Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 4
98 LÆKNABLAÐIÐ aSra bókfærslu á nokkurn hátt. ÞaS væri sök sér, ef vanalega væri uni óblandaöan eöa vatnsblandaöan spíritus aö ræöa, en því er auövitaö sjaldan eöa aldrei aö heilsa, og þarf því aö reikna út ílrvert skifti meö meiri eöa minni' fyrirhöfn, hve mörg grömm eöa grammabrot eru í skamtinum. Ekki heföi það veriö of mikil nærgætni, þótt skrá utn alkohol-innihald „officinel" lyfja hefSi veriö látin fylgja þessari kostulegu reglugerð, því aS þaö er ekki æfinlega hlaupið aö þvi aö reikna þaö út. Hvað mörg grömm eru t. d. af spiritus í ioo grömmum af Aqua cinnamonis spirituosa? Eða í ioo grm. af Inf. Rhei alkalinum? Aö ætla lækni, sem í viöbót viö læknisstarfið veröur aö gegna lyfsalastörfum, annaö eins aukastarf og hér er til stofnað, nær ekki nokkurri átt. Þaö er auöséö, aö landlæknir hefir aldrei reynt þaö, aö koma uppgefinn úr ferö og þurfa svo aö standa viö lyfjaafgreiðslu khikkutimum sanian, jafnt á nótt sem degi. Heföi hann reynt þaö, mundi honum tæpast hafa komið til hu'gar að bæta þessum bagga viö lyfjaafgreiösluna; hún er sannarlega nógu tímafrek og þreyt- andi, þótt ekki sé á bætt. Sök sér væri nú samt, ef þetta væri óbrigöult ráS til aö fá vitneskju um áfengisnotkun héraðslækna, eða eina ráðiö. En hvorutveggja fer fjarri. Óbrigöult er ráðið ekki, því aö hverjum þeim lækni, sem vildi hafa sig til þess — og hverju má ekki gera ráö fyr- ir af þeim, ef nokkrir eru, sem telja þaö stööu sirini samboöið aö ger- ast brennivinssalar,* — er í lófa lagiö aö falsa áfengisbókina. Auk þess er víst, aö hún veröur meira og minna vitlaus hjá flestum, ef ekki öllurn, vegna misreiknings og gleymsku.** E i n a r á ö i ö er hún ekki, þvi aö auk annars, sem til mála gæti komið, er annað ákvæSi í sjálfri relgugerS- inni, sem gerir alt hiö sama gagn, sem áfengisbókun lækna er ætlaö aö .gera, þ. e. að sýna, hve rnikið hver lyfsölulæknir notar af áfengi. Þaö er ákveðið um áfengisbækur lyfsala. í Jieim sést hve mikið áfengi hver lækn- ir notar árlega, og annaö geta áfengisbækur lækna ekki heldur sýnt. Auð- vitað væri miklu hægra til yfirlits, ef gert væri ráS fyrir, aö nokkurn tíma væri i áfengisbækurnar litiö til aö vinna úr þeim upplýsingum, sem þær hafa að geyma, að hver lyfsali hef'ði sérstaka áfengisbók fyrir lvf- sölulækna og gæfi sérstaka skýrslu um lyfjakaup hvers slíks læknis ár- lega, en vitanlega kemur þaö ekki mér né öörum héraSslæknum viö, hvort hagfeld eöa óhagfeld tilhögun er höfð viö ]iau vinnubrögö. Hins finst mér viö hafa rétt til að krefjast, aö heilbrigjðisstjórnin sé ekki að íþyngja okkur með skriffinsku og skýrslugeröum alveg aö óþörfu. ViS sendum þegar nóg af skýrslum, sem fáir eöa engir lesa og aldrei er unniö úr. * Menn gæti Jiess, að hér er ekkcrt um þa'ð fullyrt, hvort slíkir læknar eru til eða ekki, en höf. regluger'Sarinnar gerir rá'S fyrir, a'S þeir séu til, eSa a. m. k. ver'Öi til, ])vi aS ef ekki væri ráS fyrir þeim gert, verSur ekki séð, aS nokkur minsti átyllu-vottur væri fyrir umræddum reglugerSarákvæSum. Þessu hefir lika oft verið haldiS fram i sumum blöSunum, aldrei sannaS aS vísu, en ekki héldur hrakiS, svo aS vissast er, aS gcra ráS fyrir, aS alt geti komiS fyrir, sbr. o(f söguna um „prócentur af vissum meSulum" í fyrirlestri próf. Sæm. BjarnhéSins- sonar. ** Eg vildi kynnast þeim manni, sem væri viss um aS sér gleymdist aldrei i annríki aS bókfæra spíritusinn t. d. í io grm. af Hoffmannsdr. eSa Yz pela af hlývatni

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.