Læknablaðið - 01.07.1916, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ
iii
veikjast (stad. prodromor.) er stundum nokkuS lengri en alment gerist,
5—6 daga, og seinni hluta hans eru sjúklingarnir margir hverjir mikið
sjúkir, með háan, oft sterkt remitterandi hita.
Nokkrir af þeim, sem nú hafa sýkst, segja frá því, að síðast þegar
mislingar gengu hér, hafi þeir stundað mislingasjúklinga, án þess að sýkj-
ast, eða komið til mislingasjúklinga og reynt að smitast, en ekki tekist.
Þetta bendir máske til þess, að sóttnæmið sé kraftmeira nú.
Fylgikvillar (komplícatíónir) eru mjög algengir. Á sóttvarnarhúsinu bar
mest á otit. med. supp. acut., en nú yfirgnæfir gjörsamlega bron'chit. capill.
og bronchopneum. Jeg gizka á, að )4 allra sjúklinga fái þessa fylgikvilla,
en auðvitað á misjöfnu stigi, og víst er um það, að þessir sjúkdómar verða
aðaldauðameinin. Gastro-entritis acut. er mjög algeng, — ber eitthvað á
niðurgangi hjá langflestum börnunum, en batnar oftast fljótt, er misling-
unum léttir. Einstöku hafa fengið dysenteri kenda þarmabólgu. Psykose
með fullkomnu óráði og hallucinat. hefi eg séð á tveimur fullorðnum,
eftir að sótthitinn var farinn að lækka. Meningitis hefir einnig komð fyrir.
Hversu margir hafa dáið úr mislingum hér í bæ, enn sem komið er, er
mér ekki vel ljóst, en um 15—20 manns er víst lágt áætlað. Einkum deyja
börn, 1—2 ára.
Mislingarnir hér í bæ ættu nú að fara að réna. Þeir hafa farið fremur
hægt yfir og allur fjöldinn er víst búinn að fá þá nú.
Þar sem veikin er svo mögnuð, virðist sjálfsagt að einstakar sveitir
reyni að verjast henni með samtökum góðra manna, og ættum vér læknar
að reyna að styðja þessa viðleitni af fremsta megni. Einkum á þetta þó
við um einstök heimili eða býli, þar sem veikluð börn eru (t. d. börn með
kirtlaveiki, berklaveiki eða beinkröm).
Eg fyrir mitt leyti er nú i vafa um, hvort lögvarnir þær gegn mislingum,
sem nú gilda, séu algjörlega réttar. Óþægindin og skaðinn, sem leiðir af
því, að fá slíka farsótt á áratuga fresti, — einkum um hálijargræðistim-
ann, — er afarmikill, og nær er mér að halda, að betra væri að taka við
mislingunum þegar þeir berast frá útlöndum og hindra ekki útbreiðslu
þeirra. Þá má búast við að þeir komi hingað á 3—4 ára fresti og tækju
aðallega börn, 1—5 ára gömul, og landið losnaði þá við þennan stórfelda
skaða, sem nú leiðir af þeim. En játa skal eg það, að þetta er vandasamt
viðfangsefni, og þurfa einnig hagfræðingar að láta það til sín taka.
Rvík, 18. júlí 1916. JÓN HJ. SIGURÐSSON.
A-B-C.
í nóvemberblaði Lbl. gat eg lauslega um þessa blöndu, er eg mintist
á bók Dr. Nordmann’s: „Praktikum der Chirurgi".
Síðan hefi eg alt af notað hana, þegar svæfa þurfti, bæði við smátt og
stórt, t. d. extr. dent. (þegar um margar tennur var að ræða), stórar ígerðir,
beinbrot, fæðingar og enn fremur 3 holskurði og 1 trepanatio, — alls 25
sinnum, og hefir mér líkað þessi aðferð svo vel, að mér þykir ólíklegt