Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1919, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1919, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 153 en aö heilsuhæli í Eyjafirði geti orSiö alveg eins auðsótt frá ö!lu Noröur- landi eins og heilsuhæliö á Vífilsstöðum, en ólíkt auösóttara fyrir Eyja- fjaröar-, Skagafjaröar- og Þingeyjarsýslur. Tilhneigingin hjá Reykvíkingum aö reyna aö draga alt til sín, og láta alla landsmenn leita á sínar náöir um alla hluti, rná ekki ganga svo langt, aö þaö valdi heilsutjóni fjöldamargra. Eg vil þá ljúka máli mínu meö þeirri ósk, aö allir læknar landsins sam- einist í kröfunni um íiö fleiri heilsuhæli veröi reist í landinu, þvi allir munum viö á eitt sáttir um gagnsemi slíkra stofnana í baráttunni gegn berklaveikinni. Og eg tel sjálfsagt, aö næsta hæliö veröi reist í Eyjafiröi, því eg hygg, að þar sé því best í sveit komiö fyrir Noröurland. Það væri efni í lengra mál, að ihuga hve samkepnin er í öllum hlutum góð, eins í þvi aö eiga fleiri en eitt hæli i landinu, sem gæti kept um að sýna af sér góöan árangur. Og eins mætti finna þeim oröum stað, að lofts- lag hér nyröra geti verið mörgum sjúklingum hollara en- syðra, því sól- sicinsdagar eru hér venjulega fleiri, síöur vindasamt og hreinviðri meiri en á Vífilsstööum. Steingr. Matthíasson. Læknafundurinn og heilbrigðisstjórnin. Það er erfitt aö gera sér hugmynd um, hvaö fram fór á læknafundin- um viðvíkjandi heilbrigöismálunum, af umræðu-ágripinu sem stóð í Lbl. En þeim sem voru áheyrendur, gat ekki duiist þaö, aö héraðslæknar eru mjög svo óánægöir meö heilbrigöisstjórnina, þótt umræðurnar væru yfir- leitt hógværar. Kemur þaö og berlega fram í ályktunum fundarins. F.f tekiö er tillit til þess, sem sagt var á fundinum, þá verður aö skoöa flestar þeirra sem nokkurs konar vantraustsyfirlýsingu til landlæknis, „in re“, þótt þær séu varlega oröaöar. Héraðslæknar voru óánægöir með ýmsar embættaveitingar og þóttust beittir órétti. Þeir voru og óánægðir meö vmsan drátt á málum, sérstaklega ]ró heilbngðisskýrslunum. Héraðslæknar kvarta undan því, aö sjá aldrei skýrslur, þótt þeir sendi þær til landlæknis reglulega. Má þaö og eigi vansalaust heita, ef heillrrigðisskýrslurnar verða eigi gefnar út. Auövitaö trassa nrargfir læknar skýrslurnar, en það er þá landlæknis að ganga eftir þeim. Hann hefir ráö til þess aö ná þeim, ef hann vill beita sér. — Þaö kom og berlega fram á fundinum, að læknar eru yfirleitt þeirrar skoðunar, aö ólag það sem er á heilbrigöisstjórn lands^ ins sé ekki fyrirkomulaginu að kenna, enda var allur meginþorri þeirra á móti því að gera breytingu á því (sbr. till. Sigurj. Jónssonar). Því hefir veriö hreyft af ýmsum, að óánægja lækna með landlækni stafi sumpart frá bannmálinu, eöa eigi rót sína að rekja til þess. Óvíst er, hve útbreidd þessi skoðun er, en áreiðanlega má fullyröa, að hún er algerlega röng. Orsakirnar komu skýrt fram á læknafundinum, og þeirra hefir þegar veriö getið. Og sökin er sú, aö læknastéttin, sem með góðum samtökum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.