Læknablaðið - 01.09.1921, Page 16
142
LÆKNABLAÐIÐ
Væri æskilegl, vegna lækna, aíS slikur samanburöur yröi framvegis sýndur
á öllu sem máli skiftir.
Mannfjölgun í landinu var 1880—90 -4- 2,1 %0. (Vesturfarir). r3qo
-1900 9,2, 1901-10 9,1, I9ii-’i5 9,7, hefir með öSrum oröum aukist nokk-
uS, og er nú allmikil. Að meðaltali var mannfjölgun í Evrópu á síöast-
liðinni öld 7-4%o, en í Vestur-Evrópu 1891—1900 8.3. Á 19. öldinni var
mannfjölgun í Danmörku 9,7, Sviþjóð 9,1 og Noregi 7,9%^. — Hér komst
fyrst skrið á mannfjölgunina nokkru fyrir 1890 og síðan hefir hún verið
álitleg. Fátækt og óáran, barnadauði og farsóttir voru það, sem stóð
oss fyr fyrir þrifum.
Mannfjölgunin hefir ekki orðið til þess að auka íbúatölu sveitanna.
Þeim hefir heldur hrakað og alt gengið til kauptúnanna.
Hjónabönd eru hér nokkru færri en alment gerist, og sýna skýrsl-
urnar samanburð. Munurinn er þó ekki mikill.
B a r n a k o m a fer hér mjög minkandi, en er þó vel lifvænleg, eins
og sjá má á samanburði í bókinni. Hámarki náði hún um 1830, og var
þá nálega 5O%0. Síðan hefir hún smálækkað, og má nú ekki lengur svo
ganga, ef vel á að vera. Meðaltalið 1911—'15 er 27,1, og má það gott heita.
Reykjavík skarar fram úr með 31 %0. Þar giftast lika langflestir.
Óskilgetin börn voru á þessu timabili 13.3% fæddra (í Rvik 17,0). Er
þetta nokkru meira en gerist erlendis, t. d. í Danmörku ca. \i%. Það er
ekki þýðingarlaust, þvi óskilgetnu börnin deyja -meira en skilgetin.
Manndauði hefir verið I4,2%0 þessi árin, og lægstur 12,2 (1913).
Þegar nú þess er gætt, að kíghósti o. fl. gekk á þessu tímabili, þá er
þetta ágætt. Og þó náum vér ekki að meðaltali Norðurlöndum. Um 1860
var manndauðinn 30—4O%0, en hefir síðan lækkað stöðugt, þó mikill hafi
hann verið sum árin. Er það eftirtektarvert, að vér, sem lifum í illum
kofum, og brestur flest, sem heilsufræðingar telja lífsskilyrði, skulum
standa framar flestum þjóðum að þessu leyti.
Barnadauði á 1. ári hefir verið á þessu timabili 85,4%^. í Danmörku
var hann (1913—'17) 92%0, og þykjast þó Danir standa vel að vígi. Það
var öðruvísi hjá oss fyr. Þó ekki sé lengra farið en til næsta áratugs á
undan. Þá er barnadauðinn 120,8%0. En hverju er þetta að þakka? Oss
skortir þó ótal margt, sem útlendingar hafa, og ungbörnum mætti að liði
verða. Hafa máske læknarnir gengið um og kent fólkinu meðferð ung-
barna ?
Einn merkasti þáttur heftisins er um dánarorsakir þessi árin, og kemur
nú fyrst fult yfirlit yfir það mál, en þyrfti að koma út óðar en hvert ár
er liðið. Verður minst á þennan kafla í næsta blaði. G. H.
Röntgen og cancer. Ritstjórnargrein í Lancet segir frá hinum nýju
Röntgenlækningum próf. Wintz í Erlangen. Þar segjast þýsku læknarnir
geta með vissu sagt, hve stóran skamt þurfi til þess að drepa cancerfrum-
ur i krabbameinum, og geta gefið nægan skamt, hvar sem meinið er í lik-
amanum. Eru þvi læknar þar að mestu hættir við operationir. 80% af c.
uteri hafa sýnst albata eftir sYo ár. Lancet segir alla reynslu á þessu skorta
í Englandi, en venjulegar Röntgenlækningar þar hafi ekki haft nálægt
því eins góðan árangur og operationes. (2. júni).
Ensk heilsuliæli fyrir verkalýð reynast miður vel. E. Ward, berkla-