Fréttatíminn - 02.08.2013, Qupperneq 42
Kammerkór Reykjavíkur heldur
tónleika í Laugarneskirkju á
miðvikudagskvöld klukkan 20
undir yfirskriftinni Trúarleg
verk frá ýmsum löndum. Á
efnisskránni eru trúarleg verk
eftir meðal annarra Franz
Liszt, Anton Bruckner, Igor
Strawinsky, Zoltán Kodaály,
Jónas Tómasson, Jón Leifs,
Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjörnsson, Pál Ísólfs
son og stjórnandann Sigurð
Bragason.
Kórinn mun síðan flytja sama
efni á tónleikum sínum á
tónlistarhátíðinni Amici della
Musica í Foligano í Umbria-
héraði á Ítalíu þann 14. ágúst.
Kórnum var boðið sérstaklega
að syngja á hátíðinni en stjórn
andinn Sigurður Bragason
segir fáheyrt að íslenskur
kór sé nánast pantaður með
þessum hætti á erlenda hátíð
og heldur að vonum kampakát
ur til Ítalíu með sínu fólki.
Amici della Musica hátíðin
stendur frá byrjun janúar til
loka nóvember á hverju ári
og Sigurður segir að þar verði
glæsileg atriði á borð við
óperuna Madama Butterfly auk
heimsþekkts listafólks eins og
Dame Evelyn Glennye sem mun
meðal annars flytja verk eftir
Áskel Másson.
Tónleikar Kammerkórs
Reykjavíkur verða í Laugar
neskirkju klukkan 20 að kvöldi
miðvikudagsins 7. ágúst og
aðgangur er ókeypis.
É g hlakka rosalega mikið til Edrú-hátíðarinnar. Áður hef ég farið þangað til að
skemmta en aldrei verið alla há-
tíðina. Núna gefst mér tími til að
vera alla helgina og hlakka brjál-
æðislega mikið til,“ segir gleði-
gjafinn Edda Björgvinsdóttir sem
mun halda fyrirlestur um það hvað
húmor og gleði eru mikil dauðans
alvara á Edrú-hátíðinni í ár. Hátíðin
fer fram um helgina að Laugalandi
í Holtum.
Eftir að hafa í mörg ár unnið með
húmor sem tæki til að skemmta
fólki ákvað Edda að gera meistara-
verkefni sitt í menningarstjórnun
um húmor stjórnenda fyrirtækja.
„Síðan þá hef ég haldið hundruð
fyrirlestra og námskeiða víða. Ég
kalla þetta leynistarfið mitt því
námskeiðin eru aldrei auglýst.“
Edda segir húmor mjög gagnlegan
í öllum samskiptum, hvort sem er á
vinnustað eða innan heimilisins og
að rannsóknir hafi sýnt að þar sem
lögð er rækt við húmor í samskipt-
um innan fyrirtækja vegni þeim
betur. „Starfsánægja er aðalatriðið
þegar kemur að velgengni. Sömu
sögu er að segja með samskipti for-
eldra og barna. Ef maður hættir að
pirra sig yfir því að sturtubotninn
sé alltaf skítugur eða skórnir alltaf
í gangveginum og fer að taka því
með húmorinn að leiðarljósi þá
léttir það lífið til muna,“ segir Edda
sem telur þó mikilvægt að húmor í
samskiptum sé notaður meðvitað
og af vandvirkni.
„Ég bíð eftir því núna að allir
stjórnmálaflokkarnir panti nám-
skeið hjá mér svona sem viðvar-
andi, gegnumgangandi hluta af
sinni dagskrá. Ef það eru einhverjir
sem þurfa á því að halda er það
einmitt fólk í stjórnmálum. Það
hafa reyndar einstaka litlir hópar
innan stjórnmálaflokkanna setið
námskeið hjá mér en ég er verulega
undrandi á því að það skuli ekki
vera mitt aðalstarf að veita gleði og
húmor inn í stjórnmálaumræðuna,“
segir Edda glaðlega.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Bjarni Bernharður er með
afkastamestu ljóðskáldum
samtímans og hann hefur
nú gefið út þrjár
nýjar bækur
undir merkjum
Ego-útgáfu sinnar.
„Jájá, hún er orðin
umsvifamikil, Ego-
útgáfan,“ segir
Bjarni og hlær.
