Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1924, Side 8

Læknablaðið - 01.06.1924, Side 8
86 LÆKNABLAÐIÐ og þaö einkennum, er líkjast grunsamlega mikiö þarmeitrunareinkennum Lane’s. Hann segir meöal annars, aö sjúkl. veröi andlega og líkamlega ])reklausir, lystarlausir og megrist jafnt og þétt, fái foetor ex ore, höí- uöverk, bakverk, vöðva- og liðagigt (verki), pigmentbletti í húðina, kald- ar og rakar hendur og fætur, þefillan svita o. s. frv. Flestir munu kannast viö allflest þessara einkenna á berklaveiku fólki, án ])ess að obstipation sé þar óhjákvæmilegur fylgifiskur. Tracheotomi — Dekanylement. Erindi flutt í Læknafélagi Reykjavíkur 14. april 1924. Eftir Ólaf Þorsteinsson. (Niðurl.) Eg hefi gert samtals 18 tracheotomiur með langskuröi gegnum húð, lina parta og trachea, á 12 árum. 1 5 börn með croup. 1 tracheotomi sem undirbúnings-óperation undir laryngofissur, til að taka burt tumor í larynx. 2. Eg geröi tracheot. inf. á 6 ára gamalli stúlku frá Austurlandi, sem hafði haft croup. Var með kanylu (trach. sup.), sem hún var búin að ganga meö i ca. 8 mán. Laryngoscopi sýndi laryrix mjög þröngt og stíft. Eg tók kanyluna út, færöi hana neðar, og geröi svo á stúlkunni laryngo- fissur; var það árið 1911. Lagöi eg inn nokkuð þykt drain, sem eg festi með silfurvír, og lét það liggja 2—3 vikur. Drainiö náði neðan frá kan- ylunni og upp að introitus laryngis; þó svo, að hún gat borðað allan mat, án þess hann hrykki niður i barkann. Var hún ávalt hítalaus og fór vel fram. Þegar eg tók drainið út. var larynx töluvert víöara, svo hún gat andað gegnum þaö, þegar eg hélt fyrir kanyluna. Nokkru síðar tók eg kanvluna alveg út, og stúlkunni leið vel. Síðan eru liðin 12 ár, og veit eg ekki annað en henni líði vel; hún er raddlítil, en þó ekki hás. Gamli fistillinn eftir kanyluna var særöur, og lokaðist án þess aö gerð yröi plastik. Ef hún fær slæmt kvef, fær hún aðkenningu af andþrengsl- um, en þó aldrei svo, að ástæða hafi verið að gera neitt við það, og leið alveg hjá, þegar kvefið minkaði. 3. af hinum fullorðnu sjúklingum var kona austur í Árnessýslu, meö tub. pulm. et laryng. Læknir kallaði mig austur; hún var að því komin aö fæða. Við laryngoscopi sást mikil oedematös bólga í reg. arytenoidea, svo ekki var hægt að sjá niöur í larynx. Var hún alveg aphonisk og tölu- verö andþrengsli, og næring sára lítil. Eftir beiðni læknisins, manns hennar og hennar sjálfrar (henni fanst hún ætla að kafna meö köflum), svæföum við hana, og geröi eg á henni tracheotomia s u p. Eg lagði inn digra lcanylu, því uppgangur var töluverður. Operationin gekk vel, og konunni leið mikið betur á eftir. Viku síðar fæddi hún barn. Fæð- ingin gekk vel, og barniö lifir enn, aö þvi er eg frekast veit. Sjúkl. dó hálfum mánuði síðar úr tuberculosis. Hafði hún verið á Vifilsstaðahælinu um tíma, og var send heim til sín. Hinir sjúkl. allir voru börn með croup. Þar af hafa t v ö dáið. Ann- aö dó á skurðarborðinu. hafði ekki fengið serum. Kanylan var komin

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.