Læknablaðið - 01.07.1916, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ
119
+
Þorvaldur Jónsson
fyrverandi héraöslæknir á ísafiröi andaöist 24. júli s. 1., 77 ára gamall.
Varö stúdent 1857, stundaði læknisfræöi i Höfn tvö ár, en fór síðan heim
og lauk námi meö I. einkunn hjá Hjaltalín landlækni 17. sept. 1863, 13 ár-
um áöur en læknaskólinn var settur á stofn. Var hann síðan settur læknir
í nyrðra umdæmi Vesturamtsins, sem tók yfir ísafjarðarsýslu, Barða-
strandarsýslu og Strandasýslu. Myndi það þykja erfitt hérað nú. Veitingu
fékk hann fyrir embættinu 1865 og gegndi því í 35 ár, til þess að hann
sótti um lausn áriö 1900.
Persónulega þekti eg Þorvald heitinn litið, en almannarómur er það, að
hann hafi verið mikilmenni á marga lund, gætinn, fastur og fylginn sér,
héraðshöfðingi flestum fremur þar vestra. G. H.
Fréttir.
Útbreiðsla mislinganna. Samkvæmt skýrslum héraðslækna til land-
læknis hefir mislingasóttin breiðst þannig út (til júníloka) :
Sóttin fluttist seint i apríl þ. á. til ísafjaröar, Reykjavíkur og viðar þar
sem Flóra haföi komið við.
í a p r í 1 m á n u ð i barst veikin í 4 héruö : Reykjavikur (3 sjúkl. ?), ísafj.
(1?) Patreksfj. (1) og Siglufj. (5). Sjúkl. taldir 10?
ímaímánuði bætast 9 héruð við. Sjúkl. eru þá taldir þessir: Rvík 121,
Skipask. 1, Borgarfj. 3, Patreksfj. 24, Flateyrar 27, Hesteyrar 8, Hólma-
víkur 50, Siglufj. 12, Akureyrar 1, Seyðisfj. 3, Eyrarbakka 2, Grimsness 32,
Hafnarfj. 1.
í júnímánuöi bætast 6 héruð við.Sjúkl.eru taldir: í Rvík 716, Skipa-
skaga 4, Borgarfj. 17, Ólafsvíkur 2, Dala 3, Reykhóla 24, Patreksfj. 13,
Bildudals 20, Flateyrar 60, Flesteyrar 42, Siglufj. 29, Akureyrar 20, Svarf-
dæla 5, Þistilfj. 3, Hróarstungu 1, Norðfjarðar 13, Berufj. 1, Eyrarb. 10,
Grímsness 72, Hafnarf. 10.
í júnílok voru þessi héruð, sem skýrslur eru komnar úr, laus við veik-
ina: Flateyjar, Sauðárkróks, Höfðahverfis, öxarfjarðar, Vopnafjarðar,
Hornafjaröar og Rangárhérað. Um hin héruðin vanta skýrslur fyrir júní.
Um manndauða úr mislingunum er alt óvíst enn. í júnískýrslunum er
getið um að dáið hafi: í Dalahéraði 3, Bíldudals 1 (meningitis), Stranda 2,
Grímsness 2. Af þessum tölum verður ekki mikið ráðið. Vist er um það, að
hér í Rvík hefir sóttin reynst allþung.
Landlæknislausir höfum vér verið um tima, því Guöm. Björnsson land-
læk'ni fl.uttu Englendingar á Flóru til Englands, og er hann ókominn enn
úr því ferðalagi. Var það hepni fyrir farþegja að hann skyldi vera með,
bæði til þess að lækna sjúka og hafa orð fyrir öörum sem í hrakningi
þessum lentu. G. B. hefir jafnan verið vinveittur Englendingum og verður
ekki sagt, aö þeir hafi launað honum velvildina.