Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Síða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 127 Síðustu ár æfi sinnar dvaldi Wallace í Ame- n'ku. Hann andaðist 1905. Guy Maupasantjhöfundur sögunnar »Grikk- ur« j þriðja árgangi Nýrra Kvöldvaka, heitir fullu nafni Henry René Albert Guy Maupasant og var franskur rithöfundur. Hann er fæddur 1850, en dáinn 1903. Hann var nemandi Flau- berts. Fyrsta bók hans voru Ijóð, er komu út 1880 og hin snildarfagra smásaga hans »La’ boule de suif« (Hróp samviskunnar). Rá þegar sýnir hann, að hann er hinn óviðjafnanlegi meistari í formsnild og leikni í að semja og byggja smásögur. Stíll hans er skýr, dettur í drop- um, en er aldrei freyðandi, en aftur á móti oft beryrtur og grófkendur. Æfintýralegum hugmálum bregður sjaldan fyrir hjá Maupasant. Hann dregur fram veru- leikann í skýrum og Ijósum dráttum og lítur á mannkynið með hæðniskendri meðaumkvun. Að áliti hans er nautnaþráin hjarta manneðlisins. Ein besta saga hans er »BeI Ami« (Fagri vinur). Hið hitaþrungna og nautnasjúka eðli Maupasant eyddi smásaman andlegum og hk- amlegum þrótti hans. Má segja að hann brynni í ástríðulogum sínum. Hann fjekk snert af geðveiki 1892, gerði sjálfsmorðstilraun og and- aðist skömmu síðar. Gabriel Ferry telst til hinna bestu rómana- skálda Frakka á 19. öld og var borinn í Greno- ble 1809. Hann var þegar f æsku hinn besti drengur, og naut hinnar bestu uppfræðingar, en ekkert las hann með slíku kappi og ferða- sögur um Ameríku. Honum var ætlað að verða kaupmaður, og rjeðst því í kaupferðir, og fór til Mexiko tæplega tvítugur að aldri. Fór hann víða um Mexiko og Bandaríkin, og tók vel eftir öllu, og kynti sjer þjóðlífið sem best. Stundum hvarf hann með öllu árum saman, hefir hann þá haldið til með skógaförum og öðrum lýð þar í öræfunum, og stundum meðal Indiana. Eftir fullra 10 ára vist hvarf hann heim aftur, fór hann þá að rita sögur og gaf þær út fyrst í einu hinu helsta tímariti Frakka: Revue des deux Monaes; var Gullfararnir ein hin fyrst« þeirra, og varð hann þegar frægur fyrir hana, og nafn hans á hvers manns vör- um. Margar sögur reit hann fleiri, en engin þeirra þykir jafnast við Gullfarana, enda munu Þar finnast ýmisleg þau æfintýri, er á daga hans hefir drifið þar vestra. Saga þessi er til í ótal útgáfum og með- ferðum í öllum löndum hins mentaða heims. Hún ér prentuð í öllum hinum stóru úrvals- ritsöfnum sem, til eru, og það í fjölda útgáfna. Hefir hún komið í Nýjum Kvöldvök- um IV. árgangi. Gabriel Ferry undi ekki heima til lengdar. Hann hvarf vestur aftur eftir febrúarbyltinguna, en naut sín ekki lengi. Hann ætlaði á gufuskipi því, er »Amazone« hjet, frá Valparaiso til San Fransisko; voru 270 farþegar á skipinu. En á leiðinni kom upp eldur í skipinu, og bátar þeir, sem með því voru, tóku ekki nema 100 manns. Kapteininum fjellust hendum, og gekst þá Ferry fyrir því, að konur og börn voru látin fara í bátana með því er til þurftí, og mönn- um til að stjórna þeim. Fórst Ferry þar og allir hinir. Þetta gerðist 5. jan. 1852, og var hann þá rúmra 43 ára. Atexander Lange Kieiland, norska skáld- ið, er fæddur í Stavanger 1849. Dó í Bergen 1906. Hann var af gamalli og auðugir kaup- mannaætt. Lagði hann stund á lögfræði í byrj- un. Eftir að hann útskrifaðist fjekst hann við kaupsýslu, en á þeim tímum var hann byrjað- ur að undirbúa sigurför sína yfir ritvöllin. Rrjátfu ára gamall skrifaði hann fyrstu bók sína, er samstundis gerði hann þjóðfrægann. Fjörutíu ára gamall lagði hann ritföngin frá sjer og svaraði með eftirfarandi orðum manni nokkrum, er bað hann að rita eilthvað í jóla- blað: »Jeg er hættur að skrifa.« Hið fyrsta, er birtist eftir hann, voru smá- »flugur« í norska »Dagbladet«. Svo ferðaðist hanntil Parísarog komst í kynni við Björnstjerne Björnson. Fyrsta bók Kiellands 1879 hjet »Novelletter« (Nýsögur). Bók sú var harla ólík anda gömlu skáldanna, engar andlegar og lfk- amlegar hamfarir komu þar í Ijós, heldur var alt í bókinni blátt áfram, samtöl og viðburðir með aðlaðandi, fáguðum stíl. En Kielland breytti brátt um stefnu, og í verki sínu »Arbejdsfolk« (Vinnulýður) rjeðist hann með naprasta háði á embættismaunastjett- ina. Eða t. d. jólasagan »Elsa«, sem er lýs- ing á sárustu örbirgð og glæpum. Ein merk- asta bók hans er »Garman &Worse.« Er það fyrsta sagan af löngum sagnabálk. Hefir hún komið í ágætri þýðingu í Nýjum Kvöldvökum XIV. árg. Einnig hafa Nýjar Kvöldvökur flutt söguna »Prestsetrið« eftir hann í III. árgangi. Fjölmargt hefir birst á íslensku eftir hann, þar á meðal »Jakob«, »Snjór« og »Eitur«. Síðustu bækur Kiellands voru »Mennesker og Dyr« (Menn og dýr) og »Jakob«. Sama ár

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.