Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 14
LÆKNABLAÐIÐ 156 Já, eg er algerlega á sama máli og get því ekki stilt mig um að senda Lbl. þennan bréfkafla, sem mér reyndar er engin launung á, aö er frá Sig. kollega á Vífilsstööum. Steingr. Matth. Þaö er ánægjulegt aö sjá þennan röggsamlega bréfkafla frá S. M. Margir líta svipað á þetta nýyröamál og telja fram aðrar ástæöur engu lakari. Eg skal minnast á þær, sem mér koma til hugar í svipinn, og segja álit mitt í fáum orðum um hverja fyrir sig. 1) Latnesku oröin hafa fasta ákveðna þýðingu, sem aldrei er um að villast. Nýyröin eru allajafna reikul, oft fleiri heiti á sama hlut og þýðing hvers heitis stundum sin í hvert sinnið. Þetta gerir þá ö 11 u m torveldara að skilja Jiað, sem u m er ritað og enginn get- ur borið móti því, að slíkt sé afar-óheppilegt. Nokkuð er satt í þessu, en þó miklu minna en flestir halda. Latnesk (eða grisk) orð eru að eins til í þeim gömlu fræðum, sem þroskast höfðu sæmilega meðan latínan stóð í blóma, sem vísindamál. í öllum yngri vis- indagreinum er að vísu notað hrafl af grísk-latneskum nýgerfingum, en engu minna af nýju Norðurálfuniálunum, og þá ósjaldan sitt orðið í hverju landi, t. d. efnafræði, fósturfræði, líffræði, vefjafræði o. fl. — Þó fer því fjarri, að orðin og merking þeirra sé föst í gömlu fræðunum, t. d. lif- færafræði. Þar er varla aUðið að nefna neitt, sem ekki hafi, eða hafi haft mörg heiti. Eg nefni sem dæmi m. quadratus Jabii infer. Sam- nefni eru á latnesku: quadratus menti, depressor labii inf., depress. lab. inf. propr. Frakkar nefna hann le quarré, mentonnier, carré du menton, mento-labial, mus.cle du dégoút (Eisler). Og svona má miklu lengra telja, nálega um hvert einasta líffæri. Nöfnin eru mörg, þýðing þeirra reikul. Allar tilraunir góðra manna til þess að ákveða heitin, hafa lítinn árangur borið, jafnvel í liffærafræði, og sat þó dærð nefnd lengi á rökstólum til þess að koma skipulagi á allan þann hrærigraut. Jafnvel er merkingin í orðinu protoplasma reikul í nútíma ritum. Ástandið er þá þetta: í fornum fræðum eru að vísu grisk-latnesk heiti á flestu, en heiti sama hlutar mörg og merking orða ærið reikul. í yngri fræðum er alt í hrærigraut og engin grísk-latnesk heiti á mýmörgu. Það heiti, sem þetta árið er gott og gilt, er úrelt eftir fá ár. Ofan á alt þetta bætist, að latnesku heitin hafa mest og best verið notuð i þ ý s k u m bókum. Hinar þjóðirnar skæla þau og afbaka sín á hvern hátt eða nota önnur heiti. Það er i m y n d u n e i n, a ð h a 1 d a, a ð t i 1 sé internationelt læknamál, sem vér getum notað, og kom- ist þannig hjá öllum misskilningi. Þetta er jafnrétt fyrir því, þó telja megi mörg heiti, t. d. á sjúkd. o. f 1., sem flestar Norðurálfuþjóðir nota eða skilja. 2) Veigameiri virðist mér sú ástæða vera, að islensk hei,ti í þ y n g i m i n n i n u, menn neyðist til þess að læra þau útlendu (aðallega þýsku) heiti, sem i námsbókunum standa og þá verði það tvöfalt minnisverk, að læra önnur íslensk. Aldrei verður algerlega siglt fyrir Jietta sker, en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.