Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1916, Síða 3

Læknablaðið - 01.07.1916, Síða 3
luiiiliiii 2. árgangur. Júlí 1916. 7. blað. Varnir gegn taugaveiki. Taugaveiki er hér aö visu eigi mjög algeng, jafnvel fátiö í flestum héruöum, en á hverju ári leggjast þó 2—300 menn og ætíö deyja nokkrir, þó væg hafi veikin oftast verið síöustu áratugina. Svo hörmulegar eru heilbrigöisskýrslur okkar, aö ekki verður einu sinni séö, hve margir hafa sýkst á ári. í þeim má fá þessar upplýsingar: 1896 veiktust 195 dóu 12 1897 — 109—13 1898 — 135 — ? 1899 — 238 — 16 1900 ? (veikin víða) ? 1901—4 Engar skýrslur! 1905 veiktust 220 dóu 18 1906 veiktust 266 dóu n 1907 — 241 — ? 1908 — 334 — ? 1909 — 256 — ? 1910 — 238 — ? 1911-15 Skýrslur óútkomnar! Þessar lítilfjörlegu upplýsingar nægja þó til þess aö sýna að 200 menn aö minsta kosti leggjast árlega í taugaveiki og af þeim deyja um 14. Er hér gert ráö fyrir hinu minsta. Auðsjáanlega er þaö tilfinnanlegt tjón, sem landið biöur af veikinni og mikill hagnaöur í aöra hönd, ef auðið væri aö stemma stigu fyrir henni aö meira eða minna leyti. Úti um sveitir hefir taugaveikin vist oftast hagaö sér þannig, að komi hún upp á bæ, legst mikill hluti heimilisfólksins. í þröngu baöstofunum með ófullkominni sjúkrahjúkrun, hlýtur svo oftast að fara, aö hver sýkist af öörum, og þarf ekki drykkjarvatninu að vera um aö kenna. Sóttkveikjan er lífseig og þolir jafnvel þurkun, svo aö talið er að í ryki geti hún hald- ist lifandi meira en 2 mánuöi (Abel: Handb. d. prakt. Hyg.) ; getur þá jafnvel sýking af ryki, sem andað er aö sér, komiö til tals. Þá er og ætíö viðbúið, aö einhverjir (1—4 pct. af sjúkl.) losni ekki viö sóttkveikjuna árum saman (Bacillentráger) og er þá viðbúið, að veikin taki sig upp hvað eftir annað á heimilinu, er nýir menn flytjast þangaö. Stundum berst veikin bæ af bæ með samgöngum, og verður hún þá aö farsótt, sem „gengur“ yfir smærri eöa stærri bygðarhluta. Fyr gekk taugaveikin þannig um land alt, og var fleiri ár á ferðinni. Nú hafa þó sóttvarnir og þekking manna á sjúkd. tekið þeim framförum, aö slíkt hefir ekki viljaö til ný- lega. Þó er alt háttalag taugaveikinnar hér á landi enn þá mjög á huldu, því bæöi kunna læknar lítt til þess aö rannsaka veikina til hlýtar (sótt- kveikjurnar og um hverja tegund veikinnar er aö ræöa), og svo eru skýrslur þeirra flestra miklu ónákvæmari en vera þyrfti. I þorpunum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.