Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1922, Page 13

Læknablaðið - 01.07.1922, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 107 Sigurj. Jónsson kvaS rétt aS hrapa ekki um of aS svo stórum tnálum. G. Björnson sagði frá hversu sjúkrávátryggingin erlendis heföi hvervetna sprottið upp úr frjálsu samlögunum. Áhætta rnikil aS skylda iandslýð, ef til vill áöur en hann vill sjálfur. Einnig erfitt aö gera áætlun um kostnaö meöan innlenda reynslan er svo litil. Taldi hann æskilegast, að gangurinn yröi hér liinn sami og erlendis. Að dentba skyldutryggingu á þyröi hann ekki. G. G u ö f i n n s s o n. 1920 var samþ. á Alþingi, aö stjórnin skyldi rann- saka ýmsar tryggingar og þar á meðal sjúkratryggingar. Mætti ef til vill nægja að reka á eftir stjórninni aö hraða rannsóknum. P. K o 1 k a kvað nauðsyn að ýta örugglega á eftir þessu máli, því ann- ars yrði ekkert úr framkvæmdunt. — Áðurnefnd tillaga hans samþykt með 9 atkv. E i r. K j e r ú 1 f taldi þýðingarmikið að berklaskattur gengi til berkla- varna og einskis annars. — Áðurnefnd till. hans var feld með 7:4 atkv. Kvöldfundur 28. júní. 4. mál var hjúkrunarmálið. í fjarveru próf. Sæm. Bjarnhéðinssonar hafði Magn. Pétursson fram- sögu. Kvað hann sig lítt við búinn, er hann hefði fyrirvaralítið tekið að sér framsögu. — Las hann síðan upp bréf frá „Félagi ísl. hjúkrunar- kvenna“. Var þar skýrt frá tillögum fél. um nám hjúkrunarstúlkna. að nokkru leyti hér á landi, að nokkru á ríkisspítala Danmerkur, og farið íram á, að Læknafél. ísl. féllist á þetta skipulag. Fundarstjóri las upp till. frá G. H.: „Fundurinn telur það mjög æski- legt, að sem flest héruð ráði fulllærða hjúkrunarstúlku, sem, auk annara starfa geti aðstoðað héraðsl. í heilbrigðismálum.“ G. Björnson kvaö erfitt aö fá hér góðar hjúkrunarstúlkur meðan sækja þarf mentun til útlanda. ísl. hjúkrunarstúlkur gætu komist að á lakari spítölum erlendis, siður á góðum. Fyrst gæti þetta mál komist í gott horf, er landsspítalinn yrði bygður. Hann væri eitt hið þýðingarmesta af heilbrigðismálunum. G. Hannesson gerði grein fyrir því, að hann hefði ekki átt kost á að kynna sér þetta mál, nema að litlu leyti. G. C 1 a e s s e n taldj kröfurnar, ^/2 árs nám, langt of strangar. Gæti þetta ekki komið til tals t. d. um skólahjúkrunarstúlku í Rvík. G. G u ð f i n n s s o n kvaðst sömu skoðunar og G. Claessen. Fyrst um sinn mættu menn til að fara varlega og gera ekki sveitum og hjúkrunar- fél. of erfitt fyrir. M a g n. P é t u r s s o n. Varhugavert í till. G. H. að hjúkrunarstúlkan væri „fulllærð". Sveitarfél. væri ofvaxið að ráða fulllærðar hjúkr.konur. S i g. M a g n ú s s o n kvað varasamt að gera lægri kröfur en hjúkrun- arkvennafél. hefði gert. G. H a n n e s s o n sagðist vel skilja mótbáru héraðsl. Sjálfur hefði hann verið sömu skoðunar, en á síðari árum virtist sér að héraðahjúkrunarstúlkur þyrftu að vera mjög vel æfðar, ef þeim ætti að vera treystandi til að gefa

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.