Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1922, Síða 3

Læknablaðið - 01.07.1922, Síða 3
8. árg. 7. blað. Júlí, 1922. Aðalfundur Læknafélags íslands. 3. aðalfundur Læknafélags íslands var haldinn dagfana h. 26.—28. júní, í þingsal neðri deildar í Alþingishúsinu. Auk Reykjavíkurlæknanna sóttu þessir læknar fundinn: Ól. Finsen, Bjarni Snæbjörnsson, Helgi Guðmunds- son, Halldór Gunnlaugsson, Guðni. Guðmundsson (Stykkish.), Guðm. Guðfinnsson, Magnús Pétursson, Sigurjón Jónsson, Páll Kolka, Eiríkur Kjerúlf. Alls milli 30 og 40 læknar. Að kvöldi þess 26. júní héldu læknarnir, ásamt konurn sínum, veislu á Hótel ísland. Var fyrst borðhald og dansað á eftir langt fram á nótt. Sátu milli 50 og 60 manns veisluna. Hafði stjórn Læknafél. Reykjavíkur séð um undirbúninginn. Fundurinn var settur kl. 3 af próf. Sæm. Bjarnhéðinssyni, sem gerði grein fyrir störfum félagsins síðan á síðasta aðalfundi. Gat hann þess, að á síðasta fundi hefði verið ákveðið að taka hjúkrunarmálið inn á dagskrá. Hefði þetta gleymst, er dagskrá var sarnin, en bætt úr því með því að setja það sem fyrsta lið af „öðrum málum“. Þá gerði form. grein fyrir fjárhag fél., og lagði fram reikningana. Hafði Þ. Thoroddsen endurskoðað þá. Eignir félagsins eru nú 1099 kr. og 18 au., og auk þess 35 kr. í útistandandi félagsgjöldum. Stakk hann upp á Þ. Thoroddsen sem fundarstjóra. Samþ. Guðm. Hannesson var kosinn skrifari fundarins. 1) Reikningarnir bornir upp til samþyktar. Samþyktir i einu hljóði. 2) Form. bar fram ósk frá nokkrum læknastúdentum, að þeini væri leyft að sitja fundinn. Samþykt með þeirn fyrirvara, að þeir gengju af fundi, ef félagsmenn óskuðu. 3) Fundarstjóri gaf 1 a n d 1. G. B j ö r n s o n orðið sem formælanda i berklavamamálinu, sem var fyrsta mál á dagskrá. Formælandi skýrði fyrst frá tildrögum milliþingan. og berklavarna- laganna. Kvað hann nú skoðanir mjög skiftar milli lækna um framkvæm- anlegleik laga þessara. Yrði þetta að sínu áliti seinunnið starf og erfitt, hlyti að standa árurn saman. Hann taldi þar á meðal nauðsynlegt, að hér sem i nágrannalöndunum væri sérstökum lækni falið að stýra öllum fram- kvæmdum. Hefði og stjórnin tekið það ráð, að biðja sig að korna málinu af stað og veitti hún honum frí frá landlæknisstörfum i hálft ár, en ráð- gert hefði verið hálfu lengri tírni og leiddi þetta til þess, að störfunum var ekki lokið nema til hálfs.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.