Fréttatíminn - 21.06.2013, Page 53
Ókei, ég viðurkenni það. Ég byrj-
aði ekki að horfa á Besta svarið,
nýjan spurningaþátt Sveppa, með
opnum hug. Ég er nefnilega orðinn
svo þreyttur á því að einhverjir
jeppar þarna uppi á Stöð 2 segi á
fundi, þegar nýtt dagskrárefni er
framleitt; Eigum við ekki bara að
láta Sveppa og strákana sprella
eitthvað? Þeir eru hvort eð er á
launum. Ég var því svartsýnn á
þetta frá byrjun. En ég er alltaf
til í að láta koma mér á óvart. Það
er þó skemmst frá því að segja
að það kom mér ekki margt á
óvart í þessum fyrsta þætti. Nema
kannski að þetta var ögn verra en
ég átti von á. Ég þraukaði samt
út rúmlega hálfan þáttinn. Ég var
alltaf að vona að þetta myndi batna
eitthvað örlítið.
Allt fólkið sem kom fram í
þættinum er án efa skemmtilegt,
þegar maður kynnist því. Sveppi
er örugglega skemmtilegur, Selma
Björns og vinkonur hennar eru
pottþétt skemmtilegar og ég er
viss um að í gleði og góðra vina
hópi er allt sem fram kom í þætt-
inum hin besta skemmtun. En þar
á þessi þáttur líka heima – í eld-
húspartíi heima hjá Selmu Björns.
Þessi þáttur meikar því miður
bara engan sens. Sorrí, en ég get
bara ekki orðið spenntur yfir því
hvaða skordýr Selma myndi helst
vilja vera nú eða með hverjum
hana langar í rómantíska ferð til
tunglsins og ég veit ekki hvað og
hvað. Ég var því þeirri stund fegn-
astur þegar nýja serían af Arrested
Development byrjaði á plúsnum og
ég slapp úr klóm Sveppans.
P.s. Sá svo í auglýsingunni fyrir
næsta þátt af Sveppaleikunum
að Gísli Örn Garðarsson leikari
er í næsta þætti. Þess má geta að
Gísli er eiginmaður Nínu Daggar,
sem var ein af vinkonum Selmu í
síðasta þætti. Ekki að þetta sé ekki
allt gott fólk og skemmtilegt en
spurning um að leita fanga aðeins
út fyrir þægindarammann. Auk
þess sem ég held að allt þetta fólk
hafi verið í Spurningabombunni
hans Loga síðastliðin ár, aftur og
aftur.
Haraldur Jónasson
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Barnatími
11:10 Xiaolin Showdown
12:00 Nágrannar
13:25 Besta svarið (2/8)
13:50 Grillað með Jóa Fel (4/6)
14:20 Two and a Half Men (21/23)
14:45 The Kennedys (5/8)
15:30 Mr Selfridge (5/10)
16:20 Suits (11/16)
17:10 Hið blómlega bú
17:35 60 mínútur
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
19:00 Frasier (3/24)
19:25 Pönk í Reykjavík (1/4) Skemmtilegir
og fróðlegir þættir um Jón Gnarr sem
eru gerðir í aðdraganda borgarstjórnar-
kosninganna og Jóni og félögum hans í
Besta flokknum er fylgt eftir í skraut-
legri kosningabaráttu.
19:50 Harry's Law (5/22)
20:35 Rizzoli & Isles
21:20 The Killing (3/12)
22:05 Mad Men (11/13)
22:55 60 mínútur
23:40 The Daily Show: Global Editon
00:10 Suits (11/16)
00:55 Boss (1/10)
01:50 Kingdom of Plants
02:35 Breaking Bad
03:20 Gentlemen Prefer Blondes
04:50 Harry's Law (5/22)
05:35 Pönk í Reykjavík (1/4)
06:00 Fréttir
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
11:45 Stjarnan - FH
14:00 Borgunarmörkin 2013
15:05 Kraftasport 2013
16:00 Sumarmótin 2013
16:45 Þór - Stjarnan
19:00 Miami - San Antonio
20:50 Enski deildabikarinn
23:10 Þór - Stjarnan
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
16:45 Stoke - Chelsea
18:25 Chelsea - Wigan - 09.05.10
18:55 Manstu
19:40 Premier League World 2012/13
20:10 Chelsea - Barcelona - 08.03.05
20:40 Season Highlights 1997/1998
21:35 Willum Þór Þórsson
22:05 Eiður Smári Guðjohnsen
22:45 Chelsea - Arsenal
SkjárGolf
06:00 ESPN America
06:10 Travelers Championship 2013
10:40 Golfing World
11:30 Travelers Championship 2013
16:00 The Open Championship Official Film
1990
17:00 Travelers Championship 2013
22:00 US Open 2013 (4:4)
01:00 ESPN America
23. júní
sjónvarp 53Helgin 21.-23. júní 2013
Í sjónvarpinu Besta svarið
Dreptu mig ekki, sveppur