Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1922, Side 17

Læknablaðið - 01.07.1922, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ iít margir læknar, og eru flestir sérfræSingar í einhverri grein læknisfræS- innar. Sjúklingar ganga frá einum til annars. Alt er athugaö, öll líffæri og starf þeirra rannsaka'ö eftir nýjustu a'Sferðum, starf hjartans og þan- þol æSanna mælt, blóöiö skoöaö efnafræðislega og í smásjá, skilningárvitin rannsökuð, mælt afl flestra vööva, sjúklingar gegnumlýstir meö X-geislum (Röntgens-geislar eru kallaðir svo hér). Þaö er athugað, hvaöa gerlar finnist í þörmum og hálsi og hálskirtlarnir (tonsills) mjög oft teknir burtu, því þaö er taliö víst, aö frá þeim stafi margs konar ófögnuöur. Aö rannsókn lokinni er sjúklingunum sagt og gefið uppskrifaö hvaöa læknisaöferö veröi við þá höfð, og til hvaða læknis þeir eigi aö fara, og er það nokkuö mismunandi eftir því hvað aö sjúklingnum gengur. Á heilsuhælinu er kjöt alls ekki notað. Allur matur er búinn til úr jurtaríkinu og mjólk og svo nokkuð notuö egg, en lítið. Dr. Kellogg held- ur því fram, aö maðurinn sé í eðli sínu jurtaæta eins og dýr þau, sem honum eru skyldust, aparnir. Sólin er uppspretta alls lífs á jörðinni og viðhald þess, og þess vegna líka læknir. Sólin safnar fyrir í plöntum og jurtum næringarefnum handa dýrunum. Hið sama á sér stað með manninn og vélar. Til þess að knýja þær áfram eru notuð efni, sem sólin hefir safnað fyrir, kolin, en ekki brent í þeim lifandi dýrum. Maðurinn meltir miklu betur jurtafæðu en kjöt af dýr- um. Kjötið meltist ekki til fullnustu í þörmum mannsins, það sem ekki meltist til fullnustu rotnar í ristlinum og framleiðir eiturefni (toxin), sem setja kalk í æðarnar, og gera manninn gamlan fyrir aldur fram, orsaka bólgu í slímhúð þarmanna, botnlangabólgu og fleiri kvilla. Kjötiö orsakar tregar hægöir, við það verður rotnunin meiri og eiturefni, rotnunarefni (toxin) komast þess auðveldara inn í blóöið, og þaö er aðalorsökin til ]æss, að menn ná ekki háum aldri. (Niðurl.) F r é 11 i r. Sæmundur Bjarnhéðinsson, prófessor, fór til útlanda í lok júnímánaðar. Sigvaldi Kaldalóns, sem dvalið hefir ytra, sér til heilsubótar, síðastliðið ár, er nú kominn lieim, en hefir þó enn ekki náð fullum bata, svo aö hann geti sest aftur í hérað sitt, sem erfitt er yfirferðar. Jónas Kristjánsson kemur heim til sín nú seint í þessum mánuöi, eftir langt ferðalag um Ameríku í vetur og vor. Aö lokum hélt hann til Dan- merkur og þaðan heim. Páll Kolka er nýfarinn héðan til Ameríku, ætlar sér að ganga á spítala í New York að minsta kosti i ár, en Árni Vilhjálmsson gegnir læknis- störfum fyrir hann i Vestmannaeyjum á meðan. Ólafur Gunnarsson er á ferðinni hér í Rvík um þessar mundir. Snorri Halldórsson og Daníel Fjeldsted eru nýkomnir úr siglingu og er Snorri nú á leið heim til sín í Síðuhérað. Helgi Jónasson er korninn til bæjarins og fer utan í byrjun næsta •nánaðar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.