Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1919, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.02.1919, Blaðsíða 12
LÆKNABLAÐIÐ 26 Eg hefi leyft mér að taka þessar línur upp úr bréfi frá glöggskygnum stéttarbróSur. Þær heföu átt fyrir löngu aö komast i Lbl. til a.thugunar. Eflaust hefir dýrtíöaruppbótin verið miöur vel athuguö af þinginu, en tæp- ast held eg, að þingmenn hafi verið svo út undir sig, að ætla sér hana sem gildru. Hitt er annað mál, að eflaust verður því óspart haldið á lofti, ef aukatekjur reynast vonurn meiri hjá læknum, og það notað til þess að spilla fyrir launakjörum þeirra. Enn hafa ekki nema 12 læknar gefið stjórn- arráðinu reikning yfir aukatekjur sínar og all-háar eru þær hjá sumum, en af skornum skarnti hjá flestum. Tölurnar eru þessar: 8000 kr., 6088, 5000, 4379, 78, 2225, 2183.15, 1900, 1550, 1500, 1455, 1258, 1020. Fyrsta upphæðin er há, þegar tekið er tillit til þess, að hún er úr meðalhéraði, en hinar sýnast mér að engu leyti athugaverðar. Yfirleitt benda þær ekki á, að læknar geri sér þann vansa, að segja tekjur sínar rneiri en þær eru, enda væri það skammgóður vermir og stétt vorri ósamboðið. G. H. Smágreinar og athugasemdir. . Sjúkrahúsið á Akureyri. Það mun vera því sem næst fullráðið, að stækka það bráðlega að miklum mun, bæta heilu lofti ofan á það og byggja jafnvel heila álmu út úr öðrum endanum. Er það tilætlunin að koma þar upp skýli fyrir berklaveika og setja auk þess upp Röntgens- og ljóslækn- ingatæki. Konur nyrðra hafa safnað fé til þessa, og héraðsbúum er það áhugamál. Mest mun þó þetta að þakka dugnaði og áhuga Stgr. Matth. liéraðsl. og dáist eg að honum. Það er erfitt verk að sjá um spítalann á Akureyri, en í stað þess að þreytast, er árin líða, og sætta sig við, þó margt sé miður en skyldi, þá er hann jafn bjartsýnn og kappsfullur eins og aldrei hefði hann haft af læknisáhyggjum að segja. — Svona þurfa menn að vera! G. H. Getur héraðslæknir neitað að vita sjúkra? Hvað lagalegu hliðina snert- ir, þá gilda enn fyrirmælin í Instruction for Distriktskirurgerne paa Is- land, frá 25. Febr. 1842: „Han maa uvægerlig komme til alla de Syge, som trænge til, og forlange hans Hjelp som Læge. Denne Pligt maa han opfylde saa vel om Natten som om Dagen, ikke mindre mod de Fattige end mod de Rige, og ligesaavel mod dem, som boe langt borte, som mod dem, som boe nærved, s,aavidt muelligt er og Nödvendig- heden det udkræver. Ómögulegt er að uppfylla þessa skyldu, er fleiri vitja læknis í senn, þegar veður eða önnur lögmæt forföll banna. Þá liggur næst að halda, að um nauðsynina verði læknirinn fremur að dæma en sjúklingurinn, og má þó gæta allrar varúðar ef slys eiga ekki að hljótast af. Aftur er t. d. smitunarhætta engin afsökun. Yfirleitt er það tiltölulega sjaldan, serrt læknir getur neitað að vitja sjúklings. G. H.' Bólusetningarskýrslurnar. Sig. Magnússon, héraðsl. á Patr. stingur upp á því, í bréfi til mín, að þær ha.fi að eins dálk fyrir: Nr., naf n, ald-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.