Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 10
104 LÆKNABLAÐIÐ minni um fatnaö til bóksala, eöa selja sjálfur öörum kosti. Borgunin koiu óöara meö símanum og var á þessa leiö: Þarna borgast þegar í stað, meö þrjátíu krónum Læknablaö. Gott var aö blessaöur bóksalinn bauöst til aö selja „fatnaöinn"! Halldór Gunnlögsson semur skýrslur. Eg haföi heyrt það í fyrra, að landlækni þættu skýrslur koma seint frá Halldóri og drap á þetta viö hann, er eg hitti hann, þegar eg kom heim úr utanförinni. Halldór sagöi mér, aö skýrslurnar væru vel á veg komnar, því nú væri hann b y r j a ö ur á þeim. Nú hitti eg hann að ári liðnu og spuröi hversu gengi með skýrsl- urnar. H. lét vel yfir ])ví og sagöist nú vera að 1 j ú k a v i ö þ æ r! Hvað er lífið? H. G. las eitt sinn nokkrar aðfinningar frá mér í Lbl., um skýrslugeröina og varö þá þetta aö orði: Hvaö er lífið. og hvaö er Gvöndur? Hagstofuþjónn og lækna-refsivöndur! G. H. Sýnishorn af ensku læknaprófi. ]. Nisbet læknir lét Lbl. góðfúslega i té spurningar þær, sem hann fékk til úrlausnar i liffæra og lífeölisfræöi. Prófið var skriflegt, spurningarnar 8 í hverri grein, og var skylt aö svara ekki færri en 6. Spurningarnar voru þessar: Liffærafræði: i) Fellingar i dura mater irini í hauskúpunni. 2) Arteria mesenter. infer., kvislar hennar og afstaöa og bláæð sú, sem henni fylgir. 3) Gallblaöran, lag hennar, tenging viö önnur líffæri, lega hennar og afstaða. 4) Ductus thoracius og afstaða hans. 5) Slagæöar i ilinni, stefna þeirra og kvislar. 6) M. brachialis, upptök, hald, hreýfitaugar og afstaða. 7) Lig. collaterialia genus, útlit þeirra, hald og afstaða. 8) Ner- vus lingvalis, upptök, afstaöa, starfsvæöi og tenging við aörar taugar. Lífeðlisfræöi: 1) Smásjárgerö lifrarinnar. Á hverju má sjá starfsemi hennar viö efnabyltingu eggjahvítunnar ? 2) Hver eru einkenni enzyma starfsemi ? Nefniö 3 dæmi þess. 3) Lýsið aðal-tilraurium, sem sýna' áhrif æöa-hreyfitauga á blóðrásina. 4) Ilvaö eykur útstreymi adrenalins úr gl. suprarenales inn í blóðiö? Hver áhrif hefir það? 5) Efnasamsetning gallsins? Hvaö er kunnugt um uppruna helstu efnanna? Á liverju þekkj- ast þau ? 6) Hver eru takmörk líkamshitans á heilbrigöum mönnum ? Á hvern hátt helst líkamshitinn, jafnvel þó ytri áhrif séu misjöfn? 7) Lýsiö smásjárgerö heilabörksins í gyrus praecentralis cerebri. Hvað er taliö aö hvert lag i honum starfi ? 8) Lýsiö útliti augabotnsins og smásjárgerð sjónhinmunnar. Eins og geta má nærri, var ætlast til þess, aö hverri spurningu væri aö eins svaraö i stuttu máli. Þessar mörgu spurningar tíökast víöa er- lendis, og tryggja það allvel, aö livorki heprii né óhepni hafi mikil áhrif. Framfarir. Það er alkunnugt, aö Norðurlandaþjóðir hafa stækkaö mjög á síðustu öld, hæðin aukist til mikilla muna. Sennilega stafar þetta af

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.