Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1916, Síða 13

Læknablaðið - 01.07.1916, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ ii5 þá helst í Rvík) aö semja, og hún ætti aö vera vönduö aö öllu leyti, meö góöum myndum. Ef til vill væri rétt, að aörir gagnrýndu hana („endur- skoðunarnefnd“). Bókin yröi dýr, en landsjóður ætti að leggja henni styrk, svo að fólk fengi hana (helst ekki óbundna) viö góðu verði, t. d. 4—5 krónur, eða sem svaraði tæpum helming verðs, líkt og á sér stað um biblíu- félagið og bibliuna. En — eg býst við, að þessi tillaga mín komi eftir dúk og disk. Búðardal, 4. apríl 1916. ARNI ÁRNASON. Bækur. BerkJaveiki og meðferð hennar eftir Sigurð Magnússon, lækni á Vífils- stöðum. Rvík. 1916. Bls. 79. Bók þessi eru leiðbeiningar fyrir alþýðu um meðferö á berklaveiki og varnir gegn henni, en þó lýst í stuttu máli öllum aðalatriðum i háttalagi sjúkdómsins. Þarf ekki að orðlengja það, að alt mun þetta i fullu samræmi við álit helztu berklaveikislækna á vorum dögum og enginn getur efast um, hve nauðsynlegt það sé að leiðbeina í þessum efnum. Það, sem mér lék ekki sízt forvitni á að vita, var það, hversu höf. tækist að rita, hve góður rithöfundur hann reyndist, hvort málið yrði íslenzka eða „djöfliska" o. s. frv. Er það fljótsagt, að höf. tekst blátt áfram v'el: Niðurskipun efnisins, mál og framsetning er alt í bezta lagi, auðskilið, til- gerðarlaust og gott; meira að segja sést varla útlent orð — og alt skilst fyrir því. Örfáum útlendum orðum er þó haldið, t. d. infrarauður og ultra- fjólublár. Eg vil þýða: ofrauður og ofblár, þ. e. til þess að auga manns sjái geislana. Eg efa því ekki að bókin komi að góðu gagni. En ekkert er svo, að ekki megi með réttu eða röngu fetta fingur út í ein- stök atriði. Höf. mælir auðvitað mjög með heilsuhælunum og lækninga- aðferð þeirra, þó með mjög gætnum ummælum. Eg hefi ætíð haft að nokkru leyti horn i síðu þeirra. Mér hefir virst að góðkynjaða berkla- veiki megi auðveldlega lækna á héraðaspítölum og jafnvel í heimahúsum, en illkynjuö læknist hvorki þar né á heilsuhælum. Hefi eg séð að sumir fróðir menn eru algerlega sömu skoðunar og styðja hana með samanburði á árangrinum á heilsuhælum og utan þeirra. Er mér það meðal annars minnisstætt, að um sama leyti og verið var að reisa Vifilsstaðahælið, þá byrjaði ársyfirlit yfir berklaveiki i Leist. u. Fortschr. d. Hyg. á þessa leið: „Öld heilsuhælanna er liðin. Menn gerðu sér miklar og glæsilegar vonir um þau, en þær hafa ekki ræzt.“ — Eg efast um að heilsuhælin og sú hreyfing öll hafi átt mjög mikinn þátt í því, hve dregið hefir úr berkla- veikinni í flestum löndum. Drýgst mun þar hafa verið hin risavaxna fram- för i hvers konar menningu, sem gengið hefir yfir Norðurálfuna á síðast- liðinni öld. Á bls. 9 er tuberculin talið „s e y ð i“ af berklagerlum. Seyði mun dregið af suða, en t. er ekki soðið.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.