Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 62
 Verslun 12 konur reka sVeitamarkaðinn ljómalind í Borgarnesi Sextán ára sáði fyrir þúsund blómum „Viðtökurnar hafa verið æðislegar. Við opnuðum 17. maí og hér er traffík alla daga,“ segja þær Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Stella Dögg Blön­ dal í versluninni Ljómalind í Borgarnesi. Ljómalind er sveitamarkaður sem rekinn er af tólf konum af Vesturlandi. Markaðurinn er í sama húsi og Frumherji, við hringtorgið í Borgarnesi þar sem keyrt er norður á land eða áfram vestur. „Við seljum hér sjálfar allt okkar og svo erum við með alls konar handverk, grænmeti, mjólkur­ vörur, sultur, nautakjöt, jarðarber og sumarblóm. Þetta eru vörur beint frá býli á Vesturlandi svo það fer eftir bóndanum hvað hann hefur upp á að bjóða þann daginn,“ segja Anna Dröfn og Stella Dögg. Andrúmsloftið í Ljómalind er notalegt, heitt er á könnunni, og starfsfólkið tekur vel á móti manni. Þær stöllur segja að Ljómalind verði starf­ rækt fram í september, hið minnsta. Vonir standa þó til að hægt verði að halda rekstrinum áfram í haust. „Samtök sveitarfélaga veittu okkur styrk og það hefur gagnast okkur mjög vel,“ segir Stella. Stella Dögg er sextán ára en hefur þegar vakið athygli fyrir blómarækt sína. Hún var gestur í þættinum Hið blómlega bú á dögunum. Sá þáttur var tekinn upp í fyrrasumar en í ár hefur Stella aukið blómarækt sína verulega. „Ég sáði fyrir þúsund blómum, með tveggja vikna millibili,“ segir athafnakonan unga. Stella Dögg Blöndal, sextán ára, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir standa vaktina ásamt tíu öðrum konum í Ljómalind í Borgarnesi. Ljósmynd/Hari Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Veitingar múlaBerg Bistro & Bar Rikka opnar veitinga- stað á Akureyri Friðrika Geirsdóttir hefur staðið í ströngu síðasta hálfa árið við að koma á fót nýjum veitingastað á Hótel KEA á Akureyri sem opnaður verður í dag. Eftir að hafa verið með annan fótinn á Akureyri segist hún neyðast til að viðurkenna að það sé satt sem haldið hefur verið fram: að það sé alltaf gott veður á Akureyri. s jónvarpsstjarnan geð­þekka, Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði en hún hefur ásamt félögum sínum, barþjóninum Ólafi Erni Ólafs­ syni og arkítektinum Hallgrími Friðgeirssyni umbylt veitinga­ staðnum á Hótel KEA á Akur­ eyri sem opnaður verður í dag, föstudag. Veitingastaðurinn hefur fengið heitið Múlaberg Bistro & Bar. Leiðir Rikku og Ólafs lágu fyrst saman í sjónvarpsþátt­ unum vinsælu MasterChef sem voru á dagskrá Stöðvar 2 síðasta vetur. „Þetta er búið að vera ótrú­ lega skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Rikka. „Ég var upphaflega fengin til að hanna matinn á staðnum en datt svo inn í hönnunarhlutann líka, sem er ekki síður skemmtilegt,“ segir hún. Hönnun er klassísk en nútíma­ leg, líkt og matseðillinn, að sögn Rikku. „Við höfum gjörbreytt fyrstu hæðinni og útisvæðinu og útkoman er fáguð og vönduð. Matseðillinn er samansettur úr öllu því besta héðan og þaðan,“ segir hún. „Við erum með klass­ íska rétti á borð við Coq au vin og nútímalega útgáfu af gamla góða rækjukokkteilnum, bláskel og nautalundir, svo fátt eitt sé nefnt. Við leggjum áherslu á að vinna allt hráefni hér í eldhúsinu, við gröfum lax í laxa tartar og reykjum sjálf,“ segir hún. Ólafur hefur hannað fjölda nýrra kokk­ teila enda annálaður meistari drykkjarveiganna. Rikka hefur verið með annan fótinn á Akureyri undanfarna mánuði og ber Norðlendingum vel söguna. „Það er búið að vera dásamlegt hér á Akureyri. Ég hélt að það væri lygi sem Norð­ lendingar halda fram, að það sé alltaf gott veður á Akureyri, en ég get ekki betur séð að það sé satt – eins ótrúlega leiðinlegt og það er að viðurkenna það,“ segir Rikka og hlær. Hún hefur fullan hug á að vinna fleiri verkefni með félögum sínum þótt ekki sé neitt í hendi í þeim efnum enn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson þjónn við nýjan veitingastað á Hótel KEA Akureyri sem þau hafa hannað ásamt arkítektinum Hallgrími Friðgeirssyni. Önnur prentun af bók Bjargar Fyrsta bók fjölmiðlakonunnar Bjargar Magnúsdóttur, Ekki þessi týpa, hefur vakið talsverða athygli síðan hún kom út í síðasta mánuði. Bókin hefur fengið fína dóma og aðdáendur skvísubókmennta fagna henni greinilega því salan hefur verið umfram væntingar hjá útgefand- anum, Forlaginu. Ákveðið hefur verið að prenta annað upplag og er það væntan- legt í búðir innan skamms. Sópranó syrgður Sú sorgarfregn barst um heiminn síðla miðvikudagskvölds að bandaríski leikarinn James Gandolfini, best þekktur og dáðastur fyrir túlkun sína á mafíósanum Tony Soprano, hefði látist af völdum hjartaáfalls langt fyrir aldur fram, á 52 aldursári. Hollywood syrgir þennan þéttholda öðling sem sérhæfði sig í að leika rudda og það gera aðdáendur hans um víða veröld einnig. Á Facebook brugðust íslenskir aðdáendur Gandolfinis hratt við fréttunum en meðal þeirra sem minntust hans á þeim vettvangi voru Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, sem hefur séð allar Sópranós-seríurnar mörgum sinnum, Björn Ingi Hrafnsson og Kolbeinn Marteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur. Reyfarahöfundurinn Ævar Örn Jósepsson sagði The Sopranos vera magnaða þætti, aðallega vegna þess að þeir væru frábærlega skrifaður og enn betur leiknir og þar hefði Gandolfini farið fremstur meðal jafningja. Hildur Helga Sigurðardóttir syrgði síðan Gandolfini á sinn hátt. „Ekki Tony Soprano! Hvað verður nú um Carmelu og börnin?“ Faktorý lokað í ágúst Tónleikastaðnum Faktorý við Smiðjustíg verður lokað 11. ágúst næstkomandi. Hótel mun rísa þar sem staðurinn er nú. Staðurinn hefur verið rekinn í þrjú ár við nokkrar vinsældir. Yfir eitt þúsund tón- listartengdir viðburðir hafa verið á Faktorý þessi þrjú ár. Glæsileg tónleikadagskrá hefur verið boðuð á Faktorý fram að lokun. Þar á meðal eru tónleikar með John Grant og hljómsveit hans fimmtudagskvöldið 25. júlí. Miðaverð er 3.000 krónur og forsala er hafin á Miði.is. VERSLUNIN HÆTTIR AF ÖLLUM VÖRUM Laugavegi 49 S. 552 2020 62 dægurmál Helgin 21.-23. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.