Fréttatíminn - 21.06.2013, Síða 14
Fitul’til og
pr—teinr’k . . .
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
E
inkar fá – ef nokkur – dæmi
eru um að ríkisstjórn hafi farið
jafnilla af stað og núverandi
ríkisstjórn Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks sem hefur
á örfáum dögum tekist að fá tugþúsundir
manna upp á móti sér með fyrirhugaðri
lækkun veiðigjalds. Undirskriftasöfnun
gegn lækkun veiðileyfagjalds náði fádæma
undirtektum. Á tveimur sólarhringum
söfnuðust 27 þúsund undirskriftir sem er
þrefalt fleiri en á fyrstu tveimur sólarhring-
um Icesave undirskriftasöfnunarinnar. Útlit
er fyrir að undirskriftirnar fari vel yfir 30
þúsunda markið – sem forseti setti með því
að synja fjölmiðlalögunum svokölluðu stað-
festingar árið 2004 þegar hann sagði að gjá
hefði myndast milli þings og þjóðar. Með
sama hætti má segja að sú gjá hafi opnast að
nýju – og þá má spyrja hvort forsetanum sé
stætt á öðru en synja lögunum staðfestingar
og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Áskorun undirskriftasöfnunarinnar er
hins vegar beint til Alþingis – og forsetans
til vara. Skorað er á Alþingi að falla frá hug-
myndum um lækkun veiðigjaldsins. Sjávar-
útvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson,
hefur brugðist ókvæða við og sagt óbeint að
þá verði engin veiðigjöld. Ekki sé hægt að
leggja á veiðigjöld samkvæmt núgild-
andi lögum – og því sé nauðsynlegt að
breyta þeim. Um er að ræða tæknilega
útfærslu laganna og Árni Páll Árna-
son, formaður Samfylkingarinnar,
hefur tekið undir að nauðsynlegt sé
að breyta. Hins vegar kallar breyting
á tæknilegri útfærslu laganna ekki á
að veiðigjöldin séu lækkuð samhliða,
líkt og ríkisstjórnin hefur boðað og er
þar með að drepa málinu á dreif.
Vel er hægt að breyta lögunum þannig
að framkvæmanlegt verði að leggja á hið
sérstaka veiðigjald sem um er að ræða – án
þess að lækka það frá því sem núgildandi
lög segja fyrir um. Það er ekki spurning. Á
málatilbúnað sjávarútvegsráðherra má því
líta sem tilraun til að slá ryki í augu fólks,
dulbúna hótun um að annað hvort fái ríkis-
stjórnin að ráða – eða hið sérstaka veiði-
gjald verði fellt niður algerlega. Slík hótun
er ekki líkleg til að falla í góðan jarðveg en
fjöldi fólks hefur með viðtökum við undir-
skriftasöfnuninni sýnt skýran vilja til þess
að veiðigjöldin verði með þeim hætti sem
fráfarandi ríkisstjórn – og Alþingi – sam-
þykkti.
Á annað þúsund mótmæltu á fyrstu
dögunum
Fleiri mál hafa vakið óánægju almenn-
ings nú á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar
en veiðigjaldið. Þau eru misveigamikil –
en mörg sérstaklega klaufaleg og benda
til þess að hin nýja ríkisstjórn muni falla í
sömu gryfju og fráfarandi ríkisstjórn, sem
átti í einstaklega vondu sambandi við þjóð-
ina og tókst mjög illa að skynja þjóðarand-
ann í mörgum þeirra stóru mála sem hún
setti fram.
Einungis fimm dögum eftir að ný ríkis-
stjórn tók til starfa safnaðist á annað þúsund
manns fyrir utan stjórnarráðið með græna
fána og afhenti aðstoðarmanni forsætis-
ráðherra umsagnir um rammaáætlun sem
ríkisstjórnin hafði
tilkynnt að ætlun-
in væri að breyta. Ummæli forsætisráðherra
í kjölfar aðgerðar umhverfisverndarsinna
vöktu reiði og var hann sagður gera lítið úr
lýðræðinu þegar hann sagði að athugasemd-
irnar fjögur hundruð væru í raun ein og
sama athugasemdin því þær væru allar eins
orðaðar.
