Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 14
io8
LÆKNABLAÐIÐ
lengri sögu aö segja, og miklu fróölegri, hvenær sem sá tími kæmi, að
hér væru til góöar heilbrigSisskýrslur og vísindaáhugi lifnaöi í landinu.
Serum antisyphiliticum hefir Dr. Query búiö til og Englendingar hrósa
þvi. Hann dælir syphilis t o x i n i í apa og tekur serum úr þeim. Er sagt
aö þaö geti stundum læknaö gamla syphilis, sem ekkert annaö vinnur á.
Soor er nú ekki lengur einfalt mál. Castellani hefir fundiö ekki færri en
20 myglutegundir i soor. Flest veröur flókiö.
Alheims-sóttvörn. Bandamenn hafa nýl. haldið fund í Lundúnum um
alheims-sóttvarnir. Þeir ætla aö koma á fót öflugri samvinnu um sótt-
fregnir og sóttvarnir meðal allra þjóöa (nema Þjóðverja?).
Læknakensla með lifandi myndum. Ameríkumenn hafa tekiö fjölda lif-
andi mynda af operationum og ööru er að læknakenslu lýtur og sýna má
með lifandi myndum. Myndirnar þykja ágætar og er líklegt, aö þær verði
mikið notaðar. Myndavélin er hengd beint fyrir ofan skurðarboröið með-
an mynd er tekin. — (Lancet.).
Epithelioma labii. Broders (Rochester) hefir rannsakað 537 sjúkl. vand-
lega. 57% sjúkl. voru sveitafólk, tóbaksbrúkun sýndist engin áhrif hafa,
en af þeim sem reyktu notuöu 79% pípu. Pipureyking er því varasöm.
Metastase höfðu 23%, og sumir ótrúlega víða (í lungnaeitlum).
Taugaveiki er nálega að hverfa í U. S. Fyrir 15 árum sýktust rúml. 20
af 100.000 ib. í stóru borgunum, en 1919 rúml. 4. Að nokkru leyti er þessi
mikla framför þökkuð bólusetningu.
Sectio cæsarea hefir verið gerð nokkrum sinnum í U. S. með svæðis-
deyfing. .Aö deyfa magálinn er hægur galdur, en fundus uteri er tilfinn-
ingarlaus fyrir skurði. Ráölagt er aö spenna ekki legið út úr magálssárinu,
enda óþarft. — Þetta virðist mjög álitlegt.
Aspirin lækkar hita í sjúkum en e k k i heilbrigðum. Orsök þessa er
ókunn.
Hyperemesis og ecclampsi setur Hofbauer í samband við innrensliskirtla,
varar við opiata og adrenalini, en vill gefa ovarium extrakt.
Pneum. croup. Cecil og Blake hefir tekist að sýkja fjölda apa af pn. cr.
Sýklunum var blásið inn í barka eöa barkakýli. Dýrin sýktust eftir 12—
36 klst. Veikin bagaöi sér að öllu eins og á mönnum. Sýklarnir fundust
eftir 6 klst. i blóöinu og hurfu skömmu fyrir sótthvörf á þeim dýrum, sem
annars batnaði. Sýklarnir brutust fyrst inn í slímhúðina við hilus, flutt-
ust þaöan eftir bandvef og vessaæöum. Bólgan í lungunum byrjaði ætíö
um miöbikið og færðist síöan út að yfirborðinu. — Eftir sýkinguna fjölg-
aöi ætið levcocytum um stund, fækkaði siöan, en fjölgaði bráðlega aftur
til þess allir sýklar voru horfnir úr blóöinu. Ef dýrið drapst kvað miklu
minna að fjölgun þeirra, svo hún reyndist mikil vísbending um horfurn-
ar. — (J. of med. Ass.).
Kíghósti. Eftir 4 vikur hverfa Bórdet-Gengoussýklar úr koki barn-
anna'(smita ekki?). Tilraunir hafa verið geröar með bólusetning (pro-
phylaxis) og blóðvatnslækningu. Hvorttveggja gefur góöar vonir. Mætti
svo fara, að vér stæðum betur að vígi, er K. heimsækir oss næst.
Prolapsus recti, á börnum, læknar Plenz þannig: 12—15 ctm. löng og