Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 3
4- árgangur. Október, 1918. 10. blað. Einkennilegur kvilli (granuloma?). Eftir G. Magnússon. ÞaS eru nú liöin hér um bil 20 ár síðan eg sá hér i fyrsta skifti sjúk- ling með einkennilegum hörundskvilla, sem eg hafði ekki séð fyr, og kann- aðist ekki við eftir bókviti. Síðan hefi eg nokkrum sinnum séð sama kvillann, en því miður hefi eg ekki nákvæmar lýsingar, og verð að treysta minninu nálega eingöngu. Alls hefi eg séð að minsta kosti 5 sjúklinga (4 karla og 1 konu). Þegar sjúklingarnir komu til mín, voru þeir flestir búnir að kenna hans nokkra stund, og var þá um upphækkað fleiður að ræða, sem minti tölu- vert á ulcus induratum. AlHr höfðu sjúklingarnir kvillann á þeim stöðum, sem að jafnaði eru berír, fyrsti á nefi, annar á gagnauga, þriðji á fingri, fjórði á 2 fingrum, fimti á úlnlið. Allir voru sjúklingarnir yfir tvítugt. Allir nema einn höfðu að eins 1 fleiður, en á þeim sem hafði 2, hafði veikin komið missnemma á báða staðina. Virtist svo sem fyrra fleiðrið hefði sýkt hinn fingurinn. Þennan síðast nefnda sjúkling sá eg á yngsta stigi, og geri ráð fyrir, að ekki sé djarft að álykta, að byrjunin hafi verið svipuð á hinum, enda þótt mig minni, að sjúklingarnir gætu litla fræðslu veitt í því efni. Ekki get eg heldur sagt um, hvort þeir hafi orðið varir við nokkra sol. continui á þeim stað, sem veikin kom fram, né hve langan undirbúningstíma sé um að ræða. Þar sem veikin var yngst, sást á fingri (lófa megin, eins og á hinum), kringlóttur þrimill, tæpl. sentimetri í þvermál, ljósleitur, og var að sjá sem strat. corneum væri lyft upp af vatnsvilsu, og virtist vilsan vera í fleiri smáhólfum en einu, ekki ósvipað því sem sést við kúabólu, áður en grefur. Eg klipti ofan af þessum þrimli og sendi Stefáni lækni Jónssyni til rannsóknar, og set hér svar hans. Svo er að sjá, sem epidermis núist af og komi fram rautt fleiður, og á því stigi hafa allir hinir verið; fleiðrið er með rauðu holdfrauð í (granulationum) og blæðir fremur venju úr, ef komið er við það. Umhverfis það sést stundum epidermiskragi, sem holt er undir, en frauðið vellur lítið eða ekki út yfir kragann. Fleiðrið og þrotinn undir því situr, en stendur ekki á „fæti“. Úr fleiðrinu kemur, eins og annars, graftarvilsa í umbúðirnar, en eg hefi aldrei séð grafa innan í frauðinu. Ef lýsingin væri ekki lengri, mætti segja, að hér væri að eins um ulcus simplex granulans að ræða, en svo er ekki. Það er segin saga,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.