Tvær bókanna, Tímarákir
og Tímaþræðir, sem hann
gefur út að þessu sinni
innihalda úrval ljóða úr
fyrri verkum Bjarna, auk
nokkurra áður óbirtra ljóða.
Bækurnar eru gefnar út í
150 tölusettum eintökum
og eru hvor um sig 66
blaðsíður. Þá eru þær mynd
skreyttar með olíu- og
akrýlmálverkum Bjarna sem
hefur málað í um fjörutíu ár
samhliða
ljóðagerð
inni. Bjarni
segir að nú
sé hann að
láta reyna
á hvort
myndverk
sín og ljóð eigi samleið.
Þriðja bókin sem Bjarni
gefur út að þessu sinni er
Það skrjáfar í nýjum degi
en í henni eru nýjustu
ljóðin hans. Eins og svo
oft áður tekst Bjarni þar
á við tíðarandann, listina,
fegurðina og það sem
einkennir og hefur áhrif á
hið mannlega eðli.
Bækurnar fást í
bókaverslunum en einnig er
hægt að kaupa þær
og fá áritaðar af
höfundi þegar hann
stendur vaktina
á horni Póst
hússtrætis og
Austurstrætis.
Veðrið hefur ekki
verið Bjarna mjög hliðhollt í
sumar enda gengur honum
best þegar það hangir þurrt
en ekki með of mikilli sól.
„Það er ekkert hægt að
selja í þessu veðri,“ sagði
Bjarni í sólarblíðunni í
síðustu viku. „Fólk kaupir
ekkert nema latté, bjór og ís
í svona veðri.“
Bjarni Bernharður Þrjár nýjar Bækur
Litir og ljóð renna saman
edrú-hátíðin edda Björgvinsdóttir miðlar af Þekkingu sinni
Húmor og gleði
eru dauðans alvara
Í mörg ár hefur Edda Björg
vinsdóttir unnið með húmor
sem tæki til að skemmta
fólki og í meistaranámi í
menningarstjórnun ákvað
hún að rannsaka hvernig
húmor getur nýst stjórn-
endum til að létta andann
á vinnustöðum. Á Edrú-há
tíðinni ætlar Edda að miðla
þekkingu sinni og halda
fyrirlestur um það hvernig
nota má húmor í daglegum
samskiptum, uppeldi og við
erfiðar aðstæður.
Edda Björgvinsdóttir heldur fyrirlestur á Edrú-hátíðinni um mikilvægi húmors og gleði í samskiptum en hún hefur unnið
með húmor í mörg ár til að skemmta fólki og skrifað meistararitgerð um notkun hans innan fyrirtækja. Ljósmynd/Teitur.
Á Edrú-hátíðinni verður fyrirlestur Eddu meðal fjölmargra dagskrárliða fyrir alla
aldurshópa.
Sigurð Bragason hitar upp fyrir Ítalíuferð með sínu fólki sem
syngur trúarleg verk frá ýmsum löndum í Langholtskirkju.
Meira frá Blædel
og Nesbø
Hjá Undirheimum eru komnir út á kilju tveir
reyfarar vinsælla norrænna glæpasagnahöfunda.
Annars vegar fyrsta Leðurblakan, fyrsta bók hins
vinsæla norska Jo Nesbø um rannsóknarlögreglu
manninn úrræðagóða en alkóhólíseraða, Harry
Hole. Leðurblakan er sjöunda bókin um Harry Hole
sem kemur út á íslensku og nú komast lesendur
loksins með honum á byrjunarreit og fá að kynnast
betur þeim brestum sem hann hefur tekist á við í
þeim bókum sem á undan eru komnar.
Danski rithöfundurinn Sara Blædel nýtur vaxandi
vinsæla og Dauðaengillinn er fimmta bók hennar
sem kemur út á íslensku. Sem fyrr er það Louise
Rick sem rannsakar flókin mál en að þessu sinni
tengjast morð ættmóður auðfjölskyldu og dularfull
hvörf tveggja kenna.
Dauðaengillinn er fimmta
glæpasaga Söru Blædel sem
kemur út á íslensku.
Trúarleg verk úr ýmsum áttum
Hugsaðu vel um fæturna
Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað
BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, lokað á laugardögum í sumar.
Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
Gerð Arisona
Stærðir: 35 - 48
Verð: 12.885.-
einungis unnið
úr safa ungra
grænna
kókoshneta
himneskt.is
42 menning Helgin 2.-4. ágúst 2013