Læknablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 12
LÆKNABLAÐIÐ
114
al]jjóö. Hér rökræði eg þetta ekki frekar. Að eins vil eg benda á, að al-
þýðu er, lögum samkvæmt, ætlað að bera nokkur kensl á farsóttir og
segja til þeirra.
Nú eru bækur til í ýmsum þessara greina, og sumar á leiðinni. En þar
kem eg að merg þessa máls. Þessi fróðleikur þarf að vera saman kominn
í einni bók, því að í einum kaflanum er vitnað í annan, og í einu kverinu
í annað, svo að menn verða að eiga þau mörg annars. En einkum er þetta
hagnaður um myndir. Bókin á að vera vönduð, vel rituð og vel úr garði
ger að öllu leyti, og þess vegna dýr. Til þess að hún yrði að efni sem
fullkomnust, ættu fleiri en einn læknir að rita hana, og þá helst læknar
í Reykjavik fyrir allar sakir (t. d. Læknafélagið eða læknadeildin, að land-
lækni ógleymdum). Hún yrði þá laus við beinar villur, og svo lítið yrði
þar, sem kostur væri, af vafaatriðum, sem sum eru óþörf, en önnur ágrein-
ingsatriði meðal lækna. Bókin yrði vel fallin til fræðslu í þessum efnum
og sjálfkjörin til kenslu alþýðu í þeim greinum, er hún fjallar um. Og
læknum yrði hún til mikilla þæginda við fræðslu almennings í heilbrigðis-
málum. Eg hygg t. d. að Heilsufræði Steingríms collega Matthíassonar
hefði losnað við villurnar, hefðu fleiri, honum jafn snjallir, fjallað um
efni hennar. En enginn má nú skilja mig svo, að eg nefni hana sem dæmi
um óvandvirkni. Hitt finst mér, að ítarlegar hefði átt að dæma um hana,
lækna á meðaþ en gert hefir verið. Eg held, að eg hafi ekki séð nema
einn dóm um hana, fræðilega á litiö (auk tveggja eða þriggja annara, þar
sem alþýðu var að eins bent á hana), eftir Guðm. Hannesson i Skírni. En
fleira má að henni finna, en þar er gert, og álitamál, hvort þar eru taldar
„helstu villurnar".* Og bendingarnar ættu að koma á undan næstu útgáfu.
Svo að eg snúi mér aftur að efninu, þá er tillaga mín þessi í fám orð-
um: Það er þörf á þvi, að gefa út fræðibók handa alþýðu um heilbrigðis-
mál. Hún á að ná yfir sem flest svið. Bók þessa ætti ritnefnd lækna (og
* Til þess að finna orðum minum stað, vil eg benda á sumt, er eg rak augun í
við fljótlegan yfirlestur, en ekki af því að eg ætli mér að skrifa ritdóm um bókina.
Leturbreyt. eru mínar. — Bls. 68 (öndunarfærin) er rangt, eða réttara sagt öfugt
skýrt frá önduninni: „eins þenjast lungun út og stækka, þegar brjóstholið víkkar,
sem heldur þeim í kreþpu", og svo er tekin samliking af smiðjubelgnum. En önd-
unarfærin eru „öfugur smiðjubelgur", svo sem kunnugt er. — Bls. 114: „adrena-
línið kemur sem sé háræðavöðvumun til þess að engja saman æðarnar1'. í háræð-
unum (vasa capillaria, sbr. bls. 82) eru engir vöðvar, og adrenalínið verkar heldur
ekki á þær, heldur arteriolae. — Bls. 155: Varnarráð gegn sullaveiki talin tvö:
eyðing sulla og hundahreinsanir, en slept alveg 3. atriðinu, sem er skynsamlegri
umgengni við hunda, þrifnaður o. s. frv., og sem líklega hefir ekki átt minstan
þátt i rénun sullaveikinnar hér á landi. — Bls. 224: „Jafnvel hreint vatnið er
cilrað blóðinu, ef rraklu af því er spýtt inn í æðarnar." Hvað á höf. við með
eitri? Það er þá að minsta kosti annað en læknar skilja alment með því, og oss
er kent. Þetta eru beinu villurnar. Af öðrum göllum, sem sumir eru atriði „de
qvibus“, ætla eg að nefna fáein: Protozoa ekki nefnd með sóttkveikjum. Á bls.
131 er gefið í skyn, að allar bakteríur séu aerob. Bandormslirfan „borar sér“ vist
ekki inn i slimhúðina, heldur kjippir hún sér leið með krókaskærum sinum.
Ekki sérstaklega getið um tölu máltíða hjá pelabörnum, og ekki getið um eðlilegan
þyngdarauka vikulega fyrst, en þó skipað að vega börnin. — Bls. 182 er sagý
að gera resp. artificial. 20—25 sinnum á mínútu, cða oftar. Óvönum hættir víst
við að gera hreyfingarnar of titt. Myndi það og ekki vera nokkuð djúpt tekið
i árinni, er höf. segir um fæðingar (bls. 188—190), að konur „geta að miklu leyti
komið í veg fyrir, að fæðingar verði nokkurn tíma erfiðar"? Eg læt þétta nægja.