Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 7 er kynning heföi af röntgenvélum né uppsetning þeirra, og loks engin rafmagnsstöð, er framleiddi öflugan og ábyggilegan straum í vélarnar. Meginhluti áhaldanna var pantaður siðast á árinu 1913, hjá verksmiðju Siemens & Halske i Berlín. Röntgenvélin var valin af þeirri gerð, að með henni mætti lýsa gegnum sjúklinga, taka myndir á plötur og framkvæma minni háttar röntgenlækningar. Aðalvélin er 6 kw. spennir (transforma- tor) með aukavélum. Auk þessa voru ýmisleg minni háttar áhöld keypt frá verksmiðju Levririg & Larsen og frá Budtz Möllers Eftf. í Kaup- mannahöfn. Spennirinn getur framleitt ca. 120 þús. volta straum, og því auðið að taka skýrar augnabliksmyndir af líffærum, sem hreyfast, svo sem maga og ristli; vel skörpum hjartamyndum er þó ekki auðið að ná með þessari vél; til þess útheimtist, að hægt sé að taka myndina á %oo sek Húsnæði til röntgenstarfa þarf að vera rúmgott, vel hitað og með öllu rakalaust. Sjálf áhöldin taka allmikið rúm og krefjast verður, að auðið sé að koma fyrir verndarveggjum, svo starfsfólki stafi ekki hætta af geislunum; eftir ieiðslunum fer háspennustraumur, sem oftast er Ijráð- drepandi, ef við er komið; þarf því að vera hægt að búa tryggilega um leiðslur allar og lofthæð má ekki vera minni en 3 m. Eldingarnar í vél- unum framleiða eitruð köfnunarefnis og súrefnissambönd, og þarf þvi loftrás að vera í góðu lagi; er það útlend reynsla, að starfsfólk á rönt- genstofum þjáist jafnaðarlega af blóðleysi og máttleysi; er um kent hinu óholla andrúmslofti í röntgenherbergjunum og jafnframt því, að mikið er unnið í myrkri. Óneitanlega er ömurlegt, að Iryrgja glugga þá fáu daga, sem glatt sólskin er í Reykjavík. Ekki tókst að útvega svo heppilegt húsnæði sem æskilegt hefði verið, þótt húsið í sjálfu sér sé með þeim best bygðu í bænum; voru tekin á leigu 3 herbergi í húsinu nr. 12 á Hverfisgötu (eign próf. G. Hannessonar). Myrkvastofa til ljós- myndastarfa v.ar í kjallara, en á stofuhæð biðstofa og röntgenherbergi, 7X7 álnir; hið síðasttalda var háskalega þröngt, en húsnæðið á stofu- hæðinni var rakalaust og góð miðstöðvarhitun; eru þetta góðir kostir, því rafmagnsvélar þola ekki raka og mikils virði er, að upphitun sé góð, svo ekki komi hrollur i sjúklinga, er þarf að afklæða að meira eða minna leyti. Ef sjúklingar voru fluttir i sjúkrakistu, var engin leið að koma henni inn í röntgenherbergið, og var slíkt oft bagalegt, ef um beinbrotna menn eða þjáða var að ræða. Röntgentækin komu um mánaðamótin febr.—mars 1914; vann rafmagns- fræðingur Halldór Guðmundsson að uppsetning vélanna og leysti það starf vel af hendi. Rafmagnsstraum til reksturs vélanna tókst að útvega frá tréverksmiðj- unni „Völundur". Engin fjárveiting var fyrir hendi, til þess að koma upp sérstakri rafstöð handa Röntgenstofnuninni, enda vandræði að setja upp smáar stöðvar, sem venjulega reynast illa. í „Völundi" var rafmagns- vél til lýsingar og hægt að miðla rafmagni til röntgenvélanna um sérstaka vírleiðslu, sem leggja þurfti á milli. Rafmagnið var, því miður, hvergi nærri eins öflugt né stöðugt sem skyldi, og gat spennan jafnvel fallið 10—25 volt, ef unnið var í verksmiðjunni með mjög .aflfrekum vélum eða þegar snögglega var tekinn mikill straumur til röntgenvélanna við augnabliksmyndir; mjög oft Jiurfti þegar svo stóð á, að síma til verk- smiðjunnar, og brugðust starfsmennirnir þar ætíð vel og lipurlega við,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.