Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1919, Síða 7

Læknablaðið - 01.02.1919, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 21 ensan ekki gekk, var 136. En í maí dóu 242. Þ. e. 106 fram yfir meöaltaliS; í júní 1053, eða 917 fram yfir meöaltaliö og í júlí 346, eöa 210 fram yfir meðaltalið. Dáiö hafa því alls á landinu þessa 3 mánuöi, sem inflúensan gekk, 1233 fleiri menn en viö mátti búast eftir meöaltali hinna mánaðanna, ■og eru þá ótaldir þeir, sem síöar hafa dáiö af hinum og þessum afleiö- ingum sóttarinnar. Inflúensan 1864. byrjaöi í Reykjavík í lok júnímánaðar. í sama mánuði er hún komin aust- tir um allar sveitir og í byrjun júlímánaöar til Vestmannaeyja. Um miöjan júlí: er hún komin noröur í land, í Húnavatns-, Skagafjaröam og Eyja- fjaröarsýslur. Frá Húnavatnssýslu barst hún til ísafjarðar nær sam- stundis og svo um alt Vesturland. — Um miöjan ágúst va.r hún alstaöar um garö gengin. — Lind, héraöslæknir í Stykkishólmi, dó úr þessari sótt. Sótt þessi var væg, miklu vægari en sóttin 1862. Nálega allir kendu hennar. en gátu margir veriö á fótum, flestir lágu 2—14 daga. Einkennin voru hin vanalegu: kvef, höfuðverkur, hósti, fyrst þur, seinna laus, matar- ólyst. Oft var hlustarverkur. Lungnabólga sjaldgæf; Jón Finsen sá 3 n,- felli hjá 121 sjúkling. Þorvaldur Jónsson á ísafirði getur um 2 lungna- "bólgusjúklinga. Fáir dóu úr sótt þessari. Af sjúklingum Finsens dóu 5, Skaptasens í Hnausum 2, en í Vestmannaeyjum hjá Magnúsi Stephensen dó enginn. Hjaltalín vill ekki kalla þetta inflúensu, en segir þaö hafa veriö '„epi- demisk katarrhalsk Bronchitis". Þaö hefir þó vist ekki veriö, en væg in- flúensa, endá gekk hún þá víöa i útlöndum. Inflúensan 1866 Lyrjaöi 10. maí í Reyjavík, og barst þegar eftir nokkra daga út um alt land, liklegast með vermönnum. Þannig er hún komin vestur í Stykkis- bólm, og til ísafjarðar, noröur í Húnavatnssýslu, austur í sýslur og til Vestmannaeyja seinni part maímánaðar. Eftir rúman mánuð var hún um garð gengin á öllum þessum stööum, þó að á eftirköstum hennar bryddi víöa fram eftir sumrinu. Til Eyjafjarðar kom hún ekki fyrr en í miðjum júní og þar hélst hún við fram í ágúst. Sóttin var mjög illkynjuð, að því er læknar segja. Margir dóu, einkum þó gamalt fólk. Börn sluppu nálega alveg. Hjaltalín segir, að margir hafi dáið i Reykjavik*, og viða á landinu hafi dáið 4—6% ; sumstaðar þó ekki meira en 1—2%. — Hjörtur Jónsson í Stykkishólmi segir, að í sumum ■sóknum í sinu umdæmi hafi dáið alt aö 3%. — Einkenni sóttarinnar voru : Mikill hiti með höfuðjiyngslum, stundum óráð' I byrjun, kvef, hósti, oft- ákafur, brjóstþyngsli; hóstinn fyrst þur, seinna íaus með miklum uppgangi, graftrarkendum, stundum gulleitum og var hann oft blóði blandinn. Oft fylgdu uppköst, einkum í byrjun sóttar, ■stundum niöurgangur. Svefninn órólegur, mókandi. Lungnabólga var mjög tíð-, að því er- léeknar segja, og af henni dóu þeir sem dóu. — Batinn var * Gamall maður í Rvík, sem vel man- sótt þessa, hefir sagt mér að allúr bærinn; um 1500 manns, hafi lagst á einni viku, og eftir hana láu 40 sem lík.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.