Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1924, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.1924, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 9i maíiu' mikill óg lét mjög til sin taka í ýmsum almennum málum héraös- búa sinna, hvort heldur voru sveitar- eöa sýslumál. Hann var aldrei neitt hálfmenni aö lundarfari, en barðist af öllu afli fyrir þeirn málum, sem hann vildi fá framgengt, eöa taldi nytsamleg. Hann var heilbrigSisfulltrúi Reykjavíkur um hríð, eftir aö hann flutti þangaö, og vikli ganga eftir því meö alvöru, aö íramfylgt væri þeim ákvæöum heilbrigöisreglugerðarinnar, sem hann átti sérstaklega aö hafa eftirlit meö, ef til vill meö meiri alvöru en bæjarstjórnin óskaöi eftir. \’íst var þaö, að hún tók mann, sem var ókunnur þess konar störfum fram yfir hann, þegar átti aö kjosa heilbrigöisfulltrúa næst, með hærri launum. Júlíus var mikill búsýslumaöur og kunni ágætlega viö sig i sveitinni. Hann geröi mjög miklar jaröarbætur í Klömbrum, bygöi upp öll hús og reisti meöal annars stórt steinhús þar. Gestrisni og rausn hans var alkunn ])ar í sýslu. Hann var gleöimaöur og hjálpsamur, og ákaflega tryggur vinur. Eg hygg. aö hann hafi verið góöur læknir yfirleitt, enda hafði hann mjög mikiö að gera á þeim tímum, sem eg þekti til hans. Þeir, sem þektu Júlíus nokkuð aö mun, hvgg eg aö hafi flestir haft mætur á honum. S. B. Hjúkrunarfræði Steingríms. Stcinyrímur Matthíasson: Hjúkrun sjúkra. Hjúkrunarfræði og Lækninga- ijók. Fyrri hluti bls. 1—237; síðari hluti bls. 238—568. ÍJtgef. prentsmiðja Björns Jónssonar, Akureyri 1923. Bók þessi er aö efnisvali mjög fráljurgöin öörunt lækningabókum, sem út hafa verið gefnar hér á landi. Titill bókarinnar ber þaö með sér, að hún er fyrst og fremst ætluö til þess aö veita fræöslu um hjúkrun. „Góö hjúkrun er oft sama og lækning“ segir höí., og lýsir því vel, aö mikill fjöldi þeirra sjúklinga, sem læknar eru sóttir til, oft meö ærnum kostn- aði og erfiðleikum, þurfi í rauninni ekki meiri hjálp en mentuö hjúkr- unarkona geti látið í té. Höf. dregur mjög kjark úr þeim, sem þykjast geta orðið læknar af því aö lesa eina eða tvær lækningabækur. „Þaö eru aö eins sárafá læknislyf, sem geta beinlínis læknaö sjúkdóma“---- „Og fjölda sjúkdóma má lækna lyfjalaust, meö einföldum hjúkr- unarráðum. ... “ Veitti ekki af, aö við læknar heföuin þetta hugfast. Höf. gerir þá kröfu til hjúkrunarkv., aö þær kunni aö matreiðslu og séu fúsar á aö taka þáit í ræstingu á heimili sjúkl.; þessi atriði ættu hjúkrunarkonur okkar aö taka til athugunar. Rækilega er brýnt fyrir hjiikrunarkonunni, að viðhafa þrifnaö og hreinlæti meö sjálfa sig og hverjar kröfur hún á aö gera af heimilisfólkinu, þar sem húri hjúkr- ar. aö svo rniklu leyti sem ur.t er. Er höf. sist of strangur í því efni; virðist t. d. ekki heppilegt, að ungbörn skuli undanþegin þeirri reglu, aö hafa sérstakt rúm. Flestum mun þykja full-langur tími, aö nota sama undirlakið i 3—4 vikur, jafnvel þótt hlíföarlak sé notað, og ennfremur of sparlega á haldiö, að skifta ekki um vasaklúta nema á viku íresti.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.