Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1924, Síða 7

Læknablaðið - 01.07.1924, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ IOI sjálf liótelin eru spítalar um leið. Á hótelinu sjálfu var maturinn svo dýr, að eg sá mig ekki bann burgeis, að geta borðað þar. Eg fann líka fljótt C a f e t a r i a úti í bæ, þar sem eg borðaði vel og ódýrt. (En Cafe- tariurnar í Ameriku eru þarfaþing, þar sem maður hjálpar sér sjálfur, og þarf ekkert Jjjórfé að gefa; — orðið cafetaria er vist spánskt. Velur sér rétti af ýmsu tagi i aragrúa af matartegundum, sem framreidd- ar eru á löngu borði, fer svo með sinn bakka fullan út i liorn og sest þar að snæðingi í mestu makindum). En þegar eg hafði satt I}Tst mína á hinum framborna mat, hélt eg til Mayo-klinikurinnar, til að afla mér allrar fræðslu um það, hvernig eg ætti að haga mér til að fá að sjá og læra sem allra mest þann vikutíma, sem eg ætlaði mér að standa við í bænum. Eg kom nú inn í forsalinn („the lobby“) sem eg áður gat um. Þá var þar krökt af fólki, sem sat á stólum og bekkjum, og leist mér margt af því ógæfusamlegt. Menn með reifuð höfuð og hendur; náfölar, grindhoraðar konur og kakektiskir karlar og kerlingar, auðsjáanlega með krabba, eða hvitblæði, og hundrað stórsóttir. Komnir aðvífandi hvaðanæfa, jafnvel lengst sunnan úr Suður-Ameríku og norðan frá Alaska, til liessa griðarstaðar, til að þiggja, þó ekki væri nema síðustu likn frá „ljúfasta læknisjárni". Salurinn er stór, ferhyrndur, og rúmar marga, í honum miðjum stend- ur hópur af pálmum utan' um snotran loftháf, sem til að sjá líkist prédik- unarstól. En að það er loftháfur, sér maöur á þvi, að upp úr honum blakta Iangar, allavega litar pappírsræmur, eins og eitthvert æfintýra-sefgras upp úr pytti. Þetta er loft-gosbrunnur, þar sem hreint og hitað loft streym- ir upp. frá miðstöð neðanjaröar, til aö hita salinn. En úti í hverju horni á salnum var skrifborð, og þar sat snotur stúlka við sina ritvél og hafði sér til hjálpar i eða 2 álíka snotrar hjálparstúlkur hver. Og nú var gangur sögunnar þessi, að sjúklingarnir komu hver af öörum, eftir þeirri röð, sem þeim hafði verið skipað í, til að leita sér upplýsinga, hvað þcir ættu að gera, og hvert þeir ættu að snúa sér. Þarna sá maður með öðrum orð- um fyrstu umferð hrávörunnar inn á milli vélarhjóla verksmiðjunnar. i )g nú var löng leið og ströng fyrir hendi, til ]>e;ss annaðhvort að koma út aftur jafngóður eða lakari eða enda sem k a d a v e r, nákvæmlega krufinn og mikroskoperaður p o s t m o r t e m. Og hjálparstúlkurnar ’.óku hver sinn sjúkling meö sér burt, sitt í hverja áttina, til þeirra lækna- sérfræðinga, sem skrifstúlkurnar höfðu dæmt hverjum sjúklinga að kom- ast fyrst í kast við. Og sá eg það alt betur síðar, þegar eg sjálfur gaf mig fram sem sjúkling og lét rannsaka mig í báða enda, til þess að kynnast gangi hlutanna, eins og seinna skal sagt. En úr salnum lágu göng í ýmsar áttir, og á þessum göngum sá maður smásaman skipast í sæti aragrúann af sjúklingum, fyrir framan dyr hinna mörgu læknisherbergja, sem lágu aö þessum göngum; því Mayo-bræður hafa marga lækna sér til hjálpar. Mér var sagt eilthvað 300. Margir gera ekkert annað en taka Journal. En aðrir rannsaka betur, og betur, eftir því sem þeir eru sér- fræðingar til. Eg fór nú líka inn í vélina, en óskaði að eins að vera skráður sem lækn- ir, og óskaði upplýsinga um hvar og hvenær eg fengi að sjá Mayo-bræður gera skurði. Eg sneri mér auðvitað til þeirrar stúlkunnar, sem mér leist best á. Hún vísaði mér til annarar, en hún aftur til enn annarar uppi á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.