Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 16
158 LÆKNABLAÐIÐ vísu gert þai5 með talsverSri fyrirhöfn, en tel þaS þýSingarlaust, því hjá mér gengur í þessu efni sama yfir lyf og læknisstörf: hvorugt verSur komist hjá aö lána oft og tíöum, og hvorttveggja er oftast óhætt aö lána. 2. Mjög lítill hluti minna lána hfir ekki innheimtst, skiftir varla hund- ruöum alla mína læknistíö, sem nú er oröin 16—17 ár. Vitanlega hefi eg gef- iö eftir skuklir þar fyrir utan, en þaö kemur ekki þessu máli viö, því aö þær skuldir hafa ekki verið hjá óskilamönnum. Yfirleitt reynist mér fólk skilvíst, og þótt hinir séu til — ekki ávalt þeir fátækustu — þá lærist fljótt aö vara sig á þeim. 3. Mér er næst að ætla, aö engar fastar reglur veröi settar í þessu efni, er eigi alstaðar við. Og eg lit svo á, að ef það yrði ofan á, að Lf. ísl. setti einhverjar slíkar reglur, þá ættu þær aö eins aö vera’ til leiðbeiningar, en ekki hindandi. Oft getur veriö óhjákvæmilegt að lána lyf og læknishjálp, en þess ber að gæta, að það getur aldrei oröið nauðsynlegt né skylt, að lána j^etta um óákveðinn tíma. Eg hefi haft þann siö, er eg hefi verið nýkominn i héraö og flestum ókunnugur, og menn, er eg ekki þekti, hafa beðið mig um lán, að 1 á n a þ e i m a ð e i n s t i 1 á k v e ð i n s tim», eins eða fleiri mánaða, hefi vanalega sett lánbiðanda í sjálfsvald að til- taka borgunardaginn, n sagt honum jafnframt, að ef borgun brigðist á rétttum tíma, teldi eg hann óskilamann, setti hann á mína svörtu töflu, og myndu þá lán ekki fást hjá mér umtalslaust oftar. Þetta hefir gefist vel, langflestir borgað á gjalddaga eða fyr, en gagnvart hinum hefi eg staðið vel að vígi, að neita um lán aftur án tryggingar. Ekki mundi eg þó vilja leggja það til, að þessi aðferð væri gerð að fastri og bindandi reglu fyrir mig eða aðra, ])ví að sitt á við í hvert sinn, læknirinn verður að ,,individualisera“ í allri sinni breytni við ,,klientellið“, alveg eins og i meðferð sinni á sjúklingunum. En oft á hún vel við, og eg tel líklegt, að fleirum en mér mundi oft reynast vel að beita henni, er svipað stæði á, og þess vegna get eg hennar hér. S. J. Um spönsku veikina (psevdo-influensa) ritar G. W. Keyser læknir í Harðangri i Tidskr. f. n. Lf., No. 18. Hann hefir athugað 166 sjúkl. í sinni bygð og lýsir yfirferð sjúkd. þar og háttalagi. Lfndirbúningstími reyndist 3—8 dagar, jafnvel alt að 14 dagar. Meiri eða minni snert af veikinni telur hann að fullur helmingur allra íbúa hafi fengið. Flestir lágu 4—5 daga, en sumir voru þó lasnir alt að 3 vikum. Sjúkdómseinkenni svipuð Inflúensu, en aldrei fundust Inflúensusýklar. Kinin 0.50 tvisvar á dag virtist ef til vill ekki gagnslaust sem prophylacticum. Sóttin gekk yfir á tæpum mánuð. íslenskum læknum ætti að vera það vorkunnarlaust, að athuga þessa litt þektu veiki svo vel, að nokkra þýðingu fengi: undir- húningstíma, sjúkdómseinkenni, sýkingarhátt, morbiditet, yfirferð o. fl. Er það yfirleitt v a n s a 1 a u s t, ef veiki þessi fer svo yfir landið, að hvergi verði sæmilega frá henni skýrt? Mig minnir aö Medicinaldir. norski bæði lækna um að halda glöggar sérskýrslur um veikina og alt háttalag hennar. ' G. H. Til minnis. Hefir þú borgað Læknabl.? Hefir þú borgað árgjald Lf.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.