Læknablaðið - 01.06.1916, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
93
Landsspítalinn.
(Niöurlag.)
Hvort sem það er allskostar hyggilegt eða ekki að ganga fram hjá
Landakotsspitalanum, þá má ganga að því vísu að sú stefna verði ofan á.
Hún þykir jjjóðlegri, er mörgum metnaðarmál og samskot þegar hafin í
því skyni. Flestir læknar í Reykjavík munu og hallast á þá sveifina, En
hvor á að eiga spítalann og reka hann, Reykjavík eða landið?
Mér blandast ekki hugur um, að í raun og veru er það sjálfsagt að bærinn
og landið vinni saman í þessu máli. Spitalinn verður að mestu leyti bæjar-
spitali, einkurn er lengra líður og algerlega ósanngjarnt að önnur héruð,
sem byggja sér sjúkrahús og læknabústaði með ærnum kostnaði, gefi síðan
ríkasta héraðinu spítala og standi straum af honum. Óvist er það eigi að
síður, að nokkrir samningar geti tekist við bæinn, ekki ólíklegt að hann
reyni til að koma öllum vanda af sér á landið. Og þá er ekki um annað
að velja en spítala, sem landið byggi og reki að svo miklu leyti, sem
samskotaféð hrekkur ekki til. Eitt ætti þó landið að miklu leyti að geta
losnað við: sérstaka deild fyrir næma sjúkdóma (taugaveiki, diptheritis
o. fl.), því hana myndu Reykvikingar einir nota, og mætti ekki minna vera
en að þeir stæðu straum af henni með með nokkrum styrk úr landssjóði,
gegn því að deildina mætti nota til kenslu. Þetta væri bænum útlátalaust.
Á landsspítalanum yrðu þá að minsta kosti þrjár deildir: handlækninga,
lyflækninga og yfirsetudeild. Sennilega myndu og sérstakar stofur fyrir
börn. Ef það ráð yrði tekið upp að veita öllum sjúkl. með samræðissjúkd.
ókeypis læknishjálp, myndu þeir hafðir út af fyrir sig. Annars skiftir það
minstu hversu þessu yrði komið fyrir á svo litlum spítala. Aðalatriðið er
þetta: fyrst um sinn er engin ástæða ti.1 að gera spítal-
ann stærri en svarar 50—60 sjúkrarúmum, en jafnframt
sjálfsagt að haga svo byggingunni og öllu fyrirkomulagi, að auka
m e g i v i ð h a n a án verulegra breytinga. Ef ekki er tekið tillit til
deildar fyrir næma sjúkdóma, er sjálfsagt að byggja alt undir einu þaki
með gangskipulagi (Korridor-skipulagi). Er það bæöi ódýrast og hentugast
fyrir sjúkrahús, sem ekki fara fram úr 100—150 sjúkl.
En hve mikið myndi slíkur spítali kosta? Þetta fer auðvitað eftir því,
hve mikið er í hann borið, jafnauðvelt að eyða 15,000 kr. i hvert rúm
og ca. 3000 kr. Þýzka innanríkisstjórnin telur i bréfi 20. nóv. 1913 að
3—4000 mk. sé kappnóg fyrir hvert sjúkrarúm, þó hús og allur útbúnaður
sé í góðu lagi. Er þá lóðin talin með i verðinu, að mig minnir. Ruppel telur
2500—3000 mk. nægilegt fyrir meðalstóra spítala með gangskipulagi.
(Weyls Handb. d. Hyg. V, 206). Á Vífilstöðum varð kostnaðurinn um
4000 kr. fyrir hvert rúm. Að vísu varð kostnaðurinn þar meiri vegna erf-
iðra aðflutninga, en sennilega verður landsspitalinn ekki ódýrari, þó ekki
sé tekið tillit til veröhækkunarinnar sem nú er í svipinn. Hann ætti þá
eftir þessu að kosta 175—300,000 krónur (50—60 sjúkl.), jafnvel viðbúið
að kostnaðurinn fari fram úr þessum upphæöum, því óhjákvæmilega hlyt-
ist nokkur aukakostnaður af því að kensla færi þar fram. Aftur sparast