Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1924, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.06.1924, Blaðsíða 3
6. tolaö io. árg. Reykjavík, i. júní 1924. Ristilbólga. Orsakir og eðli sjúkdómsins. (Partur úr erindi fluttu í L. R. þ. 10. febr. '24). Eftir Halldór Hansen. Ristilbólga (colitis chr. simpl., c. chr. mucosa, c. mucomembranacea) er sjúkd., er menn lengi hafa þekt, en sem nú er svo aS segja, á hvers manns vörum, lækna og leikmanna. Mun þaö vera sami sjúkd. og eldri læknar kölluðu enteritis membranacea, þar eð þeir álitu, að sjúkd. værí i öllum þörmunum. Eins og sum latnesku nöfnin benda á, er það sér i lagi slimið í hægfð- unum, er einkennir sjúkdóm þenna. Nú skyldu menn halda, að ekkert væri cðlilegra, en að slím sæist í hægðunum, þar eð þarmarnir eru alþaktir slímmyndandi frumum að innan. 1 mjógirninu er þetta svo. Greinilegir slimhnoðrar sjást með berum augum í þarmvökva heilbrigðra manna, en öðru máli er að gegna um ristilinn. Þrátt fyrir slímfrumúr hans og þrátt fyrir það, að slím mjógirnisins berst að sjálfsögðu niður í hann, sést ekkert slím, né finst við útþvott, í liægðum heilbrigðs manns. En slímið er þar sarnt, en það er í uppleystu ástandi, og má fella það út með edikssýru, Þegar sýnilegt slím er í hægðunum, hugsa menn sér því, að annaðhvort myndist óeðlilega mikið slírn, eða aö hið uppleysta slím fellist út. Virðist hið síðara eiga sér stað, ef mikið er af kalksöltum í hægðunum (Loeper), og ef fita er náið blönduð slíminu (Schmidt), eða menn hafa hugsað sér að slimfellandi ferment myndaðist i bólginni slimhúð ristilsins (Roger). Annars hefir menn deilt á um það, af hvaða orsökum slímmyndunin kæmi. Hafa ýmsir þektir læknar álitið það stafa af eins konar „local neurose", einkum Jjegar slímið kemur í stórum himnum eða hólkum, og nefnt sjúkd. eftir því (colica mucosa, myconeurosis intestinalis). Slík skoðun hefir eink- um við það að styðjast, að venjulega eru sjúkl. þessir taugaveiklaöir, slímhægðirnar koma oft skyndilega, t. d. eftir geðshræringu, og að við smásjárskoðun á ristilslímhúð slíkra sjúkl. hafa lítil eða engin bólguein- kenni fundist. Flestir munu þó vera þeirrar skoðunar, að slímmyndunin stafi af bólgu (catarrh.) i slimhúöinni. C. mucomembr. álíta þeir, að sé ekki annað en exacerbation á chr. sjúkd., enda finnist slímiö í hægðun- um, oftast einnig á rnilli kastanna, bólgueinkennin sjáist auk þess oft berlega i proctosigmoidoscopi (oedem., roði, erosiones) og einkenni chr. bólgu post mortem (pigmentation, stase, folliculær smásár o. s. frv.) — En hvað veldur þá bólgunni?

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.