Læknablaðið - 01.07.1924, Blaðsíða 8
102
LÆKNABLAÐIÐ
lofti. „Næstu dyr til hægri meS lyftivélinni, — please!" Eg þangað og
:-veif upp í loftið, tók vitlausa bygö, fór niður aftur, spurði nýja stúlku
og hún vísaSi mér til vinstri handar, aftur upp í loft, „ofar betur, ne'ðar
betur“, og loksins fann eg þá réttu drós, sem sagði mér hið sanna, a S
eg gæti morguninn eftir k 1. 8 séð William Mayo starf-
andi í sinni skurSarstofu á St. Marys spítala.
Viö þessa fyrstu viökynningu af Rochester-verksmiöjunni fékk eg
nokkra hugmynd um, hve margbrotin og mikilfengleg hún er oröin. Og
ekkert öfundaSi eg umkomulitla og sárþjáSa sjúklinga, sem þarna þurftu
að ganga frá Pílatusi til Kaifasar, þó þeim aS lokum lukkaSist ef til vill
aö komast í hendur hinna ágætu Mayo-bræSra. En það var þó aS eins
fæstum þeirra, sem átti aS auönast sú æra, þvi þó bræðurnir báöir séu
vopnfimir, þá geta þeir ekki lengur gert öllum skil, sem til þeirra leáta.
III.
Eg reif mig upp úr rúminu tímanlega, til að mæta á St. Marysspitala
kl. 8. Þangaö er io mín. ferð meS bifreiS, og ganga bifreiöar þangaS io.
hverja mínútu allan daginn. Þessi spítali hefir vaxiS meö Mayo-bræðr-
um; er nú nýlega umbygður, og er vandaSasti í alla staöi. T. d. um vöxt
hans nægir aS benda á, aö 1890 voru þar aS eins 300 sjúklingar. En nú
eru þeir faniir aö nálgast 10.000, sem árlega fara^ gegnum hann og spítala
þá, sem reistir hafa veriS í sambandi viö hann. Aöalbyggingin er feikna
löng og langir gangar eftir henni á 6 hæöum, í likum stíl og Kommune-
spitalinn í Kaupmannahöfn.
Operationsstofurnar eru 11 og liggja allar á 5. og 6. hæð, þ. e. a. s. þær
eru tvöfalt hærri undir loft, heldur en stofurnar á hinum göngunum. og
veröa því aS leggja undir sig 2 hæöir. Þær liggja í röS, 2 og 2 saman.
sem samigengt á rnilli. Fyrir lækna og sjúklinga er aðgangur frá ganginum
á neSri hæöinni, en fyrir aðkomulækna og aðra áhorfendur er aðgangur
frá efri hæðinni.eins og inn á loftsvalir í leikhúsi. Því allar eru skurSar-
stofurnar í laginu eins og a m f i t e a t e r, skínandi hvítar aS innan, aö
sumu leyti úr marmara, en að sumu leyti úr hvítgleruðum steini og stein-
steypu. Alt sjúkrahúsið er eftir þessu vandaö, svo þaö gefur ekkert eftir
Rikisspítalanum danska eSa Rauðakross-sjúkrahúsinu í Kristjaniu, sem
eg hefi séö af vönduðustu gerð allra sjúkrahúsa. ÞaS var að eins í Seattle,
sem eg sá sjúkrahús álíka vandaS. ÞaS var einnig kaþólskt. (Datt mér
i hug, aS ef læknamir í Reykjavík vildu, mundu Jósefs-systur ef til vill
geta reist nýjan spítala álika myndarlegan aS tiltölu).
IV.
Það voru mættir margir læknar ásamt mér, í fordyri St. Marys-spitala.
Okkur var öllum vísað aS lyftivél, og svifum síSan upp á 6. hæð. Þar
gerðum viö vart við okkur hjá stúlku. sem sat við skrifborö. ViS skrif-
uðum þar nöfn okkar i volduga höfuöbók, fengum siðan hver hvítan
jakka og lérefts-grímu til að binda fyrir nef og munn. Ennfremur fékk
stúlkan okkur prentaöa skrá yfir allar aðgeröir er færu fram þann dag-
inn á spítölunum í Rochester og nöfn þeirra lækna, er framkvæmdu þær
og stað og stund. Var þar nú nóg verkefni í bráðina til að setjast niöur
viS að kynna sér,