Læknablaðið - 01.07.1916, Síða 16
læknablaðið
nS
en mér, en mér þykir ekki ólíklegt, aö fleirum yngri læknum sé ekki máliö
full-ljóst. Vér læknar höfurn lyfsölurétt, og vitum vér, hver hann er. Og
vér höfurn líka lyfsöluskyldu, en hve víötæk er hún? Landlæknir hefir
fyrirskipaö, hverjar lyfjategundir læknar skuli hafa, og efast eg ekki um,
aö hann hafi gert það samkvæmt rétti sínum, og’ líklega í samráöi viö
aöra vitra og reynda stéttarbræður. En viö þetta virðist þó vera nokkuö
að athuga, svona alment og „theoretiskt" á litiö. Læknir veröur aö ráöa
því, hvaöa meðul hann notar, og það væri hugsanlegt, að lækni værí
skipað að hafa til meðul, sem hann notar aldrei, en lætur liggja á hyllunni.
En tæplega verður það stórfé, sem liggur þannig fyrir. Hins vegar skiftir
um landlækna, og einn þeirra kann að vera lyflæknir og lyfjavinur, en
annar að telja meðul fánýt og ekki nema örfáar tegundir að nokkru
gagni. — En þetta var ekki atriðið, sem eg ætlaöi að spyrja um, heldur
hitt: Að hve miklu leyti er læknir, sem hefir lyfjasölu, skyldur til þess að
afgreiða lyfseöla frá öörum?
Ferðatöskur lækna. Þess er getið í Tidskrift f. den norske Lægeforen.,
aö verölaunum hafi verið heitið fyrir handhægastu og beztu ferðatösku
handa sveitalæknum. Skyldi taskan taka öll nauðsynlegustu verkfæri og
lyf, umbúðir og þvíuml., vera létt, sterk en skaplega dýr. Komu fram
ýmsar tillögur og sýnishorn, en ekkert þótti allskostar gott. Eg hefi oft
fundið til þess, að ísl. lækna skortir tilfinnanlega hentugan útbúnaö að
þessu leyti, og vildi því vekja máls á þvi viö hugvitssama stéttarbræður,
hvort þeir heföu ekki einhverjar snjallar tillögur að gera í þessa átt.
Verðlaun get eg ekki boðið, en skýra myndi eg frá tillögunum i Lbl.
og ef til vill koma meö einhverjar sjálfur. Stórmál er þetta ekki, en mörg
smáatriði veröa mikilvæg er þau koma saman. Ef engin vill um þau
hugsa, lendir áreiðanlega alt í óreiöu. G. H.
Kynlegur lyfseðill: Tnct. digit. æth. grm. 2, Salicyl. natr. grm, io, Jodeti
kal. grm io, Mixt. arsenicalis grm ioo, tnct. ferri comp. grm 50. d. s.
y2—1 matsk. 3svar á dag. — Ótrúlegt aö nokkur læknir skuli láta slíkt'
frá sér fara. M. E.
Seinar skýrslur. Seint koma skýrslur úr sumum héruðum, þó flestir standi
í góöum skilum. Úr 7 héruöum eru, að svo miklu leyti sem mér er kunnugt,
engar skýrslur komnar til landlæknis síðan á nýári, úr einu engar síðan
i febrúar, 3 síöan i marz, 3 síðan í april og einu síöan i mai. Öll hin hafa
sent skýrslur fyrir júní. Erlendis hefi eg séð, aö læknar eru hispurslaust
sektaöir, ef þeir senda ekki lögboðnar skýrslur á réttum tíma og þetta mun
valda því, að skýrslur heimtast þar svo vel. G. H.
Til minnis. Enn vil eg minna stéttarbræður á codex etliicus og fyrir
spurnir mínar um bæi og þorp. G. H.