Læknablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 6
io8
LÆKNABLAÐIÐ
mínútur, veríSur stundum fölur, stundum bláleitur (cyanosis), selur jafn-
vel upp og líöur illa. Upp úr köldunni brýzt út hiti (38—41 st.), sem
helzt í hér um bil 12 tíma og hverfur smámsaman (lytiskt) samfara svita.
Bezt er aö bólusetja um kl. 4 e. h. Sefur þá sjúkl. mikinn hluta þess
tíma, sem hann er sjúkur, og er orðinn friskur á hádegi daginn eftir. Ef
spýtt er undir húöina fær bólusetningin miklu minna á sjúkl., oft mjög
lítiö, en aftur hleypur talsveröur þroti í tengivefina, sem spýtt var inn
í, og kirtlarnir bólgna.
Þrátt fyrir alla þá annmarka, sem taldir hafa veriö, er bólusetningin
nálega hættulaus fyrir heilbrigða menn. Aftur er varasamt eöa jafnvel
óráðlegt að nota hana við menn, sem hafa æðakölkun, hjarta- eöa nýrna-
sjúkdóma, berklaveiki (lungu) eða eru yfirleitt óhraustir. Þýöingarlítið
er að bólusetja eldri menn en 35 ára, því bólusetningin hrífur miklu
síður á þá.
En hvað er svo unnið við alt þetta umstang? Þaö, að sjúkl. verður
langoftast ónæmur fyrir taugaveiki, aö minsta kosti um eitt ár, en annars
er það ekki þekt með fullri vissu, hve lengi ónæmið helzt að jafnaði.
Ef þessu má treysta, er það augljóst, aö algerlega má stööva tauga-
v e i k i á h v a ð a h e i m i 1' i s e m e r, og mér virðist ekki ósennilegt,
að með samvizkusamlegri bólusetningu mætti þá smámsaman ú t r ý m a
v e i k i n n i, því smámsaman týna þó sóttkveikjuberar tölunni.
En hve áreiðanleg er þá þessi bólusetning? Fr. ! Schönfelder telst
l í Norsk Mag. f. Lægevidensk., Nr. 1 1916:
Bólusettir. Óbólusettir.
Af Indlandshernum enska sýktust 5,3 30,0
Af Marokkohernum 7>7 64,6
Af Tripolisher ítala L9 6,6
Walker Hall telur:
Bólusettir. Óbólusettir.
í Bandaríkjahernum dóu 0,001 pct. 8,5 pct.
í franska hernum 0,5 p.ct. 2,2 pct.
I þýzka hernum 5,o pct. 9,8 pct.
Hvervetna sést að bólusetningin er öflugt varnarmeðal, þó ekki sé hún
óbrigðul.
Enn glæsilegri er skýrsla Louis & Combé. í Marokkohernum franska
sýktust af óbólusettum hermönnum 11 pct. og dóu 0,8 pct., en e n g i n n
bólusettur. í Avignon sýktust 155 menn af 687 óbólusettum hermönnum og
dóu 21. E n g i n n bólusettur sýktist.
Svo mikið álit hefir bólusetningin fengið á siðustu árunum, að nú ef
hún lögskipuð í franska, japanska og Bandaríkjahernum. Kitchener lét út-
býta blaði í enska hernum í Frakkl., þar sem svo var aö orði komist: „For
your own sake, for your countrys sake and for the sake of the army“ — þá
látið bólusetja ykkur! Gagnsemi bólusetningarinnar sýnist þvi vera engum
efa undirorpin.
Eg hefi séð, að bóluefnið er selt sem hvert annað lyf, t. d. auglýsir
Parke Dawis & Co. í London aö 2 skamtar kosti 5/c sh., en verðið er lægra
ef meira er tekið. Hve lengi bóluefnið helzt óskemt, er mér ókunnugt