Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐiÐ 13 ef til vill steril. jodoformi e’5a öörum lyfjum inn, og fá miklu betri árang- ur en af öllum gömlu hervirkjunum. Þó aS eins sé þetta tvent taliö, þá cr þaÖ mikil framför. Eöa þá meðfer'öin á spondylitis nú oröiö. H. G. telur þa'Ö hægöarverk að rétta hverja kryppu, sem ekki er oröin algerlega föst og beingerð. Hefir áöur i Lbl. verið minst á lækningaaðferðir Calots við ]<ann sjúkdóm. Viö lifum á mikilli framfaraöld, en þá er aö fylgjast meÖ öllurn framförunum! (21. Maí). Nýtt svæfingarlyf „ethanesal" hefir Makenzie Wallis fundiö, og er það ketonar leystir upp i æther. Sýnist taka fram bæði æther og chloro- formi, en er þó lítt reynt enn. (4. júní). Lepralyf býr Leonard Rogers (School of trop. med.) til úr chaulmoogra- olíu og lýsi. Segir þau taka olíunni fram. 80% sjúkl. fá mikinn bata, en allmargir sýndust relativt læknaðir. (4. júní). Skólakensla í samræðissjúkdómum. Société de Médicine Publique í Paris vill koma á kenslu i samræðissjúkd. i efstu bekkjum barnaskólanna, í sjó- mannaskólum o. s. frv. — Sennilega er þá tilætlunin að kenna þetta i sambandi viö náttúrufræöi í skólunum. Áfengið. Eins og kunnugt er, reyndist áfengisreglugeröin síðasta lítf iramkvæmanleg og hefði henni verið breytt fyrir nokkru, ef ekki hefði staðiö til breyting á öllu áfengis-skipulaginu eða ólaginu, um áramótin, cr lögin um einkasölu á áfengi ganga í gildi. Af ýmsum ástæðum verður þó enn dráttur á öllu ])essu um 1—2 mánuði, svo sem sjá má á auglýs stjórnarrá'ðsins í Lögbirtingarblaðinu. The Lancet. Um bamaveiki, greining hennar og meðferð, ritar Fr. Thomson. Oft- ast myndast skófir innan 24 klst., og þá eru þær full leiöbeining, en dreg- ist getur þetta í 36 klst. Ef þrotinn í tonsillae er mikill, hefir myndást fljótt, er beggja megin og samfara bjúg i vefunum og mikilli eitlabólgu, þá bcndir alt þetta á b. Einföld kverkabólga fer hægar, er sjaldan beggja megin, en aftur á ]iá sjúkl. öllu erfiðara með aö opna munninn. — Stund- um cr afarerfitt aö greina skarlatssótt frá b. fyr en glögt útþot kemur (ef þaö þá sést) en ætíð skal skoöa slík vafatilfelli b., og gefa blóðvatn. — Þá villast menn stundum á hettusótt, er eitlaþrotinn er mikill. — Blóö- vatnsskamtur hans er frá 6.000—50.000 I. E„ (ekki afarhár, en þó miklu hærri en vér höfum oftast notaö. Hann leggur mikla áherslu á langvinna rúmlegu, vegna hjartans, vill láta sjúkl. liggja á bakinu, koddalausa, frá 3—9 vikum. Að sjálfsögöu þarf vandlega aö hugsa um næringuna. — Minna má á það, að vara skyldu menn sig á b. í nefinu, sem cr algeng, og aö oftast sjást engar skófir í kokinu við d. laryngis. Nef- kvillanum fylgir rensli úr nefi og nefstýfla; skófir í barkakýli er auð- velt aö sjá meö laryngoskóp. Börnin orga, svo alt sést furöu auöveldlega, cf maður er „snar í vendingunni“. Þá má það oft takast, að finna ótvíræöa barnaveikissýkla í hálssliminu, ef því er strokið á nokkur gler, og þau lituð. Aö nota þessa ströngu rúmlegu viö létt haldna sjúkl. sýnist óþarf- lega strangt, og fæstir munu endast til þess, en þó er það satt, að slæmar lamanir og hjartaveila geta komiö eftir væga veiki. — (9. júli).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.