Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 103 fresta fundinum. Þó getur ekki veriö urii slikt aS tala hvað eftir anna'ð. Á næsta sumri verður að koma fundi á og vonandi veröa þá bæði samgöngiir greiðari og áhuginn meiri. „Það er lengi að skapast mannshöfuðið“, og svo er einnig um þroskað og áhugasamt félagslíf. Læknafélögin ytra þurftu langan þroskunartíma. Læknablaðið. Undanfarið hafa því miður fáir læknar sent því ritgerö- ir. Þetta tel eg ills vita og vott þess, að þeim líki ekki blaöiö, enda er mér kunnugt um, að svo er um suma Reykjavíkurlækna. Eg reyndi að graf- ast eftir þessu hjá flestum héraðslæknum, sem eg hitti á för minni austur og norður fyrir land. Þeir létu svo sem þeir væru ánægðir með blaðið og vildu ekki breyta því verulega, sögðu að bæði ættu þeir sjálfir erfitt með að skrifa sökum annríkis og hefðu auk þess fátt að segja, sem fróðleikur væri í. Vera má að læknum finnist þetta, en það fann eg, ef timi vanst til að tala dálítið saman, að í raun og veru hafa þeir auðvitað frá mörgu að segja og oft merkilegii, þó lítið láti þeir yfir því. Eg vil nefna sem dæmi, að Björn Jósefsson héraöslæknir í Húsavík, hefir gert ýmsar at- huganir um kighósta þar í héraöinu, fundið t. d., að hann getur áreiöan- lega borist með mönnum, sem hafa haft kighósta. Eg vona að hann riti grein um þetta, og jafnframt, að aðrir kollegar geri sitt til að láta ekki íslenska, og oft dýrmæta, læknareynslu fara í gröfina með sér. í raun og veru er þetta skylda, en það er auk þess sómi fyrir mann sjálf- an og gagn fyrir aðra. Jafnvel ýmislegt um ferðalög og erfiðleika lækna ætti að komast í Lbl., þvi margt af slíku eru afreksverk, sem vel mætti halda á lofti. Fyrir mitt leyti tel eg aöalverkefni lílaðsins þrent: S t é 11 a r m á 1, h e i 1 b r i g 8 i s m á 1 1 a n d s i n s og í s 1 e n s k a jæknareynslu. Aftur virtist mér að læknum væri hvað kærastur úrtíningur úr útlendu ritunum. Því miður er blaðinu það ofvaxið, að flytja annað en litil brot af nýungum í læknisfræSi og það g e t u r því ekki komið í stað stóru útlendu blaðanna. Þó verður það reynt framvegis, að gera slíkan úrtín- ing sem bestan, en meðan ófriðurinn stóð yfir var þess ekki kostur vegna þess, hve illa gekk að ná í útlend timarit. Ef hver læknir sendir Lbl. eina stutta, en vel valda, grein á ári, þá er það nóg til þess að gera Lbl. ágætt blaö fyrir stétt vora. Er þetta til of mikils mælst? Um hvað á þín grein að vera kollega góður? — G. H. Lestrarfélagið. Héraðsl. Ól. Finsen skrifar 24. júlí: „Það er mesta meiri, að geta ekki verið í samlögum um kaup á mörgum góðum tímaritum. Vildi feginn vera með í þvi. Hvað líður uppástungu þinni um félagsskap um tíma- ritakaup? Þú mátt áreiðanlega telja mig með, þarft ekki annað en láta mig vita hvað eg á að gjalda, og þá .skal þér verða ávísuð upphæðin." — Hvaö segja hinir sunnlensku héraðslæknarnir um þetta? Væri ekki til- tækilegt fyrir héraðsl. í Borgarn., Borgarf., Skipask., Hafnarf., Keflav-, Grímsness, Eyrarb. og Rangárv.hér., aS stofna slíkt lestrarfélag? Halldór Gunnlögsson borgar Lbl. Eg sendi H. G. tilmæli um aS borga Lbl. og baS hann jafnframt að koma nokkrum sérprentunum af ritgerð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.