Sú ákvörðun menntamálaráðherra, að
stjórn RÚV skuli skipuð pólitískt þvert á
breytingu síðustu ríkisstjórnar, vakti and-
stöðu og þótti til marks um áherslur nú-
verandi stjórnarflokka og minningar um hið
gamla helmingaskiptafyrirkomulag sömu
flokka á árum áður. Einnig skipaði sami ráð-
herra einungis samflokksmenn sína í stjórn
LÍN – og stjórnarformanninn hinn nafn-
togaða Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóra
Fjármálaeftirlitsins, sem hefur verið legið
á hálsi fyrir að bregðast allverulega á ögur-
stundum í aðdraganda hrunsins.
Fjármálaráðherra vakti reiði og undrun
með ummælum sínum um ný
lög um ókeypis tannlækn-
ingar barna þegar hann sagði að ástæða
væri til að endurskoða. Á sama tíma var til-
kynnt um fyrirhugaða lækkun veiðigjalds
– sem varð til þess að óhjákvæmilega voru
þessi tvö mál sett í samhengi: lækkun gjalda
á útgerðina en hækkun gjalda barnafólks.
Nánast í sömu andrá og ríkisstjórnin
stóð í ströngu að verja ákvörðun sína um
fyrirhugaða lækkun veiðigjalds kom fram
B.A. ritgerð nýútskrifaðs stjórnmálafræði-
nema, Harðar Unnsteinssonar, sem sýndi
fram á með tölum frá Ríkisendurskoðun að
stjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur hefðu á árunum 2008-
2011 fengið rúmlega tífalt hærri fjárframlög
frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en
allir aðrir flokkar til samans.
Kvennastéttir fengu kveðju
Bjarni Benediktsson beit síðan höfuðið af
skömminni á sjálfan kvenréttindadaginn,
19. júní þegar hann sagði í umræðum á Al-
þingi að ekki væri rými til aukinna fjárveit-
inga vegna jafnlaunaáætlunar fyrri stjórn-
valda sem samþykktu undir lok síðasta
kjörtímabils. Jafnlaunaáætlunin er tæki sem
ætlað er að hækka laun kvennastétta á borð
við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða en
hjúkrunarfræðingar nutu mikils stuðnings
almennings í launadeilu sinni síðasta
vetur.
Þá hefur Framsóknarflokkurinn
verið gagnrýndur fyrir að hafa gengið
á bak orða sinna í kosningabaráttunni
þar sem flokkurinn lofaði að ráðist
yrði í skuldaniðurfellingu strax. Í stað
þess að boða umsvifalausar aðgerðir
var málið sett í nefndir sem eiga að
skoða málið og sumar hverjar að skila
niðurstöðu í nóvember.
Lágt hlutfall kvenna í ríkisstjórn og
nefndum þingsins vakti einnig gagnrýni.
Konur reyndust í minnihluta í öllum nefnd-
um nema tveimur og er hlutfall kynjanna
mjög misjafnt eftir málaflokkum nefnda.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komst
ekki vel frá umræðum málið þegar hann
sagði að það væri „auðvitað miklu skemmti-
legra“ að hafa jafnari kynjaskiptingu.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Engin óskabyrjun
Fáum ríkisstjórnum hefur tekið á jafnstuttum tíma og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að fá fólk upp á móti sér.
Fádæma undirtektir við undirskriftasöfnun gegn boðaðri lækkun veiðigjalds eru skýr sönnun þess að annað
hvort er ríkisstjórninni slétt sama um almenningsálitið eða hún hlustar ekki.
Stefnuyfirlýsing nýrrar
ríkisstjórnar kynnt
Ný ríkisstjórn tekur við
Mótmæli umhverfisvern-
arsinna við stjórnarráðið
Alþingi sett
Forsætisráðherra kynnir skipan
nefnda um skuldaniðurfellingu í
stefnuræðu sinni á Alþingi
Menntamálaráðherra tilkynnir um
breytingu á skipan í stjórn RÚV
Fjármálaráðherra segist
þurfa að endurskoða lög um
tannlækningar barna
Menntamálaráðherra skipar Jónas Fr.
og aðra samflokksmenn í stjórn LÍN
Frétt um styrki
sjávarútvegsfyrirtækja
til stjórnarflokkanna
Undirskriftasöfnun gegn lækkun
veiðigjalds hrint af stað
Fjármálaráðherra segir
ekki rými til að hækka
laun hjúkrunarfræðinga
22 . mAí 23 . m Aí 28 . m Aí 6 . júní 10. júní 1 2 . júní 1 3 . júní 1 4. júní 16 . júní 17. júní 19. júní
28. maí
10. júní
12. júní
13. júní
14. júní
17. júní
19. júní
22. maí-21. júní
14 fréttaskýring Helgin 21.-23. júní 2013