Læknablaðið - 01.06.1916, Page 3
2. árgangur.
Júní 1916. 6. blað.
Ambustio faucium. Tracheotomia.
In cultro salus!
Fyrir rúmum hálfum mán. síSan var seint um kveld komiö meö stúlkubarn
á spítalann árs gamalt. Þaö haföi sopið á sjóöandi heitri mjólk og
hrent sig í munni og koki. Fljótlega á eftir fór aö bera á miklum and-
þrengslum og sogi, og þess vegna haföi aöstoöarlæknirinn, sem vitjað
haföi veriö, skipaö móðurinni aö fara strax til sjúkrahússins meö barniö,
svo að gerður yrði á því harkaskuröur ef á þyrfti að halda.
Þegar jeg sá barniö, var þaö ákaflega fölleitt og um leið bláleitt í
framan. Þaö var afarmáttfarið, enda hafði það selt upp hvað eftir annaÖ.
Puls. 160. Resp. 36 meö miklu sogi og stundum óregluleg og hávær.
Andardráttarvöðvar spentir og inndráttur í jugulum. Varirnar, einkum
sú neðri, voru með gulleitum brunasárum en munnurinn hvítur af skóf.
Kokið treystist eg ekki að rannsaka frekar.
Eg þorði ekki aö láta barkaskurð dragast, ef vera kynni að barnið yröi
enn þá aumara og þolminna, og lét þvi sjóöa verkfæri.
Barniö var stööugt mjög óvært, kjökrandi og bylti sér i faðmi móöur
innar. Mér fanst myndi verða erfitt, að gera skurðinn á því vakandi og
reyndi því að deyfa það með klóroformi.
Eftir að svæfingin var hafin og barniö haföi tekiö nokkur andartök af
klóroforminu, hætti það snögglega að anda. Það helblánaöi í andliti og
þrútnaði, kastaöist siðan um i krampateygjum nokkur auknablik; varð
svo grafkyrt og sýndist mér og stúlkunum þremur, sem aðstoðuðu mig,
að það væri steindautt, því ictus cordis, sem sást greinilega er andar-
drátturinn hætti, varö nú ómerkjanlegur. Eg reyndi snöggvast resp. artific.,
en árangurslaust, taldi barniö dautt og hafði orð á, að bezt væri að segja
strax móðurinni, sem beið úti á ganginum, að stúlkan litla heföi dáið, í
höndunum á okkur af svæfingunni. En í sama bili greip eg hnifinn, og án
þess að gefa mér tíma til að þvo mér og joðhreinsa húðina, gerði eg
tracheotomia inferior i mesta skyndi og fremur experimenti
causa en í von um árangur.
Það blæddi ekkert, eöa ek'ki teljandi, og eg kom fljótt inn Trousseaus
dilatator. Síðan saug eg með silkikateter slím og Idóð úr barkanum. 1
sama bili kiptist barnið við og tók að anda hægt. Það opnaði augun og
leit á mig (eg gleymi þeirri sjón aldrei, það var eins og „sálin vaknaöi"
eða „kæmi frá annari stjörnu“ og eg gladdist).