Læknablaðið - 01.09.1921, Side 12
LÆKNABLAÐIÐ
138
í sambandi viö mótiö voru stórar verkfærasýningar frá öllum helstu
verkfærasmiöjum Þýskalands. Sá eg' og keypti þar ýmislegt „þénugt“, sem
eg hafði litla hugmynd um aö til væri, fyr en eg rak augun í þaö.
Vil eg aö lokum ráða kollegum, sem út fara, aö setja sig eigi úr færi, að
sækja læknamót þau, sem þeir eiga völ á. Þá mun eigi iöra þess.
Wien 26. júni 1921. G. Einarsson.
r
Alit berklaveikisneíndariunar.
111.
Steingrímur Matthiasson héraöslæknir minnist á álit berkla-
veikisnefndarinnar í grein um Pirquetsrannsókn á skólabörnum í Akur-
eyrarhéraði, í maiblaði Lbl. Eins og viö mátti búast, er hann ekki á
sama máli urn niöurskipun sjúkrarúma utan Vifilsstaöa. Að ööru leyti
talar hann vingjarnlega um starf nefndarinnar, en lætur þó þaö álit í ljósi,
aö hún hafi ekki haft nægan tíma eöa gögn í hendi, til að rannsaka út-
breiöslu berklaveikinnar í landinu, og margt annaö i fari hennar. Eg get
fúslega veriö á sama máli. Þaö er vitanlega ótæmandi verkefni fyrir
hendi, miklu meira en margar milliþinganefndir geta afkastaö í fyrir-
sjáanlegri framtiö. Öll reynsluvísindi eru ótæmandi!
St. M. styöur þá tillögu Guöm. Hannessonar, „að læknir sérfróður eða
tveir feröist urn landið og rannsaki útbreiðslu berklaveikinnar." Það myndi
sjálfsagt mikill fróðleikur fást á þann hátt, en eg er ekki viss um, að
G. H. eöa St. M. hafi gert sér nægilega grein fyrir, hversu mikiö starf
þetta er fyrir 1 eöa 2 menn. Til þess að rannsóknin veröi „raunverulegri
en skjalagrúsk“, verður helst að skoða hvert mannsbarn á hinu rannsak-
aða svæði. Rannsóknari verður að konra á hvert sveitaheimili. Nú eru ekki
nema 2—3 sumarmánuðir hagkvæmir til slíkrar yfirreiðar. Mér þykir vel
að verið, ef hver rannsóknari kemst yfir eitt læknishéraö á einu ári. Það
má því varla búast við, að einum eða tveim mönnum endist aldur til að
rannsaka alt landið! Þegar nú yfirreiöinni er lokið í einhverri sveit, þá
má búast við, að útbreiðsla veikinnar geti tekið talsverðum breytingum
næstu árin. Gömlu sjúklingarnir deyja eöa læknast og nýir bætast við.
I stórum borgum og þéttbýlum landshlutum er útbreiösla veikinnar venju -
lega ekki mjög miklum breytingum undirorpin frá ári til árs. En í strjál-
bygðum sveitum er ööru máli að gegna. Hver sjúklingur og hvert berkla-
veikraheimili vegur hér tiltölulega mikið. í tilliti til berklavarna má þó
segja sem svo: Þó að yfirferðin verði ekki mikil á hverju ári, þá finn-
ast þó einhverjir sjúklingar, sem ekki myndu annars finnast, eða þá miklu
síðar. Að vísu. En þeir sjúklingar yrðu tiltölulega fáir, samanbornir við
sjúklinga á öllu landinu. í tilliti til berklavarna er um að gera að ná í
n ý j a sjúklinga eins fljótt og unt er. Þar er þungamiðja berklavarn-
anna, en ekki aö skoöa einhverja sveit svo sem einu sinni eöa tvisvar
á öld, þó að það aö visu geti gert eitthvað gagn. Aðalatriðið er að lækn-
ar hvers héraös hafi æfingu og kunnáttu í diagnosis og áhuga á berkla-