Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 4
146 LÆKNABLAÐIÐ ;ig þetta ulcus er elevatum og induratum, og þa'ö er einmitt þetta, sein mér viröist einkennilegast viö kvillann. Fleiöriö lyftist upp af þrota, sem er stinnur viökomú, en lítiö eöa ekki aumur, enda kvarta sjúklingarnir ekki yfir verkjum, en sumir yfir kláða og lítilfjörlegum sviöa. Hver afdrifin kynnu aö verða, ef ekkert væri við þessu gert, kann eg ekki að segja, en bersýnilegt er, að kvillinn breiðist út, því fyrirferðin var þeim mun meiri, sem lengra var liðið frá byrjun. Lögunin virðist mér kringlótt, eða því sem næst, og stærsta alt aö 4 sentimetrar aö þvermáli. Horfur fyrir lækningu hafa reynst góöar, og m e ö f e r ö mín hefir æfinlega verið sú, aö stinga hliföarlaust þéttum stungum gegn um frauö- ið nieð vítissteini, en oftast hefi eg orðið aö ítreka þaö. Með því móti hefir þrotinn horfið, ulcus orðið simplex og epidermis færst yfir á 1—2 vikum, eftir stærð, og ekki tekið sig upp aftur. Einn sjúklinganna haföi áöur leitaö annars læknis, sem hafði skorið þrotann burt með hnífi og saumað, en kvillinn hafði von bráðar tekið sig upp i örinu. Skýrsla Stefáns fæknis er svo: „Til rannsóknar kom stykki, epidermis meö pars papillaris corii. Micrococcus ascoformans fanst ekki, hvorki viö beina smásjárransókn né gróöur. Hins vegar fundust grampositiv diplo- cocci, bæði í epidermis og corium. Vöxtur góöur i venjulegum næringar- vökvum, en án nokkurs sérkennis. Þess háttar kokkar finnast oft. Epidermis hálfnekrotisk, kjarnalitun litil, frumurnar með vakúólum, efstu lögin sumpart leyst frá stratum germinativum. Víða vökvafylt hólf. Horn- lagiö á parti dottið af, og hér er dálítil ulceration. Neðsta lag af epidermis heldur sér ])ó milli papillanna, og er tiltölulega minst skaddað, en mjög margar leukocytur milli epithelfrumanna. Pars papillaris corii er bólgin með mörgum leukócytum og fibroblöstum og víöum lymphu- og blóö- æðum. Ekkert finst, sem geti í minsta máta mint á „teleangiektatiskt granulom.1' Gervifætur úr pappa. Breytingar þær, sem oröiö hafa á amputations-teknik á síðari árum, hafa allar miöað að þvi aö gera stúfinn sem ístöðubestan. í því skyni hafa menn gert amputationes osteoplasticae* og tendino- p 1 a s t i c a e (þar sem annað hvort er feld periostklædd beinskel eða sinarendi á beinsáriö) og ennfremur amputationes aperios- t a 1 e s (þá er beinhimna og mergur neðst úr beininu skafiö burtu, svo aö callus-vöxturinn verði ekki alveg niöur úr). Þessar tilbreyingar hafa reynst vel, og enn þá betur, ef þess hefir verið gætt, aö byrja snemma aö venja stúfinn viö þrýstinginn. Er þá best aö sjúkl. byrji á þvi nokkrum dögum eftir operationina, að spyrna í þéttan * Pirogoffs operation var sú fyrsta og lengi sú einasta amputatio osteoplastica sem gerð var.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.