Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 8
6 LÆKNABLAÐIÐ tilvonandi næsta læknafund íslands í sumar. Má vænta þess, aö héraSs- læknar sýni málinu þann áhuga, sem ])aS á skiliö. Þá eru og samrannsóknirnar, sem samþykktar voru á sí'öasta læknafundi, nýjung meöal íslenskra lækna. Þannig löguð samvinna ætti meS tímanum aS geta ltoriS góSan og glæsilegan ávöxt, ekki einungis fyrir „praktisk“ læknisstörf, heldur og eirinig fyrir vísindin. Auk þess yrSi hún, ef til vill sterkasta báridiS milli lækna, um leiö og hún eykur veg þeirra og virðing. En — alt er hér komiö undir læknum sjálfum og áhuga þeirra. Mæti þessi litli vísir kulda og hiröuleysi, deyr hann út. FramtíSin ein getur skoriö úr því, livort GuSm. Hannesson hefir veriö of bjartsýnn, þegar hann kom meö þessa tillögu. Enn þá eitt verkefni liggur fyrir. En þaS er ú t r ý m i n g k y n s j ú k- d ó m a n n a. Þá þarf aö gera landræka. Sennilega koma ný lög um þá á næsta þingi. Nefndin, sem sett var í máliö á síSasta læknafundi, mun bráölega koma frani meö tillögur til lagafrumvarps. Því miöur munu kynsjúkdómarnir nú oröiö svo útbreiddir, aö miklu erfiöara er aSstööu en fyrir nokkrum árum síSan. En máliö þolir enga biS. Ýms önnur mál mætti minnast á, sem varöa læknastéttina og hljóta aö koma fram innan skamms, og því eins gott aS fara aö átta sig á þeim. Þar á meöal eru sjúkrasamlög og vátryggingar ýmis konar. Vonandi veröur tækifæri til þess aS ræöa þessi merkilegu mál síöar. Ritstjórnin væntir þess, aö læknar sendi blaöinu skoSanir sínar, bæöi á þessum mál- um og öSrum. Röntgenstotnunin 1914—21. Eftir Gunnl. Claessen. Konráö Röntgen prófessor í eSlisfræSi í Wúrtemberg fann geisla þá, sem viS hann eru kendir, áriö 1895, og þegar á næstu árum fyrir alda- mótin tóku erlendir læknar aö iöka geislarannsóknir (röntgenografi- og -scopi) á sjúklingum, og geislanir i lækningaskyni (röntgenotherapi). íslendingar voru seinir á sér í þessum efnum, og er þaö vart láandi; á fyrstu árum röntgenfræöinnar geröust sífeldar breytingar á vjelum og áhöldum öllum, þannig, aS ekki var öSrum hent aS fylgja slíkri fram- þróun en þeim, er miklu gátu til kostaö. Svo þurfti og nokkurra ára reynslu til aö sýna hvers viröi röntgenáhöld mundu veröa fyrir læknis- fræöina. íslendingar eignuöust ekki röntgentæki fyr en 14 árum eftir aldamótin. Á fjáraukalögum 1913 voru fyrir tilmæli læknadeildar há- skólans veittar kr. 6000.00, til þess aö kaupa röntgenáhöld og koma þeim upp ; voru þaS tildrögin til þess aS R ö n t g e n s t o f n u n h á s k ó 1- ans var komiS á fót. Undirritaöur var skipaöur forstööumaSur frá 1. jan. 1914; starfinu fylgdi kensluskylda viS háskólann. ÞaS mátti meö sanni segja, aö lítil skilyröi væru fyrir hendi til þess, aS koma hér upp röntgenstofu. Vélarnar mátti aö vísu kaupa frá útlönd- um, en hæfilegu húsnæöi var ekki völ á, rafmagnsmaöur enginn hér í bæ.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.