stgr. iPhone 5 7.290kr. Á mánuði í 18 mánuði* 119.900 kr. stgr. * G re ið sl ug ja ld 3 40 k r. b æ tis t v ið m án að ar gj al d. E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 7 3 6 300 mín. | 300 SMS | 300 MB 3.490 kr./mán. 300 Bættu við Snjallpakka Nánar á siminn.is Sjáðu Steinunni Völu segja frá fréttir 9 Helgin 21.-23. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.