Læknablaðið - 01.07.1916, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ
ii3
er gagnleg, meira að segja nauösynleg. Urn þetta virSast læknar sam-
mála. Fáir amast viö almennri heilsufræöi. En hve langt á a5 ganga? Það
viröist deiluefnið. Eg er ekki í neinum vafa um, að allmikil hætta er á
því, aö ganga of langt, og að lækningabækur handa alþýðu er mikill
vandi að sernja. En hins vegar er rétt að kenna alþýðu ýms atriði í með-
ferð sjúklinga, t. d. almenna hjúkrun. Eg skal í fáum orðum segja, hvað
eg tel að alþýða eigi að vita, og megi fá fræðslu um sér að skaðlausu —
en það eru einmitt takmörk slíkrar bókar. Eg verð þó ekki nákvæmur.
1) Almennustu atriðin í anatomi og fysiologi. 2) Um jarðveginn, um
neytsluvatn og vatnsveitur, urn úrgangsefni, fráræslu, hauga etc., um húsa-
kynni í sveitum og kaupstöðum, frágang og tilhögun utan húss og innan,
um opinber hús, samkomuhús etc., um kirkjugarða, um heilbrigðissam-
þyktir, um klæðnað, hitun, rúm, loftið, mat og drykk, munaðarvöru, um
skóla og skólasjúkdóma, um ýmsan iðnað og störf, kosti og ókosti þeirra.
3) Um heilbrigði og sjúkdóma alment, hirðingu likamans og herðingu,
kynferðisheilsufræði karla og kvenna, kynferðisuppeldi (stuttar leiðbein-
ingar handa foreldrum urn þau atriðin í fræöslu barna og uppeldi, er að
þessu lúta), um skyldleika og erfðir, alment um sjúkdóma og heilsufar,
vátryggingar og sjúkrasamlög. 4) Um orsakir sjúkdóma, sóttir og sótt-
kveikjur, bólusetningu og blóðvatnslækningar, antiseptik og aseptik, sótt-
hreinsanir, um sóttvarnarlöggjöfina (þar með berklaveiki, holdsveiki, sulla-
veiki og bólusetningarlög). 5) Urn hjálp í viðlögum, fyrstu hjálp er slys
ber að höndum (þar með lýsing þeirra, beinbrota, liðhlaupa etc. etc.), lýs-
ing helstu og alvarlegustu sjúkdómseinkenna og fyrstu meðferðar þeirra.
(svo sem haemoptoe, haematemesis, blóðrás úr varices, collaps, hitaslag
etc.). 6) Hjúkrunarfræði, þar með sérstakar tegundir hjúkrunar (svo sem
vinnubrögð við hjúkrun sóttveikra). 7) Um meðferð sængurkvenna og
ungbarna, þar með fyrsta hjálp, er ekki næst nógu fljótt i ljósmóður,
um algenga ungbarnasjúkdóma, orsakir þeirra og meðferð. 8) Lýsing helstu
algengra sjúkdóma og meðferð þeirra af leikmanna hálfu og til bráða-
birgða, en einkum viðsjá (svo sem um bólgu og igerðir, fingurmein, kvið-
slit, ýmsa hörundskvilla, kláða, lús, geitur, augnveiki, höfuðverk, kvef,
innkuls og lungnabólgu, tæringu, kverkabólgu, magakvilla, kveisu, óreglu
á hægðum, gyllinæð, botnlangabólgu, blóðleysi, offitu, kirtlaveiki, bein-
kröm, flogaveiki, hvít klæðaföll, samræðissjúkdóma, holdsveiki, [um skóla-
sjúkdóma áður], enn fremur stutt lýsing á aðaleinkennum farsóttanna,
einkum til þess að alþýða geti fremur borið kensl á þær eða fengið grun
um. þær, og hlýtt tilsagnarskyldunni, er sé um leið brýnd fyrir). 9) Loks
sé getið um sjúkdómslýsingar (þær þurfa að vera fullkomnastar, enda
þótt læknir sé sóttur, til þess að hann sé betur undir búinn) og húsmeðul
og notkun þeirra.
Þetta er nú í stuttu máli það, sem jeg tel að slík bók ætti að ná yfir,
en þá er reyndar vafamál, hvort hún á lengur skilið nafnið „lækningabók".
Ýmsum minni atriðum er slept, og engin áhersla er heldur lögð á röðina.
Svo sem sjá má, er það hið sama og bækur í heilsufræöi fjalla um, að við-
bættri hjálp í viðlögum, hjúkrunarfræði og stuttri lýsingu algengustu kvilla.
Um hið síðast nefnda má einkum deila, og ekki hef eg heldur leitast við
að telja upp alt, þannig, að það yrði nákvæm efnisskrá bókar. En sé vel
með efni þetta farið, þá hygg eg, að þetta, sem talið er, myndi ekki saka