Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1919, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1919, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ i5J Mér dylst ekki, að lög sem þessi veröi hér, eins og alstaöar annarstaSar, að nokkru pappírslög, af því, a'ð enginn læknir beiti þeim. Þetta er að vísu svo, og þó efa eg ekki, að þau koma samt að góðu gagni vegna þess að þau veita ætíð aðhald fyrir læknirinn; skerpa þá meðvitund sjúkl., að þetta séu sjúkdómar, sem honum sé nauðsynlegt að fá bætta; — sjúkl geta heldur ekki vitað nema þeir kunni að verða burt o. s. frv. Lögin á vitanlega að afhenda hverjum sjúkl. með þessa sjúkdóma. Erlendis er hverjum sjúkl. látnir í té ókeypis prentaðar reglur um þá varúð, sem hann þarf að t æta gagnvart sjálfum sér og öðrum. Væri slíkt vafalaust heppilegt hér líka, og kostar lítið. Það þarf líka aö banna læknastarfsemi lyfsalanna í þessum efnum. Mún er háskaleg. Sjúkl. koma og gefa í skyn með bendingum og rósamáli, að þeir séu veikir, og fá svo umsvifalaust „rauðan vökva“ með tilheyrandi, en iues skipast lítið við þær „trakteringar". Eg hefi séð fleiri en eitt slíkt tilfelli hér. Um kostnaðinn við slikar varnarráðstafanir, sem hér ræðir um, er ekki hægt að segja neitt með vissu, en eg hefi reynt að gera áætlun um hann hér í Reykjavík. Eg reiknaði út kostnaðinn fyrir 50 sjúkl. — meðul + læknishjálp — og fann að hann næmi sem næst 50 kr. að meðaltali á mann. — Sjúkl. tók eg af handahófi úr bókum mínum. — Lyfsalinn hér gerði mér þann greiða að reikna út kostnað af lyfjum, áhöldum og umbúðum. Fyrir kvenfólk eingöngu yrði kostnaðurinn nokkru meiri á mann, en æskilegast væri, að læknishjálpin yrði ókeypis fyrir alla. í þessari áætlun er einnig gert ráð fyrir spítalavist. M. Júl. Magnús. Kafli úr bréíi til Læknafundarins. V í f i 1 s s t a ð a h æ 1 i ð e r a 11 o f 1 í t i ð f y r i r 1 a n d i ð o k k a r, sem er stórt og strjálbygt. Fjögur hæli þyrftum við h e 1 s t. Mér finst Sig. Magn. vera alt of bjartsýnn (sjá Lbl. 11. des. 1918), að halda, að heilsuhælið verði nógu stórt eftir hina fyrirhuguðu stækkun, þegar rúmafjöldinn er orðinn 100, og það þótt sérhvert sjúkrahús landsins fengi tvö herbergi fyrir þungt haldna sjúklinga, eins og hann gerir ráð fyrir, til þess að hælið komi betur að notum sem heilsuhæli, en sé ekki líka tæringar-spitali, eins og verið hefir. Hann miðar þennan reikning við ástandið í Danmörku, þannig, að með þessari aukning á rúmum fyrir berklaveika verði eins vel séð fyrir þeim hér og þar, hvað sjúkrarúm snerti. Þá er nú fyrst þar við að athuga, að Dönum sjálfum finst alls ekki enn þá, að heilsuhælisþörfinni hjá þeim sé fullnægt, og vilja gjarnan fá fleiri heilsuhæli, og að öðru leyti er hér tvennu ólíku saman jafnað. Skýrslurnar sýna, að berklaveiki er meiri hér en þar, og eg býst við að skýrslur okkar telji alls ekki eins vel fram

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.