Læknablaðið - 01.07.1916, Page 10
112
LÆKNABLAÐIÐ
aö eg noti aðra framvegis; vil eg því leyfa mér aö vekja athygli kollega
minna á henni.
Blandan er, eins og áíSur er um getiö, alk. abs. grm. 20, chloroformii
grm. 40, ætheris grm. 60.* (Þyki mönnum handhægra aö mæla en vigta,
þá eru 10 grm. alk. abs. = 13 cbcm., 20 grm. chloroform = 15 cbcm. og
30 grm. af æther = 44 cbcm.)
Blandan á aö geymast í dökku glasi meö góöum tappa og helzt þá lengi
óskemd.
A ö f e r ö i n er dreypiaöferö, sem þá er chloroform er notaö, nema að
dreypt er látlaust og meö jöfnu millibili frá byrjun
svæfingarinnar til end a.** Gríman eins og vanaleg chloroform-
gríma, á aö falla sem bezt aö andlitinu og er ætlast til aö fita sé borin á
randirnar. Það hefi eg aldrei gert, enda aldrei komist af meö jafnlitið og
til er ætlast — eftir tímalengd: Hálftima svæfing 40—50 cbcm., klukku-
tíma svæfing 70—100 cb.cm.
Þegar svæft er meö A-B-C, sofnar sjúklingurinn heldur seinna en af
chloroformi, en excitation er talsvert minni. Engin cyanosis eöa hrotur,
sem viö æther. Litarháttur breytist því nær ekki. Andardrátturinn er jafn
og djúpur (eg hefi aldrei séö hann breytast, hvaö þá heldur stöövast). Sjá-
aldrið þarf ekki að athuga.
Eg hefi ekki orðið var við nein eftirköst. Velgja og uppköst koma áreiö-
anlega miklu siöur fyrir, heldur en þegar svæft er meö chloroformi.
H. G,
Um heilsufrædi og lækningabók handa alþýðu.
Eg mintist á þaö í ágústblaöi Læknablaösins, aö eitthvað þyrfti aö
gera til þess aö bæta þekkingu almennings í hjúkrun. í októberblaðið ritaöi
prófessor Guöm. Hannesson um málið, og lítur á það svo sem vænta mátti
af gömlum héraðslækni, er reynt hefir erfiöleikana hér til sveita og háttu
alla. Kom mér þaö aö vísu ekki á óvart úr þeirri átt. Grein þessa haföi eg
ekki séð, er eg geröi nánar grein skoðun minni í nóvemberblaðinu. En
það er ekki út af þessari grein, eða þessu máli einu, aö eg nú rita þessar
linur. G. H. minnist einmitt á eitt atriöi í greininni, sem eg ætla nú aö
drepa á. Það er bók um hjúkrun. Eg haföi hugsað um þetta, áður en eg
skrifaði greinina, og eg er honum hér alveg sammála. En eg hafði hugsað
mér bókina víðtækari, nokkurs konar „nýja lækningabók handa alþýðu"
i nýjum stíl. Eg rakst á það nú nýlega, aö „Fjallkonuútgáfan" hefir á
prjónunum nýja lækningabók handa alþýðu, svo að þessi grein mín kemur
vist eftir dúk og disk. Skal eg því reyna að vera stuttoröur.
Eg er þess fullviss, aö aukin þekking almennings á heilbrigöismálum
* Hún hefi verið notuð talsvert á seinni árum, einkum í Englandi. Dr. Nordmann
segir svæfingu með A-B-C „so gut wie völlig gefahrlos".
** Eg hefi látið dreypa 40—50 dropum á mínútu.